Justeat.is er framtíðin 10. desember 2004 00:01 "Hugmyndin á bak við Justeat er sú að fólk geti farið inn á justeat.is og pantað sér mat á Netinu. Það skráir inn allar nauðsynlegar upplýsingar, eins og heimilisfang og síma, í fyrsta sinn sem það skráir sig inn. Síðan getur það skoðað veitingastaði í sínum landshluta og skoðað bestu tilboðin hverju sinni og pantað mat heim til sín eða sótt," segir Þröstur. "Justeat.dk er ein stærsta og vinsælasta viðskiptavefsíða í Danmörku. Nú er hún að flytja sig bæði til Bretlands og Noregs en Ísland er fyrsta landið fyrir utan Danmörku þar sem útibú er opnað. "Við opnuðum fyrir um það bil einum og hálfum mánuði og erum núna með sjö veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu skráða inn. Við ákváðum að byrja á suðvestur horninu og færa okkur síðan norður. Við stefnum á að hafa 25 veitingastaði skráða inn á síðuna í byrjun janúar og langtímamarkmiðið er auðvitað að hafa alla staði á landinu skráða inn. Í Danmörku eru sex hundruð staðir skráðir inn og fara um það bil fimmtíu þúsund pantanir í gegnum síðuna á mánuði," segir Þröstur en ekki eru aðeins skyndibitastaðir skráðir inn á justeat.is. "Nei, þetta eru í raun allir veitingastaðir sem bjóða upp á heimsendingu eða "Take-Away". Við erum með indverskan mat, mexíkóskan mat, kjúkling, pítsur og margt fleira." Þröstur telur kosti vefsíðunnar vera mikla og þetta sé komið til að vera. "Ef fólk er svangt þá þarf það bara að muna eitt: justeat.is. Það þarf ekki að muna nein númer né leita að einhverjum stað. Það sér allt inni á vefsíðunni og getur í þokkabót pantað á Netinu. Fólk sleppur líka við að þurfa að bíða í símanum og nánast engir möguleikar eru á því að viðskiptavinur fái vitlausa pöntun. Það þarf ekki að borga með kreditkorti á vefsíðunni og þegar pöntun er afgreitt fær viðskiptavinur alltaf staðfestingu um móttöku frá veitingastaðnum. Þetta er því 99,9 prósent öruggt." En er þetta fjárhagslega hagkvæmara? "Þetta á að vera ódýrara því að margir staðir eru með nettilboð í gangi eingöngu fyrir þá sem panta á Netinu. Þeir sem panta af vefsíðunni safna líka punktum sem hægt er að skipta út fyrir ýmsar vörur. Síðan erum við með ýmsa leiki í gangi til að hvetja fólk til að panta á Netinu," segir Þröstur sem er bjartsýnn á framtíð justeat.is. "Þetta er framtíðin." lilja@frettabladid.is Matur Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Hugmyndin á bak við Justeat er sú að fólk geti farið inn á justeat.is og pantað sér mat á Netinu. Það skráir inn allar nauðsynlegar upplýsingar, eins og heimilisfang og síma, í fyrsta sinn sem það skráir sig inn. Síðan getur það skoðað veitingastaði í sínum landshluta og skoðað bestu tilboðin hverju sinni og pantað mat heim til sín eða sótt," segir Þröstur. "Justeat.dk er ein stærsta og vinsælasta viðskiptavefsíða í Danmörku. Nú er hún að flytja sig bæði til Bretlands og Noregs en Ísland er fyrsta landið fyrir utan Danmörku þar sem útibú er opnað. "Við opnuðum fyrir um það bil einum og hálfum mánuði og erum núna með sjö veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu skráða inn. Við ákváðum að byrja á suðvestur horninu og færa okkur síðan norður. Við stefnum á að hafa 25 veitingastaði skráða inn á síðuna í byrjun janúar og langtímamarkmiðið er auðvitað að hafa alla staði á landinu skráða inn. Í Danmörku eru sex hundruð staðir skráðir inn og fara um það bil fimmtíu þúsund pantanir í gegnum síðuna á mánuði," segir Þröstur en ekki eru aðeins skyndibitastaðir skráðir inn á justeat.is. "Nei, þetta eru í raun allir veitingastaðir sem bjóða upp á heimsendingu eða "Take-Away". Við erum með indverskan mat, mexíkóskan mat, kjúkling, pítsur og margt fleira." Þröstur telur kosti vefsíðunnar vera mikla og þetta sé komið til að vera. "Ef fólk er svangt þá þarf það bara að muna eitt: justeat.is. Það þarf ekki að muna nein númer né leita að einhverjum stað. Það sér allt inni á vefsíðunni og getur í þokkabót pantað á Netinu. Fólk sleppur líka við að þurfa að bíða í símanum og nánast engir möguleikar eru á því að viðskiptavinur fái vitlausa pöntun. Það þarf ekki að borga með kreditkorti á vefsíðunni og þegar pöntun er afgreitt fær viðskiptavinur alltaf staðfestingu um móttöku frá veitingastaðnum. Þetta er því 99,9 prósent öruggt." En er þetta fjárhagslega hagkvæmara? "Þetta á að vera ódýrara því að margir staðir eru með nettilboð í gangi eingöngu fyrir þá sem panta á Netinu. Þeir sem panta af vefsíðunni safna líka punktum sem hægt er að skipta út fyrir ýmsar vörur. Síðan erum við með ýmsa leiki í gangi til að hvetja fólk til að panta á Netinu," segir Þröstur sem er bjartsýnn á framtíð justeat.is. "Þetta er framtíðin." lilja@frettabladid.is
Matur Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira