Titringur í borgarstjórn 2. nóvember 2004 00:01 Titringur er í borgarstjórn vegna aðildar Þórólfs Árnasonar borgarstjóra að samráði olíufélaganna. R-listinn lýsti fullu trausti á Þórólf í dag en fulltrúar í minnihlutanum hafa efasemdir um framtíð hans í borgarstjórastólnum. Þórólfur segist eiga málið við eigin samvisku. Þórólfur Árnason borgarstjóri boðaði fulltrúa R-listans á fund í dag til þess að ræða meðal annars stöðu sína í kjölfar skýrslu Samkeppnisráðs um ólöglegt samráð olíufélaganna. Titringur er í borgarstjórn vegna málsins og hafa spurningar vaknað um það hvort borgarstjóra sé stætt á því að gegna embættinu áfram. Minnihluti Sjálfstæðisflokksins sagði skýrslu samkeppnisráðs ljóta skýrslu og óumdeilt væri að olíufélögin hefðu farið illa með borgina. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna, minnti á samþykkt borgarráðs frá því í fyrra þar sem fram kemur að kanna þyrfti bótaskylduna ef í ljós kæmi að borgarfyrirtæki hefðu verið hlunnfarin. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi R-listns, líkti ásökunum á hendur borgarstjóra vegna samráðs olíufélaganna við galdraofsóknir. Eftir fundinn í Ráðhúsinu sagði Þórólfur að ekkert hefði í raun breyst í kjölfar skýrslu samkeppnisráðs og aðspurður um framtíð sína innan R-listans sagði hann það ótímabæra spurningu. Hann hafi alltaf sagt að það sé seinni tíma mál. Borgarstjóri kveðst aldrei hafa íhugað að segja af sér vegna málsins og segir það ekki í sínum verkahring að svara fyrir olíufélögin, aðeins fyrir sinn þátt sem hann segist hafa gert. Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu gagnvart Þórólfi og að einhugur væri um það innan flokksins að hann bæri fullt traust til borgarstjóra. Aðeins klukkustund áður en R-listinn lýsti fullum stuðningi við Þórólf sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar að ýmislegt hefði breyst frá því borgarstjóri skýrði sinn þátt í samráði olíufélaganna í fyrra. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Þórólfur segir að fram hafi komið á fundinum að engan skugga bæri á samstarf R-listans og hann væri þakklátur fyrir það. Hann segist eiga málið við eigin samvisku en hann sé samur maður. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Titringur er í borgarstjórn vegna aðildar Þórólfs Árnasonar borgarstjóra að samráði olíufélaganna. R-listinn lýsti fullu trausti á Þórólf í dag en fulltrúar í minnihlutanum hafa efasemdir um framtíð hans í borgarstjórastólnum. Þórólfur segist eiga málið við eigin samvisku. Þórólfur Árnason borgarstjóri boðaði fulltrúa R-listans á fund í dag til þess að ræða meðal annars stöðu sína í kjölfar skýrslu Samkeppnisráðs um ólöglegt samráð olíufélaganna. Titringur er í borgarstjórn vegna málsins og hafa spurningar vaknað um það hvort borgarstjóra sé stætt á því að gegna embættinu áfram. Minnihluti Sjálfstæðisflokksins sagði skýrslu samkeppnisráðs ljóta skýrslu og óumdeilt væri að olíufélögin hefðu farið illa með borgina. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna, minnti á samþykkt borgarráðs frá því í fyrra þar sem fram kemur að kanna þyrfti bótaskylduna ef í ljós kæmi að borgarfyrirtæki hefðu verið hlunnfarin. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi R-listns, líkti ásökunum á hendur borgarstjóra vegna samráðs olíufélaganna við galdraofsóknir. Eftir fundinn í Ráðhúsinu sagði Þórólfur að ekkert hefði í raun breyst í kjölfar skýrslu samkeppnisráðs og aðspurður um framtíð sína innan R-listans sagði hann það ótímabæra spurningu. Hann hafi alltaf sagt að það sé seinni tíma mál. Borgarstjóri kveðst aldrei hafa íhugað að segja af sér vegna málsins og segir það ekki í sínum verkahring að svara fyrir olíufélögin, aðeins fyrir sinn þátt sem hann segist hafa gert. Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu gagnvart Þórólfi og að einhugur væri um það innan flokksins að hann bæri fullt traust til borgarstjóra. Aðeins klukkustund áður en R-listinn lýsti fullum stuðningi við Þórólf sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar að ýmislegt hefði breyst frá því borgarstjóri skýrði sinn þátt í samráði olíufélaganna í fyrra. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Þórólfur segir að fram hafi komið á fundinum að engan skugga bæri á samstarf R-listans og hann væri þakklátur fyrir það. Hann segist eiga málið við eigin samvisku en hann sé samur maður.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira