Steikt gæs 5. nóvember 2004 00:01 Gæsaveiðitímabilið stendur yfir og væntanlega eru ýmsir komnir með fugl í frystinn sem bíður þess að verða matreiddur og borinn á borð. Við báðum Gunnar Karl Gíslason sósumeistara á Vox í Nordica hóteli að gefa okkur góð ráð um meðferð slíkrar bráðar og brást hann vel við því. Gæsarétturinn sem hann matreiddi er einmitt á seðlinum hjá honum núna og verður það á næstunni. En hér er uppskriftin þannig að nú getur hver sem er byrjað að brasa. Steikt gæs Gæsin er brúnuð á pönnu og eldamennskan kláruð í ofni. Kjarnhiti skal verða um 45 gráður, þá er hún enn fallega rauð í miðjunni. Því lægri hiti, því lengri tími og fallegri steiking. Ekki skemmir fyrir að elda hana með nokkrum timian og rosmarin greinum. Kryddið með salti og pipar. Eplið Epli er skorið í hæfilega stærð og eldað í smjöri og sykri líkt og um sykurbrúnaðar kartöflur væri að ræða. Kartaflan Kartafla er skorin í hæfilega stærð og elduð í miklu smjöri ásamt hvítlauk og timian uns hún er orðin meyr. Krydduð með salti og pipar. Rótargrænmetið Gulrætur, sellerirót og rófur er eldað í eldföstu móti með ólífuolíu, hvítlauk og timian greinum við lágan hita uns allt er orðið meyrt. Þá er grænmetið stappað og smakkað til með salti. Timianrjómi Rjóminn er soðinn niður með timian, skarlottulauk og hvítlauk. Smakkaður til með salti, pipar og nokkrum dropum af sherry-ediki eða ferskum sítrónusafa. Rauðkálið Byrjið á því að gylla sykur í potti, hellið út á sykurinn rauðvíni og sjóðið ögn niður. Bætið með ögn af negulnöglum, kanil og einiberjum en gætið þess þó að fjarlægja þau eftir suðu. Setjið rauðkálið út í og sjóðið uns kálið er meyrt. Þyki kálið of súrt er gott að bæta ögn af góðu hunangi út í og síðan er kálið kryddað með salti og pipar. Sósan Brúnn sósugrunnur, lagaður af beinum frá gæsinni er bættur með pistasíum og bláberjum. Gott er að rífa smá af ferskum pistasíum og sáldra yfir réttinn.Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól Matur Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Gæsaveiðitímabilið stendur yfir og væntanlega eru ýmsir komnir með fugl í frystinn sem bíður þess að verða matreiddur og borinn á borð. Við báðum Gunnar Karl Gíslason sósumeistara á Vox í Nordica hóteli að gefa okkur góð ráð um meðferð slíkrar bráðar og brást hann vel við því. Gæsarétturinn sem hann matreiddi er einmitt á seðlinum hjá honum núna og verður það á næstunni. En hér er uppskriftin þannig að nú getur hver sem er byrjað að brasa. Steikt gæs Gæsin er brúnuð á pönnu og eldamennskan kláruð í ofni. Kjarnhiti skal verða um 45 gráður, þá er hún enn fallega rauð í miðjunni. Því lægri hiti, því lengri tími og fallegri steiking. Ekki skemmir fyrir að elda hana með nokkrum timian og rosmarin greinum. Kryddið með salti og pipar. Eplið Epli er skorið í hæfilega stærð og eldað í smjöri og sykri líkt og um sykurbrúnaðar kartöflur væri að ræða. Kartaflan Kartafla er skorin í hæfilega stærð og elduð í miklu smjöri ásamt hvítlauk og timian uns hún er orðin meyr. Krydduð með salti og pipar. Rótargrænmetið Gulrætur, sellerirót og rófur er eldað í eldföstu móti með ólífuolíu, hvítlauk og timian greinum við lágan hita uns allt er orðið meyrt. Þá er grænmetið stappað og smakkað til með salti. Timianrjómi Rjóminn er soðinn niður með timian, skarlottulauk og hvítlauk. Smakkaður til með salti, pipar og nokkrum dropum af sherry-ediki eða ferskum sítrónusafa. Rauðkálið Byrjið á því að gylla sykur í potti, hellið út á sykurinn rauðvíni og sjóðið ögn niður. Bætið með ögn af negulnöglum, kanil og einiberjum en gætið þess þó að fjarlægja þau eftir suðu. Setjið rauðkálið út í og sjóðið uns kálið er meyrt. Þyki kálið of súrt er gott að bæta ögn af góðu hunangi út í og síðan er kálið kryddað með salti og pipar. Sósan Brúnn sósugrunnur, lagaður af beinum frá gæsinni er bættur með pistasíum og bláberjum. Gott er að rífa smá af ferskum pistasíum og sáldra yfir réttinn.Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól
Matur Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“