Fischer vonsvikinn með hægaganginn 27. desember 2004 00:01 Sæmundur Pálsson segist reyna að stappa stálinu í vin sinn, Bobby Fischer, sem sé vonsvikinn með hve hægt mál hans gangi í Japan. Útséð virðist um að Fischer komist til Íslands fyrir áramót. Lögfræðingur Bobbys Fischers í Japan hefur ekki enn fengið formleg viðbrögð frá japanska utanríkisráðuneytinu við þeirri beiðni um að Fischer verði sleppt úr haldi og leyft að fara til Íslands þar sem hann hefur fengið dvalarleyfi. Auk þess hafa fulltrúar ráðuneytsins ekki enn sett sig í samband við sendiráð Íslands í Japan. Litlar líkur eru á að virkileg hreyfing komist á málið fyrr en á nýju ári þar sem áramótahátíðahald Japana fer nú í hönd og opinberar skrifstofur víða lokaðar þar til um miðja næstu viku. Sæmundur Pálsson, vinur Fishers, segir hann hafa hringt í sig daglega upp á síðkastið, stundum fimm sinnum á dag. Hann segir þokkalegt hljóð í honum en hann sé verulega vonsvikinn með hversu treglega málið gangi. Sæmundur hefur í nokkra daga beðið eftir grænu ljósi til að halda til Japans og sækja vin sinn en hann segir ljóst að ekkert gerist fyrir áramót. Hann segir Fischer talsvert niðri fyrir en hann spjalli við hann og reyni að stappa í hann stálinu og halda honum rólegum. Stuðningsmenn Fischers ætla að funda á morgun og ræða stöðuna í máli bandaríska skáksnillingsins en fátt bendir til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda á næstu dögum. Sæmundur segist engu að síður þokkalega bjartsýnnn á að hægt verði að sækja Fischer fljótlega eftir áramót. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Sæmundur Pálsson segist reyna að stappa stálinu í vin sinn, Bobby Fischer, sem sé vonsvikinn með hve hægt mál hans gangi í Japan. Útséð virðist um að Fischer komist til Íslands fyrir áramót. Lögfræðingur Bobbys Fischers í Japan hefur ekki enn fengið formleg viðbrögð frá japanska utanríkisráðuneytinu við þeirri beiðni um að Fischer verði sleppt úr haldi og leyft að fara til Íslands þar sem hann hefur fengið dvalarleyfi. Auk þess hafa fulltrúar ráðuneytsins ekki enn sett sig í samband við sendiráð Íslands í Japan. Litlar líkur eru á að virkileg hreyfing komist á málið fyrr en á nýju ári þar sem áramótahátíðahald Japana fer nú í hönd og opinberar skrifstofur víða lokaðar þar til um miðja næstu viku. Sæmundur Pálsson, vinur Fishers, segir hann hafa hringt í sig daglega upp á síðkastið, stundum fimm sinnum á dag. Hann segir þokkalegt hljóð í honum en hann sé verulega vonsvikinn með hversu treglega málið gangi. Sæmundur hefur í nokkra daga beðið eftir grænu ljósi til að halda til Japans og sækja vin sinn en hann segir ljóst að ekkert gerist fyrir áramót. Hann segir Fischer talsvert niðri fyrir en hann spjalli við hann og reyni að stappa í hann stálinu og halda honum rólegum. Stuðningsmenn Fischers ætla að funda á morgun og ræða stöðuna í máli bandaríska skáksnillingsins en fátt bendir til þess að hann verði leystur úr haldi japanska yfirvalda á næstu dögum. Sæmundur segist engu að síður þokkalega bjartsýnnn á að hægt verði að sækja Fischer fljótlega eftir áramót.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira