Hugmynd komið í verk 18. nóvember 2004 00:01 "Þáttakendur sækja námskeiðið af ýmsum ástæðum, hvort heldur til að fá reynslu eða að undirbúa sig fyrir nám, hanna föt sem eru öðruvísi eða vegna þess að þau snið sem bjóðast í verslunum passa ekki," segir Ásdís Jóelsdóttir sem kennir námskeið í fatahönnun hjá Mími-Símenntun. Sjálf hefur hún fengist við fata- og gluggatjaldahönnun og kennir fata- og textílhönnun í framhaldsskóla. "Aldursdreifing á námskeiðinu er mikil og eru hérna konur frá 15 ára aldri og upp úr. Allt eru þetta konur sem hafa gaman af því að skapa sem er forsenda allrar hönnunar," segir Ásdís og bætir við að mikill áhugi á fatahönnun sé nú í grunnskólum sem dregur að yngri konur. "Áður fyrr voru þetta konur upp úr þrítugu sem voru jafnvel mikið að sauma fatnað á fjölskylduna," segir Ásdís sem tekur þó ekki undir þá skoðun að það sé orðið svo dýrt að sauma eigin fatnað að það borgi sig ekki. "Maður getur sparað heilmikla peninga, sérstaklega á litlum og einföldum flíkum eins og pilsum og buxum," segir Ásdís auk þess sem segir að fólk sem læri að hanna og sauma föt sjálft verið meðvitaðari neytendur því það öðlist þekkingu á efni og saumaskap. "Þátttakendur eru einstakalega áhugasmir og fullir af orku og hugmyndaríkir og eru þetta yfirleitt allt duglega konur," segir Ásdís, en kvenfólk sækir mest þetta námskeið þó svo að einstaka karlmaður hafi týnst inn. "Engin þörf er á einhverri reynslu áður en komið er á námskeiðið þó þekking á grundvalllarsaumaskap hjálpi að sjáflsögðu til," segir Ásdís. Á námskeiðinu er notast við tilbúin grunnsnið af ýmsum stærðum, og leitast við að nota þau til að hanna hvað það sem manni dettur í hug. "Þetta er fyrst og fremst hugmyndvainn se er viss hugarleikfimi þar sem maður tekst á við að leysa verkefnið að koma hugmynd í verk, " segir Ásdís. Hún vinnur nú að bók um fata- og híbýlahönnun sem kemur út eftir áramótin hjá Eddu útgáfu en hún hefur ekki gefið henni titil ennþá. "Það kemur fljótlega," segir hún að lokum. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Þáttakendur sækja námskeiðið af ýmsum ástæðum, hvort heldur til að fá reynslu eða að undirbúa sig fyrir nám, hanna föt sem eru öðruvísi eða vegna þess að þau snið sem bjóðast í verslunum passa ekki," segir Ásdís Jóelsdóttir sem kennir námskeið í fatahönnun hjá Mími-Símenntun. Sjálf hefur hún fengist við fata- og gluggatjaldahönnun og kennir fata- og textílhönnun í framhaldsskóla. "Aldursdreifing á námskeiðinu er mikil og eru hérna konur frá 15 ára aldri og upp úr. Allt eru þetta konur sem hafa gaman af því að skapa sem er forsenda allrar hönnunar," segir Ásdís og bætir við að mikill áhugi á fatahönnun sé nú í grunnskólum sem dregur að yngri konur. "Áður fyrr voru þetta konur upp úr þrítugu sem voru jafnvel mikið að sauma fatnað á fjölskylduna," segir Ásdís sem tekur þó ekki undir þá skoðun að það sé orðið svo dýrt að sauma eigin fatnað að það borgi sig ekki. "Maður getur sparað heilmikla peninga, sérstaklega á litlum og einföldum flíkum eins og pilsum og buxum," segir Ásdís auk þess sem segir að fólk sem læri að hanna og sauma föt sjálft verið meðvitaðari neytendur því það öðlist þekkingu á efni og saumaskap. "Þátttakendur eru einstakalega áhugasmir og fullir af orku og hugmyndaríkir og eru þetta yfirleitt allt duglega konur," segir Ásdís, en kvenfólk sækir mest þetta námskeið þó svo að einstaka karlmaður hafi týnst inn. "Engin þörf er á einhverri reynslu áður en komið er á námskeiðið þó þekking á grundvalllarsaumaskap hjálpi að sjáflsögðu til," segir Ásdís. Á námskeiðinu er notast við tilbúin grunnsnið af ýmsum stærðum, og leitast við að nota þau til að hanna hvað það sem manni dettur í hug. "Þetta er fyrst og fremst hugmyndvainn se er viss hugarleikfimi þar sem maður tekst á við að leysa verkefnið að koma hugmynd í verk, " segir Ásdís. Hún vinnur nú að bók um fata- og híbýlahönnun sem kemur út eftir áramótin hjá Eddu útgáfu en hún hefur ekki gefið henni titil ennþá. "Það kemur fljótlega," segir hún að lokum.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira