Úrvalið alltaf að aukast 15. nóvember 2004 00:01 Alltaf fjölgar þeim borðplötuefnum á markaðinum sem úr er að velja og eitt þeirra fyrirtækja sem eru sterk á því sviði er steinsmiðjan S. Helgason í Kópavogi. Hefðbundið ítalskt granít og sömuleiðis granít frá Kína og Indlandi er þar til í ýmsum myndum og á mismunandi verði og marmari einnig. Nýjustu tegundirnar eru hinsvegar Hi-Macs sem er úr náttúrulegum steinefnum að 2/3 hlutum en akrýl að 1/3. Þetta efni kemur frá Kóreu að sögn sölufulltrúans Ásgeirs Ólafssonar. Það er til í mismunandi þykktum og litaúrvalið er breitt auk þess sem vaskar fást í sömu tónum. Efnið er sniðið til á verkstæðinu og Ásgeir segir það lagt á borðin þannig að það sé samskeytalaust. "Þetta hentar vel á eldhúsborð en hefur líka verið vinsælt á rannsóknarstofur og sjúkrastofnanir því það er algerlega lokað og dregur ekki í sig bakteríur, sýrur eða litarefni," segir hann og bendir á að efnið geti líka náð upp á veggi ef fólk vilji og sé gott í sturtuklefa. Stone Italiana er önnur grjóthörð gerð borðefnis sem líka er til í flísum, bæði á gólf og veggi. Ásgeir segir hana gerða úr kvars steini að langstærstum hluta (93-95%) en afgangurinn sé bindiefni sem loki steininum algerlega. Stone Italiana fæst í tugum lita og Ásgeir segir framleiðendur varla hafa undan því eftirspurnin sé slík. Rein ehf. Steiniðnaður sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á vörum úr íslensku og innfluttu grjóti. Stefán Örn Magnússon segir granítið vinsælt borðefni og hann flytur það inn frá ýmsum löndum, bæði í Evrópu og Asíu. Rein býður líka borðplötur úr íslensku grágrýti. Þær þykja flottar og eru á sambærilegu verði og hið erlenda efni. Rein er með höfuðstöðvar sínar á Kjalarnesi en með sýningaraðstöðu í Síðumúla 17, hjá versluninni Ísspar.Nero Assaluto granít er ítalskt.Mynd/VilhelmHi-Macs er heitasta efnið núna hjá S. Helgason.Mynd/VilhelmStone Italiana fæst í tugum lita hjá S. Helgason.Mynd/Vilhelm Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Sjá meira
Alltaf fjölgar þeim borðplötuefnum á markaðinum sem úr er að velja og eitt þeirra fyrirtækja sem eru sterk á því sviði er steinsmiðjan S. Helgason í Kópavogi. Hefðbundið ítalskt granít og sömuleiðis granít frá Kína og Indlandi er þar til í ýmsum myndum og á mismunandi verði og marmari einnig. Nýjustu tegundirnar eru hinsvegar Hi-Macs sem er úr náttúrulegum steinefnum að 2/3 hlutum en akrýl að 1/3. Þetta efni kemur frá Kóreu að sögn sölufulltrúans Ásgeirs Ólafssonar. Það er til í mismunandi þykktum og litaúrvalið er breitt auk þess sem vaskar fást í sömu tónum. Efnið er sniðið til á verkstæðinu og Ásgeir segir það lagt á borðin þannig að það sé samskeytalaust. "Þetta hentar vel á eldhúsborð en hefur líka verið vinsælt á rannsóknarstofur og sjúkrastofnanir því það er algerlega lokað og dregur ekki í sig bakteríur, sýrur eða litarefni," segir hann og bendir á að efnið geti líka náð upp á veggi ef fólk vilji og sé gott í sturtuklefa. Stone Italiana er önnur grjóthörð gerð borðefnis sem líka er til í flísum, bæði á gólf og veggi. Ásgeir segir hana gerða úr kvars steini að langstærstum hluta (93-95%) en afgangurinn sé bindiefni sem loki steininum algerlega. Stone Italiana fæst í tugum lita og Ásgeir segir framleiðendur varla hafa undan því eftirspurnin sé slík. Rein ehf. Steiniðnaður sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á vörum úr íslensku og innfluttu grjóti. Stefán Örn Magnússon segir granítið vinsælt borðefni og hann flytur það inn frá ýmsum löndum, bæði í Evrópu og Asíu. Rein býður líka borðplötur úr íslensku grágrýti. Þær þykja flottar og eru á sambærilegu verði og hið erlenda efni. Rein er með höfuðstöðvar sínar á Kjalarnesi en með sýningaraðstöðu í Síðumúla 17, hjá versluninni Ísspar.Nero Assaluto granít er ítalskt.Mynd/VilhelmHi-Macs er heitasta efnið núna hjá S. Helgason.Mynd/VilhelmStone Italiana fæst í tugum lita hjá S. Helgason.Mynd/Vilhelm
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Sjá meira