Málaferli gegn borginni 18. október 2004 00:01 Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn telur fráleitt að líta svo á að hömlur sem settar voru á uppbyggingu matvöruverslana í Grafarvogi gildi enn. Engum geti dottið í hug að þær hafi átt að gilda að eilífu. Verið er að undirbúa málaferli gegn Reykjavíkurborg vegna samninga um einokun Baugs á matvöruverslun í hverfinu. Borgarráð samþykkti árið 1996 að setja ákveðnar kvaðir við uppbyggingu í Grafarvogi. Þar segir orðrétt: „Til að stuðla að því að nærþjónusta, matvöruverslun, geti byggst upp næstu árin samkvæmt aðalskipulagi þarf að sjá til þess að matvöruverslanir rísi ekki á nærliggjandi athafnasvæði í Gylfaflöt og Fossaleynismýri.“ Í lóðarleigusamninga á athafnasvæðinu voru í kjölfarið settir þeir skilmálar að óheimilt væri að starfrækja á lóðinni hvers konar verslanir með matvöru, svo sem stórverslanir og söluturna. Ekki verði veitt starfsleyfi af hálfu borgarinnar fyrir slíkan rekstur á þessum svæðum. Þetta var samþykkt einróma í borgaráði á sínum tíma. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði í fréttum okkar í gærkvöld að ekki stæði til að aflétta þessum kvöðum. Þær væru ríkjandi um alla borg til að koma í veg fyrir óreiðu. Aðspurður hvort þetta skjóti skökku við hvað varðar frelsi í viðskiptum segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti D-lista í borgarstjórn, að borgaryfirvöld geti sett svona skilmála. Það tíðkist til að mynda í öðrum löndum en hann bendir á þetta hafi verið gert í verslunarkjarna uppi í Eddufelli fyrir nokkrum árum og ekki haldið. Vilhjálmi finnst að borgaryfirvöld eigi að gera sem allra minnst af þessu þó kannski sé í lagi að gera þetta til nokkura ára. Í þessu tilviki séu þau vissulega liðin. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn telur fráleitt að líta svo á að hömlur sem settar voru á uppbyggingu matvöruverslana í Grafarvogi gildi enn. Engum geti dottið í hug að þær hafi átt að gilda að eilífu. Verið er að undirbúa málaferli gegn Reykjavíkurborg vegna samninga um einokun Baugs á matvöruverslun í hverfinu. Borgarráð samþykkti árið 1996 að setja ákveðnar kvaðir við uppbyggingu í Grafarvogi. Þar segir orðrétt: „Til að stuðla að því að nærþjónusta, matvöruverslun, geti byggst upp næstu árin samkvæmt aðalskipulagi þarf að sjá til þess að matvöruverslanir rísi ekki á nærliggjandi athafnasvæði í Gylfaflöt og Fossaleynismýri.“ Í lóðarleigusamninga á athafnasvæðinu voru í kjölfarið settir þeir skilmálar að óheimilt væri að starfrækja á lóðinni hvers konar verslanir með matvöru, svo sem stórverslanir og söluturna. Ekki verði veitt starfsleyfi af hálfu borgarinnar fyrir slíkan rekstur á þessum svæðum. Þetta var samþykkt einróma í borgaráði á sínum tíma. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði í fréttum okkar í gærkvöld að ekki stæði til að aflétta þessum kvöðum. Þær væru ríkjandi um alla borg til að koma í veg fyrir óreiðu. Aðspurður hvort þetta skjóti skökku við hvað varðar frelsi í viðskiptum segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti D-lista í borgarstjórn, að borgaryfirvöld geti sett svona skilmála. Það tíðkist til að mynda í öðrum löndum en hann bendir á þetta hafi verið gert í verslunarkjarna uppi í Eddufelli fyrir nokkrum árum og ekki haldið. Vilhjálmi finnst að borgaryfirvöld eigi að gera sem allra minnst af þessu þó kannski sé í lagi að gera þetta til nokkura ára. Í þessu tilviki séu þau vissulega liðin.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent