Versti rithöfundur í heimi? Egill Helgason skrifar 1. nóvember 2004 00:01 Dan Brown: Englar og djöflar. Bjartur 2004 Ég er að lesa nýútkomna bók eftir Dan Brown, þennan sem skrifaði Da Vinci lykillinn. Hvernig getur svona vondur rithöfundur - "frægasti rithöfundur í heimi" núna, eins og stendur á kápu - náð svona mikilli metsölu? Það hlýtur að vera ein af ráðgátunum í sögu bókaútgáfunnar að bækur eftir hann skuli liggja í haugum í hverri einustu bókabúð í heiminum. Miðað við Brown er Alistair McLean líkastur Ibsen eða Tolstoy. McLean var sakaður um að búa til persónur úr pappa - ég veit ekki hvaða efni Brown notar í sínar sögupersónur. Eða lítið á þetta:"Langdon var ráðvilltur. "Er þetta búnaður Vittoriu Vetra?" hrópaði hann til Kohlers yfir vélargnýinn. Kohler kinkaði kolli og hrópaði til baka. "Hún var við líffræðirannsóknir við Balear-eyjar." "Ég hélt þú hefðir sagt að hún væri eðlisfræðingur? "Það er rétt. Hún er lífeðlisfræðingur. Hún rannsakar innbyrðis tengsl lífkerfa. Störf hennar tengjast náið vinnu föður hennar í örendaeðlisfræði. Hún afsannaði nýlega eina af grundvallarkenningum Einsteins með því að nota frumeindasamstilltar myndavélar til að fylgjast með túnfiskatorfu." Langdon leitaði að einhverjum kímnivotti í andliti gestgjafa síns. Einstein og túnfiskur? Hann var farinn að halda að geimflugvélin hefði sett hann út á annarri plánetu. Andartaki síðar kom Vittoría Vetra út úr þyrlunni. Langdon var farið að skiljast í dag ræki hvert undrunarefnið annað. Vittoría Vetra var klædd kakístuttbuxum og hvítum ermalausum bol og líktist í engu þeim bókaormslega eðlisfræðingi sem hann hafði búist við. Hún var liðleg og þokkafull, hávaxin með hnotubrúna húð og svart, sítt hár sem flaksaðist í gustinum frá spöðunum." (Englar og djöflar, bls. 48.) Það skiptir ekki máli hvað ég skrifa. Fólk mun samt kaupa þessa bók, kannski lesa hana. En þetta er sprenghlægilegt - minnir eiginlega á gömlu Frank og Jóa bækurnar. Svo má hafa mörg orð um afkáralega fléttu sögunnar, en ég nenni ekki að skrifa um það. Þeim sem vilja lesa margslungna og ókjánalega bók um samsæri innan kirkjunnar, launhelgar og tákn skal hins vegar bent á Pendúl Focaults eftir Umberto Eco - útgefin 1988. Það skal þó viðurkennt að hún er dálítið torlesin - og sumum finnst hún intellektúelt rusl. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Dan Brown: Englar og djöflar. Bjartur 2004 Ég er að lesa nýútkomna bók eftir Dan Brown, þennan sem skrifaði Da Vinci lykillinn. Hvernig getur svona vondur rithöfundur - "frægasti rithöfundur í heimi" núna, eins og stendur á kápu - náð svona mikilli metsölu? Það hlýtur að vera ein af ráðgátunum í sögu bókaútgáfunnar að bækur eftir hann skuli liggja í haugum í hverri einustu bókabúð í heiminum. Miðað við Brown er Alistair McLean líkastur Ibsen eða Tolstoy. McLean var sakaður um að búa til persónur úr pappa - ég veit ekki hvaða efni Brown notar í sínar sögupersónur. Eða lítið á þetta:"Langdon var ráðvilltur. "Er þetta búnaður Vittoriu Vetra?" hrópaði hann til Kohlers yfir vélargnýinn. Kohler kinkaði kolli og hrópaði til baka. "Hún var við líffræðirannsóknir við Balear-eyjar." "Ég hélt þú hefðir sagt að hún væri eðlisfræðingur? "Það er rétt. Hún er lífeðlisfræðingur. Hún rannsakar innbyrðis tengsl lífkerfa. Störf hennar tengjast náið vinnu föður hennar í örendaeðlisfræði. Hún afsannaði nýlega eina af grundvallarkenningum Einsteins með því að nota frumeindasamstilltar myndavélar til að fylgjast með túnfiskatorfu." Langdon leitaði að einhverjum kímnivotti í andliti gestgjafa síns. Einstein og túnfiskur? Hann var farinn að halda að geimflugvélin hefði sett hann út á annarri plánetu. Andartaki síðar kom Vittoría Vetra út úr þyrlunni. Langdon var farið að skiljast í dag ræki hvert undrunarefnið annað. Vittoría Vetra var klædd kakístuttbuxum og hvítum ermalausum bol og líktist í engu þeim bókaormslega eðlisfræðingi sem hann hafði búist við. Hún var liðleg og þokkafull, hávaxin með hnotubrúna húð og svart, sítt hár sem flaksaðist í gustinum frá spöðunum." (Englar og djöflar, bls. 48.) Það skiptir ekki máli hvað ég skrifa. Fólk mun samt kaupa þessa bók, kannski lesa hana. En þetta er sprenghlægilegt - minnir eiginlega á gömlu Frank og Jóa bækurnar. Svo má hafa mörg orð um afkáralega fléttu sögunnar, en ég nenni ekki að skrifa um það. Þeim sem vilja lesa margslungna og ókjánalega bók um samsæri innan kirkjunnar, launhelgar og tákn skal hins vegar bent á Pendúl Focaults eftir Umberto Eco - útgefin 1988. Það skal þó viðurkennt að hún er dálítið torlesin - og sumum finnst hún intellektúelt rusl.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira