Fischer ekki eini vitleysingurinn 17. desember 2004 00:01 Bobby Fischer verður ekki eini vitleysingurinn hér á landi komi hann til landsins, segir utanríkisráðherra. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Fischer verði til vandræða. Hann segir boð um dvalarleyfi sérmeðferð sem Fischer bjóðist vegna sérstakra tengsla við landið. Enn er óvíst hvort Bobby Fischer kemur hingað til lands, þrátt fyrir áhuga hans og tilboð stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir Fischer bjóðast sérmeðferð sem sé ekki fordæmisgefandi. Hann sé sérstakur einstaklingur sem sé í þessari sérstöku stöðu, og vegna tengsla hans við landið og „hina miklu atburði“ þá hefur verið ákveðið að hann skuli fá sérmeðferð. „Við höfum gert það áður í sögunni, t.a.m. þegar Vladimir Askhenazy var gerður að íslenskum ríkisborgara þá var það gert með hraðmeðferð í gegnum þingið vegna sérstakra tengsla hans við landið,“ segir Davíð. Fischer er lýst sem ofsóknarbrjáluðum einbúa með öfgakenndar skoðanir. Spurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að skáksnillingurinn verði til tómra vandræða segir Davíð að vel megi vera að hann eigi erfitt skap og þess háttar, en hann yrði þá ekki eini vitleysingurinn hér á landi. Íslensk stjórnvöld munu aðstoða Fischer og konu hans við að komast til landsins og greiða götu þeirra fyrst um sinn, en síðan verða þau á eigin ábyrgð. Fregnir af tilboði Íslendinga komu flatt upp á stjórnvöld í Washington sem vilja fangelsa Fischer fyrir að brjóta viðskiptabann við Júgóslavíu árið 1992. Davíð segist ekki hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn taki tilboðið illa upp, málið hafi verið útskýrt fyrir þeim og ítrekað að með þessu sé ekki tekið undir málflutning Fischers. Davíð efast um að Bandaríkjamenn krefjist framsals Fischers, en jafnvel þó svo þeir geri það er ekkert sem segir að Íslendingar verði að verða við því. Hann segir að ef um brot hafi verið að ræða þegar Fischer tefldi við mann með franskt vegabréf, þ.e. Boris Spasský, með þýskum dómara í Júgóslavíu árið 1992, þá sé ljóst að það brot sé fyrnt samkvæmt íslenskum reglum. Óljóst er hvert næsta skref í málinu verður. Japanskir dómstólar verða að taka fyrir kæru Fischers, sem hann neitar að láta falla niður, en hann kemst ekki úr landi fyrr málið er til lykta leitt. Talsmenn hans sögðu í Tókýó í morgun að Fischer og frú biðu þess nú að komast hingað til lands. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Bobby Fischer verður ekki eini vitleysingurinn hér á landi komi hann til landsins, segir utanríkisráðherra. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Fischer verði til vandræða. Hann segir boð um dvalarleyfi sérmeðferð sem Fischer bjóðist vegna sérstakra tengsla við landið. Enn er óvíst hvort Bobby Fischer kemur hingað til lands, þrátt fyrir áhuga hans og tilboð stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir Fischer bjóðast sérmeðferð sem sé ekki fordæmisgefandi. Hann sé sérstakur einstaklingur sem sé í þessari sérstöku stöðu, og vegna tengsla hans við landið og „hina miklu atburði“ þá hefur verið ákveðið að hann skuli fá sérmeðferð. „Við höfum gert það áður í sögunni, t.a.m. þegar Vladimir Askhenazy var gerður að íslenskum ríkisborgara þá var það gert með hraðmeðferð í gegnum þingið vegna sérstakra tengsla hans við landið,“ segir Davíð. Fischer er lýst sem ofsóknarbrjáluðum einbúa með öfgakenndar skoðanir. Spurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að skáksnillingurinn verði til tómra vandræða segir Davíð að vel megi vera að hann eigi erfitt skap og þess háttar, en hann yrði þá ekki eini vitleysingurinn hér á landi. Íslensk stjórnvöld munu aðstoða Fischer og konu hans við að komast til landsins og greiða götu þeirra fyrst um sinn, en síðan verða þau á eigin ábyrgð. Fregnir af tilboði Íslendinga komu flatt upp á stjórnvöld í Washington sem vilja fangelsa Fischer fyrir að brjóta viðskiptabann við Júgóslavíu árið 1992. Davíð segist ekki hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn taki tilboðið illa upp, málið hafi verið útskýrt fyrir þeim og ítrekað að með þessu sé ekki tekið undir málflutning Fischers. Davíð efast um að Bandaríkjamenn krefjist framsals Fischers, en jafnvel þó svo þeir geri það er ekkert sem segir að Íslendingar verði að verða við því. Hann segir að ef um brot hafi verið að ræða þegar Fischer tefldi við mann með franskt vegabréf, þ.e. Boris Spasský, með þýskum dómara í Júgóslavíu árið 1992, þá sé ljóst að það brot sé fyrnt samkvæmt íslenskum reglum. Óljóst er hvert næsta skref í málinu verður. Japanskir dómstólar verða að taka fyrir kæru Fischers, sem hann neitar að láta falla niður, en hann kemst ekki úr landi fyrr málið er til lykta leitt. Talsmenn hans sögðu í Tókýó í morgun að Fischer og frú biðu þess nú að komast hingað til lands.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira