Viðhald á flísum 1. nóvember 2004 00:01 Algengasta aðferðin til að þrífa flísar er að skúra þær með heitu eða volgu vatni og nota mild hreinsiefni sem til þess eru gerð. Almennt gildir að ekki eigi að bóna tilbúnar gólfflísar. Hins vegar eru undantekningarnar fjölmargar. Það eru aðallega flísar úr náttúrusteini sem þurfa að fá sérmeðferð frá fyrsta degi. Stundum getur þó þurft að þvo flísar með sérstökum hreinsiefnum ef þær mattast eða ef óhreinindi sitja í yfirborði þeirra eftir hefðbundinn þvott. Á baðherbergjum vilja veggir, gólf og sérstaklega fúgurnar á þeim stöðum þar sem vatnsálag er mikið hlaða á sig aukaefnum úr vatninu, sápum og öðru slíku, og mynda oft ljóta bletti og slikju sem ekki næst af með hefðbundnum hreinsiefnum. Oft er því nauðsynlegt að verða sér úti um sterkari efni til þrifanna og fást þau í flísaverslunum, ásamt leiðbeiningum um meðferð þeirra. Náttúrusteinn Náttúrusteinn er oftast mun opnari og gljúpari en steyptar eða brenndar flísar. Fyrst þarf að "loka" efninu með viðeigandi efni og síðan að yfirborðsmeðhöndla það. Besta leiðin til að halda náttúrusteininum sem fallegustum er að nota samþætt efni alla leið, það er sama vörumerki, allt frá mettun efnisins til daglegra þrifa. Nauðsynlegt er að ráðfæra sig við fagmenn eða söluaðila efnana áður en hafist er handa. Þrif á fúgum Fúgur geta verið mun erfiðari í þrifum en flísarnar sjálfar. Oft myndast blettir í fúgum eftir kaffi, matvæli, mold og þess háttar. Þessa bletti getur þurft að hreinsa burtu með sérstökum hreinsiefnum sem fást í flísaverslunum. Einnig eru til sérstök fúgustrokleður sem henta vel á alla smærri bletti og gefa fúgunni aftur upprunalegan lit. Viðhald sílikons: Í öllum votrýmum þarf að setja sérstök sílikonkítti milli ólíkra flata eins og veggja og baðkars eða steinveggs og timburveggs. Þessi sílikonkítti þurfa að vera "mygluvarin", þannig að ekki setjist óæskileg óhreinindi í þau. Hins vegar eru þau flest þannig að þau rýrna og því endast þau ekki mjög lengi. Algengt er að farið sé að sjá á sílikoninu eftir um það bil 2 til 5 ár. Ef viðhalda á þeim eiginleikum sem sílikonið gefur í votrými þarf að endurnýja það eftir þörfum. Þetta er þáttur sem því miður allt of margir horfa framhjá í viðhaldi fasteigna sinna. Hús og heimili Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Algengasta aðferðin til að þrífa flísar er að skúra þær með heitu eða volgu vatni og nota mild hreinsiefni sem til þess eru gerð. Almennt gildir að ekki eigi að bóna tilbúnar gólfflísar. Hins vegar eru undantekningarnar fjölmargar. Það eru aðallega flísar úr náttúrusteini sem þurfa að fá sérmeðferð frá fyrsta degi. Stundum getur þó þurft að þvo flísar með sérstökum hreinsiefnum ef þær mattast eða ef óhreinindi sitja í yfirborði þeirra eftir hefðbundinn þvott. Á baðherbergjum vilja veggir, gólf og sérstaklega fúgurnar á þeim stöðum þar sem vatnsálag er mikið hlaða á sig aukaefnum úr vatninu, sápum og öðru slíku, og mynda oft ljóta bletti og slikju sem ekki næst af með hefðbundnum hreinsiefnum. Oft er því nauðsynlegt að verða sér úti um sterkari efni til þrifanna og fást þau í flísaverslunum, ásamt leiðbeiningum um meðferð þeirra. Náttúrusteinn Náttúrusteinn er oftast mun opnari og gljúpari en steyptar eða brenndar flísar. Fyrst þarf að "loka" efninu með viðeigandi efni og síðan að yfirborðsmeðhöndla það. Besta leiðin til að halda náttúrusteininum sem fallegustum er að nota samþætt efni alla leið, það er sama vörumerki, allt frá mettun efnisins til daglegra þrifa. Nauðsynlegt er að ráðfæra sig við fagmenn eða söluaðila efnana áður en hafist er handa. Þrif á fúgum Fúgur geta verið mun erfiðari í þrifum en flísarnar sjálfar. Oft myndast blettir í fúgum eftir kaffi, matvæli, mold og þess háttar. Þessa bletti getur þurft að hreinsa burtu með sérstökum hreinsiefnum sem fást í flísaverslunum. Einnig eru til sérstök fúgustrokleður sem henta vel á alla smærri bletti og gefa fúgunni aftur upprunalegan lit. Viðhald sílikons: Í öllum votrýmum þarf að setja sérstök sílikonkítti milli ólíkra flata eins og veggja og baðkars eða steinveggs og timburveggs. Þessi sílikonkítti þurfa að vera "mygluvarin", þannig að ekki setjist óæskileg óhreinindi í þau. Hins vegar eru þau flest þannig að þau rýrna og því endast þau ekki mjög lengi. Algengt er að farið sé að sjá á sílikoninu eftir um það bil 2 til 5 ár. Ef viðhalda á þeim eiginleikum sem sílikonið gefur í votrými þarf að endurnýja það eftir þörfum. Þetta er þáttur sem því miður allt of margir horfa framhjá í viðhaldi fasteigna sinna.
Hús og heimili Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira