Fischer gæti fengið vegabréf 17. desember 2004 00:01 Fari svo að Bobby Fischer fái að fara til Íslands og nýti sér dvalarleyfi sem honum hefur verið boðið, er síður en svo öruggt að hann setjist hér að. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar segir að hugsanlega eigi Fischer rétt á svokölluðu útlendingavegabréfi. Það er veitt útlendingum sem hvorki eiga né geta orðið sér úti um vegabréf í heimalandi sínu. "Með slíku vegabréfi og dvalarleyfi hér gæti Fischer ferðast um að vild". Hrafn Jökulsson, varaforseti Skáksambands Íslands segir ólíklegt að Fischer setjist að hér á landi til langframa: "Markmið okkar hefur heldur aldrei verið að koma honum í íslenska landsliðið í skák, heldur að leysa þetta óleysanlega mál. Það verður Fischer í sjálfsvald sett hvar hann kýs síðan að vera." Miyoko Watai hin japanska unnusta Bobby Fischers skýrði frá því á blaðamannafundi í Tókíó í fyrrinótt að Fischer væri ánægður með að hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi. "Hann var mjög glaður að heyra þessar góðu fréttir, en óttast að Bandaríkin og Japan spilli málinu." Masako Suzuki, lögmaður Fischers segir hugsanlegt að Japan muni vísa honum úr landi og til Íslands. Fulltrúi japanska útlendingaeftirlitsins útilokaði ekki þann möguleika en sagði það erfitt því Fischer hefði ekki gilt vegabréf. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að ef taflmennska Fischers hafi verið brot á viðskiptabanninu á Júgóslavíu, sé það brot fyrnt, samkvæmt íslenskum lögum.Þetta kom fram í viðtali Ríkisútvarpsins-hljóðvarps við Davíð í gær. Hann benti á að Íslendingar, rétt eins og Bandaríkjamenn, hafi tekið þátt í viðskiptabanninu sem sett var á Júgóslavíu 1992. Utanríkisráðherra sagðii bandaríska sendiherranum frá ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar á miðvikudag. Hann segir engin formleg viðbrögð eða athugasemdir hafa borist frá bandarískum stjórnvöldum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Fari svo að Bobby Fischer fái að fara til Íslands og nýti sér dvalarleyfi sem honum hefur verið boðið, er síður en svo öruggt að hann setjist hér að. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar segir að hugsanlega eigi Fischer rétt á svokölluðu útlendingavegabréfi. Það er veitt útlendingum sem hvorki eiga né geta orðið sér úti um vegabréf í heimalandi sínu. "Með slíku vegabréfi og dvalarleyfi hér gæti Fischer ferðast um að vild". Hrafn Jökulsson, varaforseti Skáksambands Íslands segir ólíklegt að Fischer setjist að hér á landi til langframa: "Markmið okkar hefur heldur aldrei verið að koma honum í íslenska landsliðið í skák, heldur að leysa þetta óleysanlega mál. Það verður Fischer í sjálfsvald sett hvar hann kýs síðan að vera." Miyoko Watai hin japanska unnusta Bobby Fischers skýrði frá því á blaðamannafundi í Tókíó í fyrrinótt að Fischer væri ánægður með að hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi. "Hann var mjög glaður að heyra þessar góðu fréttir, en óttast að Bandaríkin og Japan spilli málinu." Masako Suzuki, lögmaður Fischers segir hugsanlegt að Japan muni vísa honum úr landi og til Íslands. Fulltrúi japanska útlendingaeftirlitsins útilokaði ekki þann möguleika en sagði það erfitt því Fischer hefði ekki gilt vegabréf. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að ef taflmennska Fischers hafi verið brot á viðskiptabanninu á Júgóslavíu, sé það brot fyrnt, samkvæmt íslenskum lögum.Þetta kom fram í viðtali Ríkisútvarpsins-hljóðvarps við Davíð í gær. Hann benti á að Íslendingar, rétt eins og Bandaríkjamenn, hafi tekið þátt í viðskiptabanninu sem sett var á Júgóslavíu 1992. Utanríkisráðherra sagðii bandaríska sendiherranum frá ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar á miðvikudag. Hann segir engin formleg viðbrögð eða athugasemdir hafa borist frá bandarískum stjórnvöldum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira