Blair óvænt til Bagdad 21. desember 2004 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fór í óvænta heimsókn til Bagdad í gær og fundaði með Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar landsins. Þetta var þriðja heimsókn Blairs til Íraks og sú fyrsta síðan Saddam Hussein var handtekinn fyrir ári síðan. Með heimsóninni sagðist hann vilja leggja sitt af mörkum til að kosningarnar í Írak verði haldnar í janúar eins og stefnt er að. Á blaðamannafundi með Allawi sagði Blair að það væru aðeins tveir valkostir í Írak eins og sakir standa, lýðræði eða ógnarstjórn og það væri skylda Vesturlanda að aðstoða íraskan almenning að verða lýðræðisríki. Blair hitti starfsmenn undirbúningsnefndar kosninganna fyrir skömmu en stuttu síðar voru þrír þeirra dregnir úr bifreið sinni í Bagdad og myrtir. Hann segist hafa tjáð þeim að þeir væru hetjur hins nýja Íraks því þeir legðu líf sitt að veði til að stuðla að því að íraska þjóðin hefði örlög sín í eigin hendi. Blair varði þátttöku Breta í árásinni á landið og veru áttaþúsund breskra hermanna þar. Hann sagði að í fyrsta lagi myndi vera erlendra hermanna flýta fyrir uppbyggingu íraska hersins sem mun leysa hernámsliðið af hólmi. Í öðru lagi væru möguleikarnir fyrir Írak miklir og ef það tækist að gera Írak að stöðugu og lýðræðislegu ríki hefði það góð áhrif í Miðausturlöndum sem hefðu á endanum góð áhrif á alla heimsbyggðina. Allawi sagði á fundinum með Blair að íraska bráðabirgðastjórnin sé staðráðin í að halda kosningar í næsta mánuði þrátt fyrir að sumir leggi til að þeim verði frestað sökum stigvaxandi ofbeldis og sagði að það hefði verið gert ráð fyrir að það myndi magnast þegar nær drægi kosningum. Blair flaug til Bagdad frá Jórdaníu í gærmorgun en af öryggisástæðum var heimsóknin ekki tilkynnt fyrirfram. Eftir fundinn með Allawi hélt hann áleiðis til Basra og heilsaði upp á breska hermenn þar. Bush Bandaríkjaforseti fór síðast til Íraks fyrir rúmu ári. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fór í óvænta heimsókn til Bagdad í gær og fundaði með Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar landsins. Þetta var þriðja heimsókn Blairs til Íraks og sú fyrsta síðan Saddam Hussein var handtekinn fyrir ári síðan. Með heimsóninni sagðist hann vilja leggja sitt af mörkum til að kosningarnar í Írak verði haldnar í janúar eins og stefnt er að. Á blaðamannafundi með Allawi sagði Blair að það væru aðeins tveir valkostir í Írak eins og sakir standa, lýðræði eða ógnarstjórn og það væri skylda Vesturlanda að aðstoða íraskan almenning að verða lýðræðisríki. Blair hitti starfsmenn undirbúningsnefndar kosninganna fyrir skömmu en stuttu síðar voru þrír þeirra dregnir úr bifreið sinni í Bagdad og myrtir. Hann segist hafa tjáð þeim að þeir væru hetjur hins nýja Íraks því þeir legðu líf sitt að veði til að stuðla að því að íraska þjóðin hefði örlög sín í eigin hendi. Blair varði þátttöku Breta í árásinni á landið og veru áttaþúsund breskra hermanna þar. Hann sagði að í fyrsta lagi myndi vera erlendra hermanna flýta fyrir uppbyggingu íraska hersins sem mun leysa hernámsliðið af hólmi. Í öðru lagi væru möguleikarnir fyrir Írak miklir og ef það tækist að gera Írak að stöðugu og lýðræðislegu ríki hefði það góð áhrif í Miðausturlöndum sem hefðu á endanum góð áhrif á alla heimsbyggðina. Allawi sagði á fundinum með Blair að íraska bráðabirgðastjórnin sé staðráðin í að halda kosningar í næsta mánuði þrátt fyrir að sumir leggi til að þeim verði frestað sökum stigvaxandi ofbeldis og sagði að það hefði verið gert ráð fyrir að það myndi magnast þegar nær drægi kosningum. Blair flaug til Bagdad frá Jórdaníu í gærmorgun en af öryggisástæðum var heimsóknin ekki tilkynnt fyrirfram. Eftir fundinn með Allawi hélt hann áleiðis til Basra og heilsaði upp á breska hermenn þar. Bush Bandaríkjaforseti fór síðast til Íraks fyrir rúmu ári.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira