Pastellitanámskeið hjá Mími 12. október 2004 00:01 Námskeið í pastellitamálun er að hefjast hjá Mími símenntun og það er nýjung þar á bæ. Kennari er Birgir Rafn Friðriksson myndlistamaður sem er aðdáandi pastellita en segir þá hafa goldið þess síðustu ár að vera ekki í tísku. "Pastel er þó virt tegund innan myndlistar í heiminum og gamlir meistarar eins og Svavar Guðnason og Hringur Jóhannesson tileinkuðu sér hana, að ógleymdum hinum spánska Míró," segir listamaðurinn brosandi þar sem við hittum hann á vinnustofu sinni Gallerí Teiti í Engihjallanum. Þar lifir listin góðu lífi og pastellitirnir liggja á borðinu. Þeir líkjast vaxlitum í útliti. Birgir Rafn segir þá mjög handhæga, ekki síst þurrpastel sem hann muni nota á námskeiðunum. "Það er gaman að handleika þessa liti og hægt að leika sér heilmikið með þá. Það má eiginlega segja að þeir séu mitt á milli vatnslita og olíulita og notkun þeirra sameinar veigamestu þætti myndlistar svo sem teikningu, lita- og formskilning," segir hann. Ýmis verkfæri og hjálparmeðul nýtast með pastellitunum, svo sem sköfur og tannburstar og einnig sprey til að festa pastelinn niður svo hægt sé að fara fleiri umferðir. Birgir Rafn segir auðvelt að skapa mismunandi áferð á myndirnar, með áhöldum og ólíkum tegundum pappírs. Námskeiðið verður á Grensásveginum í höfuðstöðvum Mímis og stendur í átta vikur. Birgir Rafn segir það verða miðað út frá því að það henti bæði byrjendum og lengra komnum. Nám Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Námskeið í pastellitamálun er að hefjast hjá Mími símenntun og það er nýjung þar á bæ. Kennari er Birgir Rafn Friðriksson myndlistamaður sem er aðdáandi pastellita en segir þá hafa goldið þess síðustu ár að vera ekki í tísku. "Pastel er þó virt tegund innan myndlistar í heiminum og gamlir meistarar eins og Svavar Guðnason og Hringur Jóhannesson tileinkuðu sér hana, að ógleymdum hinum spánska Míró," segir listamaðurinn brosandi þar sem við hittum hann á vinnustofu sinni Gallerí Teiti í Engihjallanum. Þar lifir listin góðu lífi og pastellitirnir liggja á borðinu. Þeir líkjast vaxlitum í útliti. Birgir Rafn segir þá mjög handhæga, ekki síst þurrpastel sem hann muni nota á námskeiðunum. "Það er gaman að handleika þessa liti og hægt að leika sér heilmikið með þá. Það má eiginlega segja að þeir séu mitt á milli vatnslita og olíulita og notkun þeirra sameinar veigamestu þætti myndlistar svo sem teikningu, lita- og formskilning," segir hann. Ýmis verkfæri og hjálparmeðul nýtast með pastellitunum, svo sem sköfur og tannburstar og einnig sprey til að festa pastelinn niður svo hægt sé að fara fleiri umferðir. Birgir Rafn segir auðvelt að skapa mismunandi áferð á myndirnar, með áhöldum og ólíkum tegundum pappírs. Námskeiðið verður á Grensásveginum í höfuðstöðvum Mímis og stendur í átta vikur. Birgir Rafn segir það verða miðað út frá því að það henti bæði byrjendum og lengra komnum.
Nám Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira