Nemendur í Hringsjá 9. nóvember 2004 00:01 Hringsjá er nafn á menntastofnun sem hljótt er um. Þó er hún ekki á hjara veraldar heldur í stórborginni sjálfri, nánar tiltekið í Hátúni 10d. Hringsjá er rekin sem sjálfstæð stofnun en undir merkjum Öryrkjabandalagsins og hlutverk hennar er að endurhæfa þá sem af einhverjum ástæðum hafa heltst úr lestinni af völdum slysa, sjúkdóma eða einhverrar fötlunar. Þar stunda nemendur yfir 18 ára aldri reglubundið þriggja anna nám og nemendafjöldi er um 45 en fer upp í 100 yfir árið þegar nemendur á sérstökum tölvunámskeiðum eru taldir með. "Þetta er stökkpallur hjá mörgum út í frekara nám eða starf og stór þáttur í að byggja upp sjálfstraust," segir Guðrún Hannesdóttir skólastjóri. Upphafið að starfseminni rekur hún til ársins 1983 þegar farið var af stað með tölvunámskeið enda tölvurnar þá að ryðja sér til rúms. "Þegar skólinn var settur á stofn árið 1987 höfðu margar námsgreinar bæst við," segir hún brosandi og bætir við að tölvukennslan sé þó enn vinsælasta námsefnið á staðnum og auk þess séu tölvurnar notaðar sem sjálfsögð verkfæri í öðrum greinum. Húsakynni Hringsjár eru hringlaga og því mæta manni mjúkar línur þegar inn er komið og mýktin endurspeglast í viðmóti fólksins. Greinilegt er að virðing og hlýja eru aðalsmerki þess. Nokkrir nemendur sitja við hringlaga borð á ganginum og læra undir félagsfræðitíma. Stærðfræði, íslenska, enska og tjáning eru líka á stundatöflunni. Einn þeirra segir ótrúlegt hversu langt þeim hafi miðað á stuttum tíma og hinir taka undir það. "Þegar við komum hingað fyrir ári vorum við hokin og hrædd. Nú höfum við rétt úr okkur og komist að því að við getum meira en við héldum. Það eru forréttindi að fá að vera hér. Ég vildi að námstímabilið væri þrjú ár en ekki þrjár annir." Áhöfnin á Hringsjá er 10-13 manna hópur. Þar er náms- og starfsráðgjafi og sálfræðingur auk kennara. Nemendurnir bera mikið lof á þetta fólk. "Það ætti að fá orður. Án gríns," segir einn. "Það er eins og englar sem hafa dottið af himnum ofan bara til að kenna okkur," segir annar og það verða lokaorðin frá Hringsjánni að þessu sinni. Nám Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hringsjá er nafn á menntastofnun sem hljótt er um. Þó er hún ekki á hjara veraldar heldur í stórborginni sjálfri, nánar tiltekið í Hátúni 10d. Hringsjá er rekin sem sjálfstæð stofnun en undir merkjum Öryrkjabandalagsins og hlutverk hennar er að endurhæfa þá sem af einhverjum ástæðum hafa heltst úr lestinni af völdum slysa, sjúkdóma eða einhverrar fötlunar. Þar stunda nemendur yfir 18 ára aldri reglubundið þriggja anna nám og nemendafjöldi er um 45 en fer upp í 100 yfir árið þegar nemendur á sérstökum tölvunámskeiðum eru taldir með. "Þetta er stökkpallur hjá mörgum út í frekara nám eða starf og stór þáttur í að byggja upp sjálfstraust," segir Guðrún Hannesdóttir skólastjóri. Upphafið að starfseminni rekur hún til ársins 1983 þegar farið var af stað með tölvunámskeið enda tölvurnar þá að ryðja sér til rúms. "Þegar skólinn var settur á stofn árið 1987 höfðu margar námsgreinar bæst við," segir hún brosandi og bætir við að tölvukennslan sé þó enn vinsælasta námsefnið á staðnum og auk þess séu tölvurnar notaðar sem sjálfsögð verkfæri í öðrum greinum. Húsakynni Hringsjár eru hringlaga og því mæta manni mjúkar línur þegar inn er komið og mýktin endurspeglast í viðmóti fólksins. Greinilegt er að virðing og hlýja eru aðalsmerki þess. Nokkrir nemendur sitja við hringlaga borð á ganginum og læra undir félagsfræðitíma. Stærðfræði, íslenska, enska og tjáning eru líka á stundatöflunni. Einn þeirra segir ótrúlegt hversu langt þeim hafi miðað á stuttum tíma og hinir taka undir það. "Þegar við komum hingað fyrir ári vorum við hokin og hrædd. Nú höfum við rétt úr okkur og komist að því að við getum meira en við héldum. Það eru forréttindi að fá að vera hér. Ég vildi að námstímabilið væri þrjú ár en ekki þrjár annir." Áhöfnin á Hringsjá er 10-13 manna hópur. Þar er náms- og starfsráðgjafi og sálfræðingur auk kennara. Nemendurnir bera mikið lof á þetta fólk. "Það ætti að fá orður. Án gríns," segir einn. "Það er eins og englar sem hafa dottið af himnum ofan bara til að kenna okkur," segir annar og það verða lokaorðin frá Hringsjánni að þessu sinni.
Nám Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira