Situr við að falda í flugvélinni 2. desember 2004 00:01 "Ég frétti af því á fimmtudag í síðustu viku að ég fengi að sýna fötin mín á stórsýningunni Bucharest Fashion Week um næstu helgi og er búin að vera á fullu að sauma síðan. Þetta er allt að hafast," segir Guðlaug Elsa Ásgeirsdóttir, klæðskeri og kjarnakona. Hún er fyrst íslenskra hönnuða til að taka þátt í þessari alþjóðlegu tískusýningu sem haldin er árlega í einhverri stórborg. Að sjálfsögðu stolt og ánægð. "Ég hef stefnt að því lengi að fá að sýna erlendis," segir hún brosandi og býr sig undir að pakka enda heldur hún til Búkarest á morgun. Þótt ótrúlegt sé er engin þreytumerki á henni að sjá þótt 15 klæðnaðir liggi eftir hana næstum fullbúnir á þremur dögum og aðeins frágangurinn eftir. "Ég sit við að falda í flugvélinni," segir hún hlæjandi. Guðlaug Elsa hefur rekið sjálfstætt verkstæði og verslun frá því hún útskrifaðist sem klæðskeri fyrir átta árum. Það er þó fólkið í Iceland Fashion Week sem stendur á bak við hana núna og útvegaði styrk frá Útflutningsráði. Guðlaug Elsa telur rótina mega rekja til tískusýninga sem hún hefur haldið, nú síðast á Grand Hóteli í október. "Þá er ég er vön að skipuleggja allt sjálf svo nú finnst mér skrýtið að þurfa ekkert að gera nema sauma!" Reyndar stemmir það ekki alveg, hún þarf líka að útvega skó og undirföt sem passa við fatnaðinn. Fjölbreytnin er mikil í hönnun Guðlaugar Elsu og efnin eru af ólíkum toga; ullarefni, roð, glansefni, gegnsæ og allt þar á milli enda ber innslag hennar yfirskriftina Enigma sem þýðir púsl á latínu. Höfuðföt fylgja sumum flíkunum og það sérkennilegasta er skrautlegur hani sem baðar út vængjunum. Sá er frá uppáhaldsbæ austur í Hraungerðishreppi. Óhætt er að segja að íslenskur landbúnaður og sjávarútvegur sameinist í frumlegum fatnaði Guðlaugar Elsu og góð landkynning sé á ferðinni. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Ég frétti af því á fimmtudag í síðustu viku að ég fengi að sýna fötin mín á stórsýningunni Bucharest Fashion Week um næstu helgi og er búin að vera á fullu að sauma síðan. Þetta er allt að hafast," segir Guðlaug Elsa Ásgeirsdóttir, klæðskeri og kjarnakona. Hún er fyrst íslenskra hönnuða til að taka þátt í þessari alþjóðlegu tískusýningu sem haldin er árlega í einhverri stórborg. Að sjálfsögðu stolt og ánægð. "Ég hef stefnt að því lengi að fá að sýna erlendis," segir hún brosandi og býr sig undir að pakka enda heldur hún til Búkarest á morgun. Þótt ótrúlegt sé er engin þreytumerki á henni að sjá þótt 15 klæðnaðir liggi eftir hana næstum fullbúnir á þremur dögum og aðeins frágangurinn eftir. "Ég sit við að falda í flugvélinni," segir hún hlæjandi. Guðlaug Elsa hefur rekið sjálfstætt verkstæði og verslun frá því hún útskrifaðist sem klæðskeri fyrir átta árum. Það er þó fólkið í Iceland Fashion Week sem stendur á bak við hana núna og útvegaði styrk frá Útflutningsráði. Guðlaug Elsa telur rótina mega rekja til tískusýninga sem hún hefur haldið, nú síðast á Grand Hóteli í október. "Þá er ég er vön að skipuleggja allt sjálf svo nú finnst mér skrýtið að þurfa ekkert að gera nema sauma!" Reyndar stemmir það ekki alveg, hún þarf líka að útvega skó og undirföt sem passa við fatnaðinn. Fjölbreytnin er mikil í hönnun Guðlaugar Elsu og efnin eru af ólíkum toga; ullarefni, roð, glansefni, gegnsæ og allt þar á milli enda ber innslag hennar yfirskriftina Enigma sem þýðir púsl á latínu. Höfuðföt fylgja sumum flíkunum og það sérkennilegasta er skrautlegur hani sem baðar út vængjunum. Sá er frá uppáhaldsbæ austur í Hraungerðishreppi. Óhætt er að segja að íslenskur landbúnaður og sjávarútvegur sameinist í frumlegum fatnaði Guðlaugar Elsu og góð landkynning sé á ferðinni.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira