Hersetuliðið í 5 ár til viðbótar 19. október 2004 00:01 Engin leið er að kalla hersetuliðið í Írak heim innan fimm ára að mati virtustu sérfræðinga Bretlands í hermálum. Fyrst þá er nokkur von til þess að írakskar öryggissveitir geti tryggt lágmarksöryggi borgara landsins. International Institute for Strategic Studies er með virtustu rannsóknarstofnunum heims á sviði her- og varnarmála. Sérfræðingar stofnunarinnar kynntu í dag mat sitt á stöðu mála í Írak og sögðu að í fyrsta lagi væri nauðsynlegt að öryggissveitir Íraka verði helsta tækið til að halda uppi lögum og reglu. Í þeim séu nú 36 þúsund manns og það geti tekið þær allt að fimm árum að ná upp nauðsynlegri hæfni til að tryggja stöðugleika. Christopher Langton, ofursti og ritstjóri „The Military Balance“, sagði að augljóslega væru ekki nógu margar hersveitir í Írak til að sinna verkefninu. Menn hafi vonað að fjöldi innlendra sveita myndi aukast hraðar og þær yrðu fyrr hæfar en raunin hafi orðið. Þar af leiðandi hafa erlendar hersveitir, sagði Langton, orðið að gera meira en búist var við. Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér hryðjuverkastríðinu svokallaða og afleiðingum þess. Þeir eru á því að Evrópa sé nú einna líklegasta skotmark hryðjuverkamanna. Dr John Chipman, yfirmaður International Institute for Strategic Studies, sagði að þótt möguleg vanræksla á öryggismálum sé orðin að kosningamáli í Bandaríkjunum væri bandarískt landsvæði síður berskjaldað eftir 11. september. „Árásir á bandarískar hersveitir í Írak hafa ekki jafn mikinn táknrænan og pólitískan þunga og hryðjuverkaárásir á Vesturlöndum,“ sagði Chipman. „Þess vegna getur verið að Evrópa, þar sem róttækni íslamstrúarmanna fer vaxandi og þar sem hryðjuverkamenn eiga greiða leið frá Miðausturlöndum, sé nú ofar á skotmarkalista íslamskra öfgamanna.“ Erlent Fréttir Írak Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Engin leið er að kalla hersetuliðið í Írak heim innan fimm ára að mati virtustu sérfræðinga Bretlands í hermálum. Fyrst þá er nokkur von til þess að írakskar öryggissveitir geti tryggt lágmarksöryggi borgara landsins. International Institute for Strategic Studies er með virtustu rannsóknarstofnunum heims á sviði her- og varnarmála. Sérfræðingar stofnunarinnar kynntu í dag mat sitt á stöðu mála í Írak og sögðu að í fyrsta lagi væri nauðsynlegt að öryggissveitir Íraka verði helsta tækið til að halda uppi lögum og reglu. Í þeim séu nú 36 þúsund manns og það geti tekið þær allt að fimm árum að ná upp nauðsynlegri hæfni til að tryggja stöðugleika. Christopher Langton, ofursti og ritstjóri „The Military Balance“, sagði að augljóslega væru ekki nógu margar hersveitir í Írak til að sinna verkefninu. Menn hafi vonað að fjöldi innlendra sveita myndi aukast hraðar og þær yrðu fyrr hæfar en raunin hafi orðið. Þar af leiðandi hafa erlendar hersveitir, sagði Langton, orðið að gera meira en búist var við. Sérfræðingarnir veltu einnig fyrir sér hryðjuverkastríðinu svokallaða og afleiðingum þess. Þeir eru á því að Evrópa sé nú einna líklegasta skotmark hryðjuverkamanna. Dr John Chipman, yfirmaður International Institute for Strategic Studies, sagði að þótt möguleg vanræksla á öryggismálum sé orðin að kosningamáli í Bandaríkjunum væri bandarískt landsvæði síður berskjaldað eftir 11. september. „Árásir á bandarískar hersveitir í Írak hafa ekki jafn mikinn táknrænan og pólitískan þunga og hryðjuverkaárásir á Vesturlöndum,“ sagði Chipman. „Þess vegna getur verið að Evrópa, þar sem róttækni íslamstrúarmanna fer vaxandi og þar sem hryðjuverkamenn eiga greiða leið frá Miðausturlöndum, sé nú ofar á skotmarkalista íslamskra öfgamanna.“
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira