
Erlent
Vonast eftir friðsamlegri lausn

Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, segist vona að friðsamleg lausn finnist áður en til þess komi að hernámsliðið í landinu ráðist inn í Falluja eins og hefur verið í bígerð. Borgin er á valdi skæruliða og hafa Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hug á að breyta þeirri skipan mála. Allawi á nú í viðræðum við fulltrúa skæruliðanna ásamt fleiri ráðamönnum írakskra stjórnvalda en hann kveðst ekki bjartsýnn á að lausn finnist.