Áfram stúlkur! 9. desember 2004 00:01 Margir ánægjulegir hlutir koma fram um íslenskt menntakerfi í nýbirtri Pisa-rannsókn á frammistöðu 15 ára ungmenna í 41 landi í stærðfræði, lestri og náttúrufræði. Þegar niðurstöður svokallaðrar Timms-rannsóknar 1995 voru birtar urðu miklar umræður um kennslu í grunnskólum vegna þess að íslensk ungmenni komu mjög illa út úr þeirri könnun. Lentu þau í 32. sæti af 41. Það var einkum stærðfræðikunnátta íslenskra ungmenna sem rætt var um þá. Þetta er önnur Pisa-könnunin sem nú er birt, en sú fyrri var gerð árið 2000 og þá var lögð áhersla á að kanna lestrarkunnáttu 15 ára nemenda. Að þessu sinni var áherslan á stærðfræði og náði könnunin til 3.900 íslenskra nemenda í 10. bekk. Í könnuninni nú reyndust íslensku nemendurnir vera við meðallag OECD-ríkjanna í lestri og náttúrufræði, en yfir meðallagi í stærðfræði. Ísland varð í 10.-14.sæti í stærðfræði innan OECD-ríkjanna og með aðeins betri árangur en nágrannalöndin Svíþjóð og Danmörk og við reyndumst vera verulega betur sett en Norðmenn. Finnar trónuðu hins vegar á toppnum miðað við allar þjóðirnar sem tóku þát i rannsókninni og þar voru líka Hong Kong, Kórea og Holland. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Finnar sýna góðan árangur í könnunum sem þessum. Þar er kennaramenntun í hávegum höfð, og gætum við eflaust lært eitthvað af þeim á þeim sviðum. Eitt af því athyglisverða sem kom fram í rannsókninni hvað varðar Ísland er að engin eða mjög lítil tengsl virðast vera á milli menntunar og fjárhags foreldra og árangurs nemenda í námi. Þá reyndist vera tiltölulega lítill munur á milli skóla hér á landi, þannig að nemendur hér virðast fá svipaða kennslu hvar sem er á landinu. Stórir skólar í þéttbýli virðast ekki standa litlum skólum í dreifbýli framar. Í rannsókninni kom hins vegar fram að á Íslandi er sjáanlegur og reyndar einstæður munur á árangri stúlkna og drengja í stærðfræði. Íslenskar stúlkur eru mun betri í stærðfræði en piltarnir, og er þá miðað við 15 ára aldur. Íslenskar stúlkur eru í áttunda sæti varðandi stærðfræðikunnáttu í könnuninni í heild, en piltarnir hér eru í 20. sæti. Það eru piltar í dreifbýli sem hafa dregist aftur úr. Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða hér varðandi konur og raungreinar. Nú er reyndar svo komið að þriðjungur þeirra sem stunda nám í verkfræði við Háskóla Íslands er konur og hefur hlutfall þeirra hækkað stöðugt á undanförnum árum. Ef skoðaður er námsárangur kvenna og karla í verkfræði kemur í ljós að konurnar standa sig betur en karlarnir. Árangur íslenskra stúlkna í stærðfræði í nýbirtri Pisa-könnun bendir þá til þess að hlutur kvenna í raungreinum eigi enn eftir að aukast, og er það ánægjuefni. Það þarf þó enn að hvetja stúlkurnar í þessum efnum, því svo virðist sem sjálfsímynd þeirra sé ekki eins sterk og drengja í grunnskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun
Margir ánægjulegir hlutir koma fram um íslenskt menntakerfi í nýbirtri Pisa-rannsókn á frammistöðu 15 ára ungmenna í 41 landi í stærðfræði, lestri og náttúrufræði. Þegar niðurstöður svokallaðrar Timms-rannsóknar 1995 voru birtar urðu miklar umræður um kennslu í grunnskólum vegna þess að íslensk ungmenni komu mjög illa út úr þeirri könnun. Lentu þau í 32. sæti af 41. Það var einkum stærðfræðikunnátta íslenskra ungmenna sem rætt var um þá. Þetta er önnur Pisa-könnunin sem nú er birt, en sú fyrri var gerð árið 2000 og þá var lögð áhersla á að kanna lestrarkunnáttu 15 ára nemenda. Að þessu sinni var áherslan á stærðfræði og náði könnunin til 3.900 íslenskra nemenda í 10. bekk. Í könnuninni nú reyndust íslensku nemendurnir vera við meðallag OECD-ríkjanna í lestri og náttúrufræði, en yfir meðallagi í stærðfræði. Ísland varð í 10.-14.sæti í stærðfræði innan OECD-ríkjanna og með aðeins betri árangur en nágrannalöndin Svíþjóð og Danmörk og við reyndumst vera verulega betur sett en Norðmenn. Finnar trónuðu hins vegar á toppnum miðað við allar þjóðirnar sem tóku þát i rannsókninni og þar voru líka Hong Kong, Kórea og Holland. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Finnar sýna góðan árangur í könnunum sem þessum. Þar er kennaramenntun í hávegum höfð, og gætum við eflaust lært eitthvað af þeim á þeim sviðum. Eitt af því athyglisverða sem kom fram í rannsókninni hvað varðar Ísland er að engin eða mjög lítil tengsl virðast vera á milli menntunar og fjárhags foreldra og árangurs nemenda í námi. Þá reyndist vera tiltölulega lítill munur á milli skóla hér á landi, þannig að nemendur hér virðast fá svipaða kennslu hvar sem er á landinu. Stórir skólar í þéttbýli virðast ekki standa litlum skólum í dreifbýli framar. Í rannsókninni kom hins vegar fram að á Íslandi er sjáanlegur og reyndar einstæður munur á árangri stúlkna og drengja í stærðfræði. Íslenskar stúlkur eru mun betri í stærðfræði en piltarnir, og er þá miðað við 15 ára aldur. Íslenskar stúlkur eru í áttunda sæti varðandi stærðfræðikunnáttu í könnuninni í heild, en piltarnir hér eru í 20. sæti. Það eru piltar í dreifbýli sem hafa dregist aftur úr. Á undanförnum misserum hefur verið mikil umræða hér varðandi konur og raungreinar. Nú er reyndar svo komið að þriðjungur þeirra sem stunda nám í verkfræði við Háskóla Íslands er konur og hefur hlutfall þeirra hækkað stöðugt á undanförnum árum. Ef skoðaður er námsárangur kvenna og karla í verkfræði kemur í ljós að konurnar standa sig betur en karlarnir. Árangur íslenskra stúlkna í stærðfræði í nýbirtri Pisa-könnun bendir þá til þess að hlutur kvenna í raungreinum eigi enn eftir að aukast, og er það ánægjuefni. Það þarf þó enn að hvetja stúlkurnar í þessum efnum, því svo virðist sem sjálfsímynd þeirra sé ekki eins sterk og drengja í grunnskólum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun