Alsæl með þessa ákvörðun 14. desember 2004 00:01 Rúmlega þrjú ár eru liðin frá því að Ingibjörg Pálmadóttir hætti sem heilbrigðisráðherra. Hún hafði þá verið 20 ár í stjórnmálum, fyrst í bæjarmálunum á Akranesi, síðan sem alþingismaður og loks sem ráðherra. Þetta voru því mikil viðbrigði. Ingibjörg tók því rólega fyrst í stað en fór svo fljótlega að starfa fyrir Velferðarsjóð barna sem heilbrigðisráðuneytið og Íslensk erfðagreining standa sameiginlega að. Hún var í hlutastarfi fyrstu tvö árin en síðasta árið hefur hún verið í fullu starfi. Ingibjörg hné niður í beinu sjónvarpsviðtali frá Alþingi í janúarbyrjun 2001 og var lögð inn á sjúkrahús. Sex vikum síðar mætti hún galvösk til starfa í ráðuneytinu og á Alþingi en skömmu síðar ákvað hún að draga sig í hlé. Hún segist vera alsæl með þessa ákvörðun sína og "ég er líka alsæl með þann tíma sem ég var í stjórnmálum. Ég var í stjórnmálum í 20 ár og svo fannst mér einn daginn að þetta væri orðið fínt. Mig langaði til að fara að gera eitthvað annað og er búin að gera ýmislegt," segir hún. Ingibjörg er ánægð með ríkisstjórnina þessa dagana og telur hana standa sig vel. Staða kvenna innan Framsóknarflokksins hefur talsvert verið til umræðu og Ingibjörg segir að sú umræða þurfi stöðugt að eiga sér stað. "Menn mega ekki gleyma sér. Framsóknarflokkurinn hefur einn flokka náð því að hafa jafnmikið vægi milli kvenna og karla í ríkisstjórn. Það hefur aldrei gerst á Íslandi. Nú eru þrjár konur í ríkisstjórn. Auðvitað verða alltaf einhverjar sveiflur í þessu en það er um að gera að minna á mikilvægi þess að hafa jafnvægi í byggðum landsins. Þær gera það mjög myndarlega. Miðað við þátttöku kvenna í stjórnmálum þá hefur Framsóknarflokkurinn verið mjög vakandi." Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Rúmlega þrjú ár eru liðin frá því að Ingibjörg Pálmadóttir hætti sem heilbrigðisráðherra. Hún hafði þá verið 20 ár í stjórnmálum, fyrst í bæjarmálunum á Akranesi, síðan sem alþingismaður og loks sem ráðherra. Þetta voru því mikil viðbrigði. Ingibjörg tók því rólega fyrst í stað en fór svo fljótlega að starfa fyrir Velferðarsjóð barna sem heilbrigðisráðuneytið og Íslensk erfðagreining standa sameiginlega að. Hún var í hlutastarfi fyrstu tvö árin en síðasta árið hefur hún verið í fullu starfi. Ingibjörg hné niður í beinu sjónvarpsviðtali frá Alþingi í janúarbyrjun 2001 og var lögð inn á sjúkrahús. Sex vikum síðar mætti hún galvösk til starfa í ráðuneytinu og á Alþingi en skömmu síðar ákvað hún að draga sig í hlé. Hún segist vera alsæl með þessa ákvörðun sína og "ég er líka alsæl með þann tíma sem ég var í stjórnmálum. Ég var í stjórnmálum í 20 ár og svo fannst mér einn daginn að þetta væri orðið fínt. Mig langaði til að fara að gera eitthvað annað og er búin að gera ýmislegt," segir hún. Ingibjörg er ánægð með ríkisstjórnina þessa dagana og telur hana standa sig vel. Staða kvenna innan Framsóknarflokksins hefur talsvert verið til umræðu og Ingibjörg segir að sú umræða þurfi stöðugt að eiga sér stað. "Menn mega ekki gleyma sér. Framsóknarflokkurinn hefur einn flokka náð því að hafa jafnmikið vægi milli kvenna og karla í ríkisstjórn. Það hefur aldrei gerst á Íslandi. Nú eru þrjár konur í ríkisstjórn. Auðvitað verða alltaf einhverjar sveiflur í þessu en það er um að gera að minna á mikilvægi þess að hafa jafnvægi í byggðum landsins. Þær gera það mjög myndarlega. Miðað við þátttöku kvenna í stjórnmálum þá hefur Framsóknarflokkurinn verið mjög vakandi."
Innlent Lífið Menning Stj.mál Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira