Matur frá öllum heimshornum 26. nóvember 2004 00:01 Meðal þess sem er nýstárlegt á Café Kulture eru þemavikur eða þemahelgar þar sem boðið er upp á alþjóðlegan matseðil og tónleika í samræmi við það. "Fyrir tveimur vikum vorum við með rússneskt hlaðborð og því fylgdi rússnesk lifandi harmonikutónlist og fengum við þá til okkar gestakokk sem heitir Vadim Skvortsov en hann kemur frá rússneska sendiráðinu á Íslandi. Þetta tókst mjög vel og boðið var upp á hina klassísku rússnesku rauðrófusúpu, Bortsch, og fyllt smábrauð," segir Guðmundur Annas Árnason, matreiðslumaður á Café Kulture. "Á fimmtudagskvöldum í nóvember og desember verður rauðvíns- og ostakvöld ásamt lifandi tónlist frá kl. 22 til 1 eftir miðnætti. Einnig bjóðum við upp á þemakvöld fyrir hópa og setjum þá saman eitthvað skemmtilegt fyrir þá," segir hann. Guðmundur gefur hér uppskriftir að áðurnefndri rauðrófusúpu og fylltu smábrauði. Porizky rússnesk smábrauð 800 g hveiti 1 glas af AB mjólk 100 g jurtaolía 1 egg 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 25 g lyftiduft kjötfars laukur pipar Búið til deig úr AB mjólk, eggjum, hveiti, olíu, lyftidufti, salt og sykri. Setjið deig til lyftingar á hlýjan stað í eina og hálfa klukkustund. Á meðan þarf að steikja kjötfars með lauk, salti og pipar í bökunarofni. Þegar kjötfars hefur kólnað þarf að setja það í hakkavél. Þegar deig er tilbúið eru búnar til smákúlur og eru þær fylltar með farsinu og festar saman að neðanverðu, það er að segja búnar eru til smábökur. Látið bökurnar hvíla í tuttugu mínútur á ofnpönnu, penslið síðan bökurnar með eggi og bakið í við 180 gráður, þar til bökurnar eru fallega brúnar. Bortsch - rússnesk rauðrófusúpa nauta- eða svínakjöt 500 g 4 kartöflur 1 rauðrófa 2 dósir litlar tómatpurre 1 gulrót 1 steinseljurót 2 laukar 2 tsk. sykur 3 lárviðarlauf 3 hvítlauksgeirar 1 msk. súpujurtir kál edik Búa þarf til soð úr nauta- eða svínakjöti, bæta við gulrót, káli, kartöflum, lauk og steinseljurót. Hægsjóða rauðrófu með ediki, sykri og tómatpurre og blanda saman rauðrófu og kjötsoði, bæta svo við kjöti og hvítlauk og sjóða í 20 mínútur. Borið fram með sýrðum rjóma. Matur Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Meðal þess sem er nýstárlegt á Café Kulture eru þemavikur eða þemahelgar þar sem boðið er upp á alþjóðlegan matseðil og tónleika í samræmi við það. "Fyrir tveimur vikum vorum við með rússneskt hlaðborð og því fylgdi rússnesk lifandi harmonikutónlist og fengum við þá til okkar gestakokk sem heitir Vadim Skvortsov en hann kemur frá rússneska sendiráðinu á Íslandi. Þetta tókst mjög vel og boðið var upp á hina klassísku rússnesku rauðrófusúpu, Bortsch, og fyllt smábrauð," segir Guðmundur Annas Árnason, matreiðslumaður á Café Kulture. "Á fimmtudagskvöldum í nóvember og desember verður rauðvíns- og ostakvöld ásamt lifandi tónlist frá kl. 22 til 1 eftir miðnætti. Einnig bjóðum við upp á þemakvöld fyrir hópa og setjum þá saman eitthvað skemmtilegt fyrir þá," segir hann. Guðmundur gefur hér uppskriftir að áðurnefndri rauðrófusúpu og fylltu smábrauði. Porizky rússnesk smábrauð 800 g hveiti 1 glas af AB mjólk 100 g jurtaolía 1 egg 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 25 g lyftiduft kjötfars laukur pipar Búið til deig úr AB mjólk, eggjum, hveiti, olíu, lyftidufti, salt og sykri. Setjið deig til lyftingar á hlýjan stað í eina og hálfa klukkustund. Á meðan þarf að steikja kjötfars með lauk, salti og pipar í bökunarofni. Þegar kjötfars hefur kólnað þarf að setja það í hakkavél. Þegar deig er tilbúið eru búnar til smákúlur og eru þær fylltar með farsinu og festar saman að neðanverðu, það er að segja búnar eru til smábökur. Látið bökurnar hvíla í tuttugu mínútur á ofnpönnu, penslið síðan bökurnar með eggi og bakið í við 180 gráður, þar til bökurnar eru fallega brúnar. Bortsch - rússnesk rauðrófusúpa nauta- eða svínakjöt 500 g 4 kartöflur 1 rauðrófa 2 dósir litlar tómatpurre 1 gulrót 1 steinseljurót 2 laukar 2 tsk. sykur 3 lárviðarlauf 3 hvítlauksgeirar 1 msk. súpujurtir kál edik Búa þarf til soð úr nauta- eða svínakjöti, bæta við gulrót, káli, kartöflum, lauk og steinseljurót. Hægsjóða rauðrófu með ediki, sykri og tómatpurre og blanda saman rauðrófu og kjötsoði, bæta svo við kjöti og hvítlauk og sjóða í 20 mínútur. Borið fram með sýrðum rjóma.
Matur Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira