Heltekinn af hamfaraflóðum 3. nóvember 2004 00:01 Áhugi manna á Grímsvatnagosinu nær langt út fyrir landsteinanna og má búast við að fræðimenn víða um heim beini hingað sjónum. Einn þeirra er Andrew J. Russell, jarðfræðingur við Newcastleháskóla, en aðaláhugasvið hans eru áhrif jökulhlaupa á landslag og árfarvegi og því hefur hann aldeilis komist í feitt hérlendis. Jöklar eru nánast óþekktir í Bretlandi en Russell segir að í heimalandi sínu, Skotlandi, sé landslag mótað af ísaldarjökli og af því stafi áhuginn. Hann segir að aðstæður séu víða hérlendis eins og í Skotlandi undir lok ísaldar og af þeim sökum er landið sérstaklega áhugavert til skoðunar. Fyrst einbeitti Russell sér að Grænlandi en þegar hann sá Vatnajökul úr lofti á leið sinni þangað varð ekki aftur snúið. Hann kom fyrst hingað sumarið 1996, rétt áður en Gjálpargosið varð. Nokkrum mánuðum síðar var hann aftur mættur á svæðið, að þessu sinni til að skoða árfarvegi eftir að hlaupið mikla var gengið um garð. Síðan þá hefur hann heimsótt okkur í sextán skipti og í hvert skipti hefur landslagið tekið breytingum. Þegar Russell er ekki við rannsóknir þá ferðast hann um öræfi landsins. Til dæmis dvaldi hann hann í tjaldi í Möðrudal á Fjöllum um árið með konu sinni og börnum, og hugaði að Jökulsá á Fjöllum í leiðinni. "Þar er dálítið eyðilegt um að litast," segir hann. Annars finnst Russell mikið til sanda og hrauna koma og þegar hann er í Bretlandi leitar hann gjarnan uppi malarnámur og eyðilega staði þar sem ekki sprettur eitt stingandi strá. Mikill áhugi er meðal erlendra jarðvísindamanna á Íslandi enda segir Russell að landið sé eins og ein stór tilraunastofa. Á síðustu árum hefur hann leiðbeint átta doktorsnemum sem rannsakað hafa íslenska jökla og jökulhlaup. Russell er þessa dagana staddur á ráðstefnu í Boston en reiknar með að koma hingað í næstu viku til að skoða verksummerki á Skeiðarársandi. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Áhugi manna á Grímsvatnagosinu nær langt út fyrir landsteinanna og má búast við að fræðimenn víða um heim beini hingað sjónum. Einn þeirra er Andrew J. Russell, jarðfræðingur við Newcastleháskóla, en aðaláhugasvið hans eru áhrif jökulhlaupa á landslag og árfarvegi og því hefur hann aldeilis komist í feitt hérlendis. Jöklar eru nánast óþekktir í Bretlandi en Russell segir að í heimalandi sínu, Skotlandi, sé landslag mótað af ísaldarjökli og af því stafi áhuginn. Hann segir að aðstæður séu víða hérlendis eins og í Skotlandi undir lok ísaldar og af þeim sökum er landið sérstaklega áhugavert til skoðunar. Fyrst einbeitti Russell sér að Grænlandi en þegar hann sá Vatnajökul úr lofti á leið sinni þangað varð ekki aftur snúið. Hann kom fyrst hingað sumarið 1996, rétt áður en Gjálpargosið varð. Nokkrum mánuðum síðar var hann aftur mættur á svæðið, að þessu sinni til að skoða árfarvegi eftir að hlaupið mikla var gengið um garð. Síðan þá hefur hann heimsótt okkur í sextán skipti og í hvert skipti hefur landslagið tekið breytingum. Þegar Russell er ekki við rannsóknir þá ferðast hann um öræfi landsins. Til dæmis dvaldi hann hann í tjaldi í Möðrudal á Fjöllum um árið með konu sinni og börnum, og hugaði að Jökulsá á Fjöllum í leiðinni. "Þar er dálítið eyðilegt um að litast," segir hann. Annars finnst Russell mikið til sanda og hrauna koma og þegar hann er í Bretlandi leitar hann gjarnan uppi malarnámur og eyðilega staði þar sem ekki sprettur eitt stingandi strá. Mikill áhugi er meðal erlendra jarðvísindamanna á Íslandi enda segir Russell að landið sé eins og ein stór tilraunastofa. Á síðustu árum hefur hann leiðbeint átta doktorsnemum sem rannsakað hafa íslenska jökla og jökulhlaup. Russell er þessa dagana staddur á ráðstefnu í Boston en reiknar með að koma hingað í næstu viku til að skoða verksummerki á Skeiðarársandi.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira