Úrvalið alltaf að aukast 15. nóvember 2004 00:01 Alltaf fjölgar þeim borðplötuefnum á markaðinum sem úr er að velja og eitt þeirra fyrirtækja sem eru sterk á því sviði er steinsmiðjan S. Helgason í Kópavogi. Hefðbundið ítalskt granít og sömuleiðis granít frá Kína og Indlandi er þar til í ýmsum myndum og á mismunandi verði og marmari einnig. Nýjustu tegundirnar eru hinsvegar Hi-Macs sem er úr náttúrulegum steinefnum að 2/3 hlutum en akrýl að 1/3. Þetta efni kemur frá Kóreu að sögn sölufulltrúans Ásgeirs Ólafssonar. Það er til í mismunandi þykktum og litaúrvalið er breitt auk þess sem vaskar fást í sömu tónum. Efnið er sniðið til á verkstæðinu og Ásgeir segir það lagt á borðin þannig að það sé samskeytalaust. "Þetta hentar vel á eldhúsborð en hefur líka verið vinsælt á rannsóknarstofur og sjúkrastofnanir því það er algerlega lokað og dregur ekki í sig bakteríur, sýrur eða litarefni," segir hann og bendir á að efnið geti líka náð upp á veggi ef fólk vilji og sé gott í sturtuklefa. Stone Italiana er önnur grjóthörð gerð borðefnis sem líka er til í flísum, bæði á gólf og veggi. Ásgeir segir hana gerða úr kvars steini að langstærstum hluta (93-95%) en afgangurinn sé bindiefni sem loki steininum algerlega. Stone Italiana fæst í tugum lita og Ásgeir segir framleiðendur varla hafa undan því eftirspurnin sé slík. Rein ehf. Steiniðnaður sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á vörum úr íslensku og innfluttu grjóti. Stefán Örn Magnússon segir granítið vinsælt borðefni og hann flytur það inn frá ýmsum löndum, bæði í Evrópu og Asíu. Rein býður líka borðplötur úr íslensku grágrýti. Þær þykja flottar og eru á sambærilegu verði og hið erlenda efni. Rein er með höfuðstöðvar sínar á Kjalarnesi en með sýningaraðstöðu í Síðumúla 17, hjá versluninni Ísspar.Nero Assaluto granít er ítalskt.Mynd/VilhelmHi-Macs er heitasta efnið núna hjá S. Helgason.Mynd/VilhelmStone Italiana fæst í tugum lita hjá S. Helgason.Mynd/Vilhelm Hús og heimili Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Sjá meira
Alltaf fjölgar þeim borðplötuefnum á markaðinum sem úr er að velja og eitt þeirra fyrirtækja sem eru sterk á því sviði er steinsmiðjan S. Helgason í Kópavogi. Hefðbundið ítalskt granít og sömuleiðis granít frá Kína og Indlandi er þar til í ýmsum myndum og á mismunandi verði og marmari einnig. Nýjustu tegundirnar eru hinsvegar Hi-Macs sem er úr náttúrulegum steinefnum að 2/3 hlutum en akrýl að 1/3. Þetta efni kemur frá Kóreu að sögn sölufulltrúans Ásgeirs Ólafssonar. Það er til í mismunandi þykktum og litaúrvalið er breitt auk þess sem vaskar fást í sömu tónum. Efnið er sniðið til á verkstæðinu og Ásgeir segir það lagt á borðin þannig að það sé samskeytalaust. "Þetta hentar vel á eldhúsborð en hefur líka verið vinsælt á rannsóknarstofur og sjúkrastofnanir því það er algerlega lokað og dregur ekki í sig bakteríur, sýrur eða litarefni," segir hann og bendir á að efnið geti líka náð upp á veggi ef fólk vilji og sé gott í sturtuklefa. Stone Italiana er önnur grjóthörð gerð borðefnis sem líka er til í flísum, bæði á gólf og veggi. Ásgeir segir hana gerða úr kvars steini að langstærstum hluta (93-95%) en afgangurinn sé bindiefni sem loki steininum algerlega. Stone Italiana fæst í tugum lita og Ásgeir segir framleiðendur varla hafa undan því eftirspurnin sé slík. Rein ehf. Steiniðnaður sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á vörum úr íslensku og innfluttu grjóti. Stefán Örn Magnússon segir granítið vinsælt borðefni og hann flytur það inn frá ýmsum löndum, bæði í Evrópu og Asíu. Rein býður líka borðplötur úr íslensku grágrýti. Þær þykja flottar og eru á sambærilegu verði og hið erlenda efni. Rein er með höfuðstöðvar sínar á Kjalarnesi en með sýningaraðstöðu í Síðumúla 17, hjá versluninni Ísspar.Nero Assaluto granít er ítalskt.Mynd/VilhelmHi-Macs er heitasta efnið núna hjá S. Helgason.Mynd/VilhelmStone Italiana fæst í tugum lita hjá S. Helgason.Mynd/Vilhelm
Hús og heimili Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Sjá meira