Skólagjöld leyfð í ríkisháskólum? 22. október 2004 00:01 Ríkisstjórnin skoðar að leggja fram frumvarp sem heimilar skólagjöld í framhaldsnámi í íslenskum ríkisháskólum. Endanleg ákvörðun liggur þó ekki fyrir. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir aðeins tímaspursmál hvenær skólagjöld haldi innreið sína í ríkisháskólana. Þeir geti ekki keppt við einkaskóla að óbreyttu. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra staðfesti í dag að ráðherrann væri að skoða kosti og galla þess að leggja fram slíkt frumvarp á þessu þingi. Ekki væri búið að semja sjálft frumvarpið og endanleg ákvörðun lægi því ekki fyrir. Um er að ræða skólagjöld á nemendur sem hafa lokið grunnmenntun í háskóla en sækja sér framhaldsnám til meistara- eða doktorsgráðu. Háskólinn í Reykjavík fékk á fjárlögum fé til að hafa sextíu nemendur í fullu kennaranámi. Ólafur Proppé segist ekki kveinka sér undan samkeppni en það sé ljóst að það sé ekki jafnræði með skólunum þar sem annar þeirra geti auk fullra ríkisframlaga innheimt skólagjöld af nemendum. Hann segir að það sé einungis tímaspursmál hvenær skólagjöld halda innreið sína í íslenska ríkisháskóla. Þeir séu ekki samkeppisfærir eins og staðan sé núna og Ólafur vill að breyting verði þar á. Ólafur segir það kannski ekkert óeðlilegt að fólk fjárfesti beint í eigin menntun og sæki síðan hærri laun í samræmi við það þegar út á vinnumarkaðinn sé komið. Það þurfi hins vegar að gæta að því að námslánakerfið taki mið af því að allir geti verið með. Hann segir að umræðan um skólagjöld hér sé hins vegar slagorðakennd og menn séu fastir í skotgrafahernaði. Hún sé þó að komast upp á yfirborðið og á Ólafur von á að hún komist inn á Alþingi í vetur. „Ef menn vilja góða háskóla þá verða þeir að fjármagna þá,“ segir Ólafur. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Ríkisstjórnin skoðar að leggja fram frumvarp sem heimilar skólagjöld í framhaldsnámi í íslenskum ríkisháskólum. Endanleg ákvörðun liggur þó ekki fyrir. Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir aðeins tímaspursmál hvenær skólagjöld haldi innreið sína í ríkisháskólana. Þeir geti ekki keppt við einkaskóla að óbreyttu. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra staðfesti í dag að ráðherrann væri að skoða kosti og galla þess að leggja fram slíkt frumvarp á þessu þingi. Ekki væri búið að semja sjálft frumvarpið og endanleg ákvörðun lægi því ekki fyrir. Um er að ræða skólagjöld á nemendur sem hafa lokið grunnmenntun í háskóla en sækja sér framhaldsnám til meistara- eða doktorsgráðu. Háskólinn í Reykjavík fékk á fjárlögum fé til að hafa sextíu nemendur í fullu kennaranámi. Ólafur Proppé segist ekki kveinka sér undan samkeppni en það sé ljóst að það sé ekki jafnræði með skólunum þar sem annar þeirra geti auk fullra ríkisframlaga innheimt skólagjöld af nemendum. Hann segir að það sé einungis tímaspursmál hvenær skólagjöld halda innreið sína í íslenska ríkisháskóla. Þeir séu ekki samkeppisfærir eins og staðan sé núna og Ólafur vill að breyting verði þar á. Ólafur segir það kannski ekkert óeðlilegt að fólk fjárfesti beint í eigin menntun og sæki síðan hærri laun í samræmi við það þegar út á vinnumarkaðinn sé komið. Það þurfi hins vegar að gæta að því að námslánakerfið taki mið af því að allir geti verið með. Hann segir að umræðan um skólagjöld hér sé hins vegar slagorðakennd og menn séu fastir í skotgrafahernaði. Hún sé þó að komast upp á yfirborðið og á Ólafur von á að hún komist inn á Alþingi í vetur. „Ef menn vilja góða háskóla þá verða þeir að fjármagna þá,“ segir Ólafur.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira