Igmu rekur María ásamt vinkonu sinni Ingibjörgu Jónsdóttur en þær byrjuðu mjög smátt og fluttu inn fáar vörur og notuðust við herbergi dóttur Ingibjargar til að byrja með. "Allt hefur gengið mjög vel upp og nú erum við komnar með þessa verslun en við höldum einnig sölukynningar í fyrirtækjum," segja þær. Eitthvað hefur fólki þótt erfitt að finna verslunina en hún er við Kleppsmýrarveg beint á móti Bónus í Skútuvoginum. "Þegar fólk hefur ratað hingað til okkar þá kemur það alltaf aftur og eigum við orðið góðan hóp fastakúnna sem við þekkjum orðið vel og hefur það verið sagt við okkur að við séum best geymda leyndarmálið í Reykjavík," segja þær brosandi.



