
Erlent
Breskir hermenn á átaksvæði
Breska ríkisstjórnin ákvað að senda 850 breska hermenn inn á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers í Írak svo Bandaríkjamenn geti sótt fram gegn íröskum vígamönnum af meiri krafti. Bretarnir taka sér stöðu vestur af Bagdad á svæði þar sem súnnímúslimar hafa gert daglegar árásir á bandaríska hermenn og íraska lögreglumenn. Ákvörðunin mælist afar illa fyrir meðal þingmanna Verkamannaflokksins sem segja sumir að Tony Blair forsætisráðherra sé að koma George W. Bush Bandaríkjaforseta til bjargar í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.