Tíska og hönnun

Íslenska ullin yndisleg

"Lopann nota ég alltaf ólitaðan," segir Dóra Sigfúsdóttir sem vinnur heilmikið með íslensku ullina. "Mér finnst hún yndisleg, íslenska ullin," segir Dóra sem kennt hefur handavinnu á Vesturgötu 7, búið til heilmikið af prjónauppskriftum og hannað prjónaflíkur, þar á meðal sjöl, húfur og peysur. Vörurnar hefur hún selt í Hrafnagili á Akureyri og hjá Húfum sem hlæja á Laugaveginum í Reykjavík. "Ég er nú bara heimakona sem sit og heklar og prjónar og nýt þess að vera til," segir Dóra hlæjandi en hún hefur hannað einstaklega smart lopasjöl sem eru miðja vegu milli þess að vera sjöl eða ponsjó.

"Ég fæ oft einhverja persónu sterkt í hugann þegar ég er að búa eitthvað svona til, og þegar ég gerði hvíta og brúna lopasjalið sá ég forsetafrúna fyrir mér. Ég hugsaði með mér að hún væri flott í þessu," segir Dóra sem aldrei prjónar neitt eftir uppskrift heldur býr þær bara til sjálf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.