Dvalarleyfisboðið stendur 20. desember 2004 00:01 Japanskur lögfræðingur skákmeistarans Bobbys Fischers fundar í dag með japönsku útlendingastofunni til að fá úr því skorið hvort Japanir hafi samþykkt að senda Fischer til Íslands í stað Bandaríkjanna, að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers. "Ég fæ ekki fréttir af þessu fyrr en um hádegi," segir hann og kveðst ekki ætla út að sækja Fischer fyrr en liggi fyrir hvort hann fái að fara hingað. "Það er ómögulegt að hanga þarna í einhverri óvissu." Sæmundur segir Fischer ekki geta fallið frá lögsókn á hendur japönskum yfirvöldum fyrr en þessi mál séu komin á hreint. "Þetta er einhver pattstaða," segir Sæmundur, sem þó segist viðbúinn að stökkva af stað með litlum fyrirvara að sækja Fischer ef af verður. "Það er ekki svo mikið sem maður þarf með sér." Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var boðaður á fund í utanríkisráðuneytinu í gær vegna máls Fischers og tjáð að boð stjórnvalda til Fischers stæði. Ítrekað var á fundinum að með boðinu væri brugðist við með vísan til sögulegra tengsla landsins við skákmanninn, enda hefði Fischer unnið heimsmeistaratitil sinn í frækilegu einvígi hér árið 1972. Einnig var útskýrt að brot gegn viðskiptabanni á fyrrverandi Júgóslavíu væru fyrnd samkvæmt íslenskum lögum og uppfylltu að því leyti ekki skilyrði til framsals. Í níundu grein laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum segir: "Framsal er óheimilt ef sök eða dæmd refsing er fyrnd eða að öðru leyti fallin niður samkvæmt íslenskum lögum." Bandarísk stjórnvöld komu síðasta föstudag skilaboðum til íslenskra stjórnvalda þar sem þau voru hvött til að draga til baka boðið til Fischers. Áréttað var að mál hans væru í ákveðnum farvegi hjá bandarískum yfirvöldum og látin í ljós ákveðin vonbrigði með afstöðu Íslendinga. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Japanskur lögfræðingur skákmeistarans Bobbys Fischers fundar í dag með japönsku útlendingastofunni til að fá úr því skorið hvort Japanir hafi samþykkt að senda Fischer til Íslands í stað Bandaríkjanna, að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers. "Ég fæ ekki fréttir af þessu fyrr en um hádegi," segir hann og kveðst ekki ætla út að sækja Fischer fyrr en liggi fyrir hvort hann fái að fara hingað. "Það er ómögulegt að hanga þarna í einhverri óvissu." Sæmundur segir Fischer ekki geta fallið frá lögsókn á hendur japönskum yfirvöldum fyrr en þessi mál séu komin á hreint. "Þetta er einhver pattstaða," segir Sæmundur, sem þó segist viðbúinn að stökkva af stað með litlum fyrirvara að sækja Fischer ef af verður. "Það er ekki svo mikið sem maður þarf með sér." Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var boðaður á fund í utanríkisráðuneytinu í gær vegna máls Fischers og tjáð að boð stjórnvalda til Fischers stæði. Ítrekað var á fundinum að með boðinu væri brugðist við með vísan til sögulegra tengsla landsins við skákmanninn, enda hefði Fischer unnið heimsmeistaratitil sinn í frækilegu einvígi hér árið 1972. Einnig var útskýrt að brot gegn viðskiptabanni á fyrrverandi Júgóslavíu væru fyrnd samkvæmt íslenskum lögum og uppfylltu að því leyti ekki skilyrði til framsals. Í níundu grein laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum segir: "Framsal er óheimilt ef sök eða dæmd refsing er fyrnd eða að öðru leyti fallin niður samkvæmt íslenskum lögum." Bandarísk stjórnvöld komu síðasta föstudag skilaboðum til íslenskra stjórnvalda þar sem þau voru hvött til að draga til baka boðið til Fischers. Áréttað var að mál hans væru í ákveðnum farvegi hjá bandarískum yfirvöldum og látin í ljós ákveðin vonbrigði með afstöðu Íslendinga.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira