Ný íslensk gullsmíði 11. nóvember 2004 00:01 Þrjátíu og fjórir íslenskir gullsmiðir eiga verk á sýningunni Ný íslensk gullsmíði sem opnuð verður á morgun í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Gullsmiðirnir hafa smíðað gripina sérstaklega fyrir sýninguna að sögn Ásu Gunnlaugsdóttur, formanns Félags íslenskra gullsmiða. "Sýningin er mjög fjölbreytt enda er mikill aldursmunur á fólkinu sem að henni stendur, þar er allt frá nýútskrifuðu fólki upp í gamla jaxla eins og Jens Guðjónsson sem er á níræðisaldri. Áherslurnar eru því auðvitað mismunandi," segir hún. Ekki er það þó svo að þeir elstu séu endilega með elstu hugmyndirnar því yngra fólkið sækir líka í sjóði fortíðar þegar það hannar sína vöru. Sem dæmi um það nefnir Ása víravirki eftir ungan gullsmið, Helgu Einarsdóttur, sem blandar þar saman gömlum hefðum og nýjum. Mikil áhersla er á alla fylgihluti með fatnaði í dag og þar með skartgripi og Ása kveðst ánægð með íslenska neytendur. "Íslenskar konur eru óhræddar við að nota sýnilegt skart og tileinka sér nýjungar í því eins og öðru," segir hún. Með sýningunni í Gerðarsafni fagnar Félag íslenskra gullsmiða 80 ára afmæli sínu og það verður Dorrit Moussaieff forsetafrú sem opnar hana.Hálsmen eftir Jens Guðjónsson. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Þrjátíu og fjórir íslenskir gullsmiðir eiga verk á sýningunni Ný íslensk gullsmíði sem opnuð verður á morgun í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Gullsmiðirnir hafa smíðað gripina sérstaklega fyrir sýninguna að sögn Ásu Gunnlaugsdóttur, formanns Félags íslenskra gullsmiða. "Sýningin er mjög fjölbreytt enda er mikill aldursmunur á fólkinu sem að henni stendur, þar er allt frá nýútskrifuðu fólki upp í gamla jaxla eins og Jens Guðjónsson sem er á níræðisaldri. Áherslurnar eru því auðvitað mismunandi," segir hún. Ekki er það þó svo að þeir elstu séu endilega með elstu hugmyndirnar því yngra fólkið sækir líka í sjóði fortíðar þegar það hannar sína vöru. Sem dæmi um það nefnir Ása víravirki eftir ungan gullsmið, Helgu Einarsdóttur, sem blandar þar saman gömlum hefðum og nýjum. Mikil áhersla er á alla fylgihluti með fatnaði í dag og þar með skartgripi og Ása kveðst ánægð með íslenska neytendur. "Íslenskar konur eru óhræddar við að nota sýnilegt skart og tileinka sér nýjungar í því eins og öðru," segir hún. Með sýningunni í Gerðarsafni fagnar Félag íslenskra gullsmiða 80 ára afmæli sínu og það verður Dorrit Moussaieff forsetafrú sem opnar hana.Hálsmen eftir Jens Guðjónsson.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira