Húfur í öllum litum 18. nóvember 2004 00:01 Hulda Kristinsdóttir hefur verið með handavinnu og heklunál í höndunum frá því hún man eftir sér. Þegar hún svo eignaðist prjónavél fyrir 30 árum fannst henni hún hafa himin höndum tekið og hefur verið óþreytandi að hanna og prjóna trefla og húfur handa börnum sínum og barnabörnum. Nú prjónar Hulda meira en bara húfur og trefla og er farin að selja afraksturinn. "Ég er líka með hettur, eyrnabönd, gammósíur og barnateppi, svo eitthvað sé nefnt. Ef fólk vill getur það fengið nafn í húfurnar og pantað liti og mynstur." Hulda sem á fimm uppkomin börn og sex barnabörn starfar sem dagmamma og er með fimm lítil börn í gæslu alla daga. Henni finnst langt í frá að hún sé "búin með barnakaflann í lífi sínu" og nýtur þess að vera með krakkana á daginn. "Ég hef alltaf verið svo heppin með dagmömmubörn og foreldra þeirra og mér finnst þetta yndisleg vinna þó sumir dagar geti verið strembnir. Á kvöldin og um helgar slaka ég svo á með handavinnuna," segir Hulda, sem kveðst ekki eltast við tískuliti heldur nota alla liti jafnt. "Mér finnst allir litir jafn fallegir og það er svo misjafnt hvað fók vill þannig að mér finnst best að eiga þetta í sem mestu úrvali." Hulda er að opna heimasíðuna hulda.org. Þeir sem vilja nálgast vörurnar hennar geta farið inn á heimasíðuna og fengið frekari upplýsingar. Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Hulda Kristinsdóttir hefur verið með handavinnu og heklunál í höndunum frá því hún man eftir sér. Þegar hún svo eignaðist prjónavél fyrir 30 árum fannst henni hún hafa himin höndum tekið og hefur verið óþreytandi að hanna og prjóna trefla og húfur handa börnum sínum og barnabörnum. Nú prjónar Hulda meira en bara húfur og trefla og er farin að selja afraksturinn. "Ég er líka með hettur, eyrnabönd, gammósíur og barnateppi, svo eitthvað sé nefnt. Ef fólk vill getur það fengið nafn í húfurnar og pantað liti og mynstur." Hulda sem á fimm uppkomin börn og sex barnabörn starfar sem dagmamma og er með fimm lítil börn í gæslu alla daga. Henni finnst langt í frá að hún sé "búin með barnakaflann í lífi sínu" og nýtur þess að vera með krakkana á daginn. "Ég hef alltaf verið svo heppin með dagmömmubörn og foreldra þeirra og mér finnst þetta yndisleg vinna þó sumir dagar geti verið strembnir. Á kvöldin og um helgar slaka ég svo á með handavinnuna," segir Hulda, sem kveðst ekki eltast við tískuliti heldur nota alla liti jafnt. "Mér finnst allir litir jafn fallegir og það er svo misjafnt hvað fók vill þannig að mér finnst best að eiga þetta í sem mestu úrvali." Hulda er að opna heimasíðuna hulda.org. Þeir sem vilja nálgast vörurnar hennar geta farið inn á heimasíðuna og fengið frekari upplýsingar.
Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira