Grænmeti í áskrift 28. október 2004 00:01 "Ég hafði samband við Olís með þessa hugmynd og þeim leist svo vel á þetta að þeir stukku til," segir Þórður G.Halldórsson hjá Græna hlekknum sem dreifir lífrænt ræktuðu grænmeti til einstaklinga í áskrift. Þórður rekur ásamt eiginkonu sinni, Karólínu Gunnarsdóttur, garðyrkjustöðina Akur í Biskupstungum þar sem eingöngu fer fram lífræn ræktun en þau hjón héldu til Svíþjóðar að kynna sér lífræna ræktun og kynntust svo þeirri hugmynd í Danmörku að dreifa grænmeti í samstarfi við olíustöðvarnar. "Ég sá strax að þetta væri eitthvað sem gæti gengið hérna og viðbrögðin hafa verið mjög góð því sífellt fleiri nýta sér þessa þjónustu," segir Þórður. Fyrirkomulagið er á þann veg að einu sinni í viku fá áskrifendur sendan pöntunarlista með tölvupósti sem fylltur er út og sendur til baka. Nokkrum dögum síðar er pöntunin tekin saman og pökkunum dreift á Olís-stöðvarnar þar sem fólk nálgast vörurnar. "Einhverra hluta vegna hafa lífrænt ræktaðar vörur átt erfitt með að rata inn í almennar matvöruverslanir þó að það fari síbatnandi, en þetta er góð leið til að koma þeim beint til neytandans. Þeim gefst þarna tækifæri til að fá ferskar vörur beint frá framleiðanda og sumar þeirra eru ófáanlegar í almennum verslunum, má þar nefna öll fersku kryddin sem við bjóðum upp á," segir Þórður og tekur það fram að ekki komi öll framleiðslan frá Akri heldur einnig frá nokkrum öðrum ræktendum. Auk grænmetis er boðið upp á lífræna jógúrt frá Biobú sem er skemmtileg viðbót í pakkann og hefur verið vel tekið. "Að mörgu leyti býður þetta form upp á vissa tilraunastarfsemi þar sem við getum prófað nýja hluti og sett nýjar vörur í pakkann sem bjóðast hvergi annars staðar," segir Þórður. Aðspurður um ástæður þess að hann ákvað að ráðast í lífræna framleiðslu segir hann: "Fyrir mig sem framleiðanda þá eru það fyrst og fremst umhverfissjónarmið sem skipta máli auk þess að framleiða góða vöru sem eru neytandanum til góðs." Matur Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Ég hafði samband við Olís með þessa hugmynd og þeim leist svo vel á þetta að þeir stukku til," segir Þórður G.Halldórsson hjá Græna hlekknum sem dreifir lífrænt ræktuðu grænmeti til einstaklinga í áskrift. Þórður rekur ásamt eiginkonu sinni, Karólínu Gunnarsdóttur, garðyrkjustöðina Akur í Biskupstungum þar sem eingöngu fer fram lífræn ræktun en þau hjón héldu til Svíþjóðar að kynna sér lífræna ræktun og kynntust svo þeirri hugmynd í Danmörku að dreifa grænmeti í samstarfi við olíustöðvarnar. "Ég sá strax að þetta væri eitthvað sem gæti gengið hérna og viðbrögðin hafa verið mjög góð því sífellt fleiri nýta sér þessa þjónustu," segir Þórður. Fyrirkomulagið er á þann veg að einu sinni í viku fá áskrifendur sendan pöntunarlista með tölvupósti sem fylltur er út og sendur til baka. Nokkrum dögum síðar er pöntunin tekin saman og pökkunum dreift á Olís-stöðvarnar þar sem fólk nálgast vörurnar. "Einhverra hluta vegna hafa lífrænt ræktaðar vörur átt erfitt með að rata inn í almennar matvöruverslanir þó að það fari síbatnandi, en þetta er góð leið til að koma þeim beint til neytandans. Þeim gefst þarna tækifæri til að fá ferskar vörur beint frá framleiðanda og sumar þeirra eru ófáanlegar í almennum verslunum, má þar nefna öll fersku kryddin sem við bjóðum upp á," segir Þórður og tekur það fram að ekki komi öll framleiðslan frá Akri heldur einnig frá nokkrum öðrum ræktendum. Auk grænmetis er boðið upp á lífræna jógúrt frá Biobú sem er skemmtileg viðbót í pakkann og hefur verið vel tekið. "Að mörgu leyti býður þetta form upp á vissa tilraunastarfsemi þar sem við getum prófað nýja hluti og sett nýjar vörur í pakkann sem bjóðast hvergi annars staðar," segir Þórður. Aðspurður um ástæður þess að hann ákvað að ráðast í lífræna framleiðslu segir hann: "Fyrir mig sem framleiðanda þá eru það fyrst og fremst umhverfissjónarmið sem skipta máli auk þess að framleiða góða vöru sem eru neytandanum til góðs."
Matur Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“