Lífið eftir stúdentspróf 26. október 2004 00:01 Þuríður Pétursdóttir lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum síðastliðið vor og vissi eiginlega ekkert hvað hana langaði að læra þegar þeim áfanga var náð. "Eiginlega langaði mig að taka mér ársfrí, en hálflangaði líka að læra eitthvað. Ég vissi að minnsta kosti að ég var ekki tilbúin í háskólann alveg strax," segir Þuríður. "Ég fór því niður í Stúdentaferðir til að athuga með einhverskonar starfsþjálfun í Evrópu eða Bandaríkjunum og endaði með helling af málaskólabæklingum í höndunum. Það sem mér fannst mest spennandi var bæklingur frá EF International, en þeir eru með skóla um allan heim. Malta talaði sterkt til mín og ég ákvað að slá til í níu mánaða prógram þar, sem felst í að búa hjá fjölskyldu á staðnum og vera í skóla í nokkra tíma á dag." Þuríður segir að þetta minni sannarlega um margt á skiptinemaprógramm en sé þó ekki það sama. "Dvölinni er skipt niður í tímabil, mér skilst að fyrra tímabilið fari mest í enskunám en seinna tímabilið í fög sem maður velji á staðnum. Ég er samt ekkert búin að skoða þetta vel, ég vil láta koma mér á óvart," segir Þuríður hlæjandi og viðurkennir að hún viti sáralítið um Möltu. "Ég veit að eyjan er 354 ferkílómetrar og að þar búa tæplega 400.000 manns. Ég veit líka að höfuðborgin heitir Valeta og bærinn sem ég mun búa í heitir St. Juliens og er rétt hjá höfuðborginni. Ég fer ein því mér finnst mikilvægt að læra að treysta á sjálfa mig og læra af reynslunni. Öll reynsla er góð, hvort sem hún er skemmtileg eða leiðinleg." Þuríður ætlar líka að reyna að komast til botns í tungumáli Maltverja sem heitir maltí. "Það er einhvers konar arabíska með sambland af suður-evrópskum málum og ég vona að ég verði farin að skilja hrafl í því eftir níu mánuði. En fyrst og fremst held ég að þetta verði góður undirbúningur fyrir framtíðina, sem gæti allt eins orðið stjórnmálafræði í HÍ." Nám Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þuríður Pétursdóttir lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum síðastliðið vor og vissi eiginlega ekkert hvað hana langaði að læra þegar þeim áfanga var náð. "Eiginlega langaði mig að taka mér ársfrí, en hálflangaði líka að læra eitthvað. Ég vissi að minnsta kosti að ég var ekki tilbúin í háskólann alveg strax," segir Þuríður. "Ég fór því niður í Stúdentaferðir til að athuga með einhverskonar starfsþjálfun í Evrópu eða Bandaríkjunum og endaði með helling af málaskólabæklingum í höndunum. Það sem mér fannst mest spennandi var bæklingur frá EF International, en þeir eru með skóla um allan heim. Malta talaði sterkt til mín og ég ákvað að slá til í níu mánaða prógram þar, sem felst í að búa hjá fjölskyldu á staðnum og vera í skóla í nokkra tíma á dag." Þuríður segir að þetta minni sannarlega um margt á skiptinemaprógramm en sé þó ekki það sama. "Dvölinni er skipt niður í tímabil, mér skilst að fyrra tímabilið fari mest í enskunám en seinna tímabilið í fög sem maður velji á staðnum. Ég er samt ekkert búin að skoða þetta vel, ég vil láta koma mér á óvart," segir Þuríður hlæjandi og viðurkennir að hún viti sáralítið um Möltu. "Ég veit að eyjan er 354 ferkílómetrar og að þar búa tæplega 400.000 manns. Ég veit líka að höfuðborgin heitir Valeta og bærinn sem ég mun búa í heitir St. Juliens og er rétt hjá höfuðborginni. Ég fer ein því mér finnst mikilvægt að læra að treysta á sjálfa mig og læra af reynslunni. Öll reynsla er góð, hvort sem hún er skemmtileg eða leiðinleg." Þuríður ætlar líka að reyna að komast til botns í tungumáli Maltverja sem heitir maltí. "Það er einhvers konar arabíska með sambland af suður-evrópskum málum og ég vona að ég verði farin að skilja hrafl í því eftir níu mánuði. En fyrst og fremst held ég að þetta verði góður undirbúningur fyrir framtíðina, sem gæti allt eins orðið stjórnmálafræði í HÍ."
Nám Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira