Deilt um stöðu borgarstjóra 2. nóvember 2004 00:01 Forseti borgarstjórnar segir ýmislegt hafa breyst frá því að borgarstjóri skýrði sinn þátt í fyrra í samráði olíufélaganna og staða hans verði rædd. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur ekkert hafa breyst og það sem skipti máli sé að Þórólfur Árnason hafi hjálpað til við að upplýsa málið. Hann telur að Þórólfur verði að sækja umboð sitt til borgarstjóra til kjósenda. Þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna var gerð heyrinkunnug, skýrði Þórólfur Árnason, borgarstjóri og fyrrverandi markaðsstjóri Essó, sinn þátt fyrir borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. Þær skýringar voru teknar góðar og gildar og naut Þórólfur áfram traustst til starfa. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar, og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Hann vill ekki tjá sig um það hvort honum finnist vanta upp á skýringar Þórólfs miðað við þær sem hann gaf þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda lá fyrir. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir Þórólf eiga sér það til málsbótar að hann hafi verið lykilmaður í að upplýsa málið, án þess að hafa gert það vegna pólitísks ávinnings því þetta hafi hann gert löngu áður en hann varð borgarstjóri. Stefán Jón segir Þórólf ekki hafa tekið þátt í yfirhylmingunni á þeim stórglæp sem samráðið sé og þær skýringar sem hann hafi gefið haldi vatni. Þórólfur geti því unnið áfram fyrir R-listann, hafi annað ekki breyst. Forseti borgarstjórnar vill ekki kveða upp úr um hvort að þáttur Þórólfs Árnasonar í samráðsmálinu sé meiri en áður var talið en segir að málið í heild sé mjög alvarlegt og fólki sé ofboðið. Ljóst er að málinu er ekki lokið. Samkeppnisyfirvöld hafa ekki lokið afskiptum af málinu sem einnig gæti farið fyrir dómstóla, auk þess sem rannsókn Ríkislögreglustjórans stendur enn yfir. Miðað við gang svona mála er ekki óvarlegt að álykta að það verði enn í gangi þegar kosið verður til borgarstjórnar næst, árið 2006, og verði Þórólfur í framboði hangir málið líklega enn yfir honum. Árni Þór segir hins vegar engan sekan fyrr en sekt er sönnuð. Stefán Jón segir Þórólf tvímælalaust þurfa að fá umboð frá kjósendum í kosningum fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, eins og aðrir sem ætli sér á lista R-listans. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Forseti borgarstjórnar segir ýmislegt hafa breyst frá því að borgarstjóri skýrði sinn þátt í fyrra í samráði olíufélaganna og staða hans verði rædd. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur ekkert hafa breyst og það sem skipti máli sé að Þórólfur Árnason hafi hjálpað til við að upplýsa málið. Hann telur að Þórólfur verði að sækja umboð sitt til borgarstjóra til kjósenda. Þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna var gerð heyrinkunnug, skýrði Þórólfur Árnason, borgarstjóri og fyrrverandi markaðsstjóri Essó, sinn þátt fyrir borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans. Þær skýringar voru teknar góðar og gildar og naut Þórólfur áfram traustst til starfa. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs Sigurðssonar, forseta borgarstjórnar, og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Hann vill ekki tjá sig um það hvort honum finnist vanta upp á skýringar Þórólfs miðað við þær sem hann gaf þegar frumskýrsla samkeppnisyfirvalda lá fyrir. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir Þórólf eiga sér það til málsbótar að hann hafi verið lykilmaður í að upplýsa málið, án þess að hafa gert það vegna pólitísks ávinnings því þetta hafi hann gert löngu áður en hann varð borgarstjóri. Stefán Jón segir Þórólf ekki hafa tekið þátt í yfirhylmingunni á þeim stórglæp sem samráðið sé og þær skýringar sem hann hafi gefið haldi vatni. Þórólfur geti því unnið áfram fyrir R-listann, hafi annað ekki breyst. Forseti borgarstjórnar vill ekki kveða upp úr um hvort að þáttur Þórólfs Árnasonar í samráðsmálinu sé meiri en áður var talið en segir að málið í heild sé mjög alvarlegt og fólki sé ofboðið. Ljóst er að málinu er ekki lokið. Samkeppnisyfirvöld hafa ekki lokið afskiptum af málinu sem einnig gæti farið fyrir dómstóla, auk þess sem rannsókn Ríkislögreglustjórans stendur enn yfir. Miðað við gang svona mála er ekki óvarlegt að álykta að það verði enn í gangi þegar kosið verður til borgarstjórnar næst, árið 2006, og verði Þórólfur í framboði hangir málið líklega enn yfir honum. Árni Þór segir hins vegar engan sekan fyrr en sekt er sönnuð. Stefán Jón segir Þórólf tvímælalaust þurfa að fá umboð frá kjósendum í kosningum fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar, eins og aðrir sem ætli sér á lista R-listans.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira