Fá tvær vikur til lausnar 8. nóvember 2004 00:01 Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í dag fá samninganefndirnar eina til tvær vikur til að ná saman áður en lög verða sett á verkfallið, segir Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar Alþingis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir þann tíma ekki of stuttan til samninga sé nægilegu fjármagni veitt í samningana: "Gunnar er sveitarstjórnarmaður og ber ábyrgð sem slíkur," segir Eiríkur sem telur lagasetningu verða til þess að kennurum fækki. Gunnar segist ekki sjá hvernig hægt sé að veita meira fé til að leysa kennaradeiluna: "Efnahagslífið fer á hvolf verði meira fé veitt til lausnar á deilunni." Eiríkur segir hvern sem skilja vilji sjá að fólk sem bundið sé með lögum inn í skólana verði ekki sátt. "Það mun hver og einn kennari bregðast við því eins og hann telur rétt. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér hvers konar lög þetta yrðu en mín hugsun er ekki bundin við lög heldur við það hvernig hægt verður að leysa þessa deilu ef svo fer að miðlunartillagan verði felld." Eiríkur segir miðlunartillöguna ekki mæta kröfum kennara: "Það er ekki hægt að gefa þessi spil upp á nýtt. Það verður að koma nýtt fjármagn inn í kjarasamninginn." Hann segir of litla launahækkun ekki það eina sem margir telja ábótavant í tillögunni: "Það er mjög mikil óánægja með að starfsaldurstenging við kennsluferil sé engin. Því verður að breyta. Það eru einnig fleiri þættir inni sem hafa skapað mikla ólgu og reiði og verður að breyta." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga í viðræðunum, segir alla kosti í skoðun verði miðlunartillagan felld. Launanefndin hafi þó ekki nýtt tilboð á borðinu. Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari, segir lög ekki á hans snærum: "Gunnar hefur gefið ýmsar yfirlýsingar um lagasetningar í þessu ferli. Ég hef ekkert um það að segja." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld í dag fá samninganefndirnar eina til tvær vikur til að ná saman áður en lög verða sett á verkfallið, segir Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar Alþingis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir þann tíma ekki of stuttan til samninga sé nægilegu fjármagni veitt í samningana: "Gunnar er sveitarstjórnarmaður og ber ábyrgð sem slíkur," segir Eiríkur sem telur lagasetningu verða til þess að kennurum fækki. Gunnar segist ekki sjá hvernig hægt sé að veita meira fé til að leysa kennaradeiluna: "Efnahagslífið fer á hvolf verði meira fé veitt til lausnar á deilunni." Eiríkur segir hvern sem skilja vilji sjá að fólk sem bundið sé með lögum inn í skólana verði ekki sátt. "Það mun hver og einn kennari bregðast við því eins og hann telur rétt. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér hvers konar lög þetta yrðu en mín hugsun er ekki bundin við lög heldur við það hvernig hægt verður að leysa þessa deilu ef svo fer að miðlunartillagan verði felld." Eiríkur segir miðlunartillöguna ekki mæta kröfum kennara: "Það er ekki hægt að gefa þessi spil upp á nýtt. Það verður að koma nýtt fjármagn inn í kjarasamninginn." Hann segir of litla launahækkun ekki það eina sem margir telja ábótavant í tillögunni: "Það er mjög mikil óánægja með að starfsaldurstenging við kennsluferil sé engin. Því verður að breyta. Það eru einnig fleiri þættir inni sem hafa skapað mikla ólgu og reiði og verður að breyta." Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga í viðræðunum, segir alla kosti í skoðun verði miðlunartillagan felld. Launanefndin hafi þó ekki nýtt tilboð á borðinu. Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari, segir lög ekki á hans snærum: "Gunnar hefur gefið ýmsar yfirlýsingar um lagasetningar í þessu ferli. Ég hef ekkert um það að segja."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira