Hvers konar stalínismi er þetta? 8. október 2004 00:01 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ummæli Hjálmars Árnasonar þingflokksformanns í Fréttablaðinu á miðvikudag beri keim af slúðri og rógi. "Tilvísanir hans eru almennar og óskýrar og koma í veg fyrir að hægt sé að bregðast við þeim, að ég geti varið mig eða tekið tillit til gagnrýninnar eigi hún rétt á sér," segir Kristinn. Hjálmar sagði jafnframt í viðtalinu að það væri andrými fyrir ólíkar skoðanir í Framsóknarflokknum en að ástæðan fyrir útilokun Kristins úr þingnefndum væru þær að hann talaði ekki fyrir sjónarmiðum flokksins. "Hjálmar er þarna í mótsögn við sjálfan sig," segir Kristinn. "Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki stutt stjórnarfrumvörp og jafnvel greitt atkvæði gegn þeim. Fylgdi hann vilja þingflokksins eða fylgdi hann sínum vilja? Hann fylgdi sínum vilja," segir Kristinn. "Er Hjálmar hins vegar að gera þá kröfu núna að allir þingmenn Framsóknarflokksins greiði atkvæði samkvæmt vilja meirihluta þingflokksins og ekki bara það, heldur tali fyrir þeim skoðunum, en ekki sínum skoðunum? Hvers konar stalínismi er þetta? Man maðurinn ekki eftir 48. grein stjórnarskrárinnar? Ég fæ það ekki til að ganga upp að það geti bæði verið í lagi að hafa aðra skoðun og greiða atkvæði samkvæmt henni en þurfa líka að fylgja skoðun meirihlutans og tala fyrir henni og greiða atkvæði samkvæmt henni. Annað hvort verður að gilda, hvort tveggja getur ekki gilt," segir Kristinn. Hjálmar hélt því fram í viðtalinu við Fréttablaðið að Kristinn hefði kallað þingmenn "lyddur og druslur". Þessu vísar Kristinn á bug. "Ég veit ekki til þess að ég hafi haft slíkt orðfæri um þingmenn eða yfir höfuð annað fólk. Hann verður þá að tilgreina ummælin þannig að hægt sé að finna þeim stað. Geti hann það ekki falla þau dauð og ómerk hjá honum," segir Kristinn. Talar fyrir meirihluta flokksmanna Kristinn bendir á að Hjálmar hafi sett spurnir við hvort hann berjist undir sömu merkjum og aðrir í Framsóknarflokknum. "Þarna er hann að vísa til yfirlýsinga minna sem eru um málefni. Ég svara því þannig til að þau sjónarmið sem ég hef sett fram í umdeildum málefnum á undanförnu ári hafa öll verið í samræmi við sjónarmið meirihluta stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Það er ekki nein spurning að ég tala fyrir þann hóp. Meiri ástæða er hins vegar til að spyrja: Fyrir hvaða hóp tala þeir sem taka ákvarðanir sem flokksfólk styður ekki?" segir Kristinn. Ég get nefnt nokkur mál: Íraksmálið, fjölmiðlalögin, málskotsréttur forseta, skilyrði í þjóðaratkvæðagreiðslu og kvótakerfið. Í öllum þessum málum njóta mín viðhorf stuðnings meirihluta stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Í öllum þessum málum eru viðhorf forystu flokksins, sem Hjálmar Árnason talar fyrir, í minnihluta. Það er hægt að spyrja: Hver heldur uppi fána Framsóknarflokksins í öllum þessum málum? Þeir sem flytja sjónarmið sem meirihlutinn styður eða hinir sem böðlast áfram í krafti valdsins og njóta minnihlutastuðnings. Tók engin mál í gíslingu Þá bendir Kristinn á að Hjálmar haldi því fram að Kristinn hafi tekið mál í gíslingu í efnahags- og viðskiptanefnd. "Það er rangt. Ég hef engin mál tekið í gíslingu," segir Kristinn. Aðspurður segist Kristinn vita um hvaða mál Hjálmar hafi verið að ræða, hið svokallaða áminningarfrumvarp, eða frumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. "Öll þau mál sem þingflokkurinn lagði áherslu á að fá afgreidd út úr nefnd sem ég sat í voru afgreidd. Ég stóð ekki gegn því. Ég studdi þau ekki öll, ég studdi þau langflest," segir hann. "Um þetta mál og sum önnur var ágreiningur í þingflokknum þegar þau komu fram frá ríkisstjórninni. Í stað þess að leysa ágreininginn áður en málið er lagt fram, þannig að þá standi allir bak við málið, vildu menn fá samþykki þeirra sem gerðu ágreining til þess að fara fram með málið óbreytt gegn því að ágreiningurinn yrði leystur seinna. Ég gerði til dæmis ágreining við málið um réttindi og skyldur og sagðist ekki styðja það eins og það var. Ég vildi vinna að því að finna lausn á því þannig að málinu yrði breytt. Þegar málið var komið í nefnd vildu menn ekki ræða ágreininginn og enginn vilji til að finna lausn á honum. Mér fannst engin ástæða til þess að hleypa málinu áfram fyrr en menn hefðu sest niður og reynt að leysa ágreininginn að sjálfsögðu. Það kallar Hjálmar "að taka mál í gíslingu". Ég segi á móti: Það er að taka skoðanir manna í gíslingu, að stilla þeim upp og neita svo að ræða við þá um að ná samkomulagi um málið. Ég get svo sem sagt það um sjálfan mig að ég er ekki sú lydda og drusla að láta fara þannig með mig," segir Kristinn. Hjálmar Árnason:Hagræðing á sannleikanum"Mér finnst vera sorglegt að heyra hvernig Kristinn H. Gunnarsson hagræðir sannleikanum allverulega, hleypur yfir og sleppir atriðum. Hann veit betur," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. "Meira mun ég ekki tjá mig um þetta en minni á að þetta er ferli sem hófst fyrir sex árum við komu Kristins inn í flokkinn," segir Hjálmar. Mál sem Kristinn segir forystu flokksins á öndverðum meiði við stuðningsmenn:-Íraksmálið:"Gallup könnun leiddi í ljós að 63 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins var á móti stríði og á móti ákvörðun forystu flokksins."- Fjölmiðlalögin:"Allar kannanir sýndu að þær ákvarðanir sem teknar voru nutu ekki stuðnings hjá þjóðinni og meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins var andvígur þeim. Kannanir Fréttablaðsins og Gallup sýndu að 36 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins studdu fjölmiðlalögin, 53 prósent voru þeim andsnúin."- Málskotsréttur forseta:"Forysta flokksins var greinilega á móti því að hann yrði nýttur. Ríkisstjórnin véfengdi að forsetinn hefði þá heimild. 51% stuðningsmanna Framsóknarflokksins var sammála því að forseti nýtti þann rétt en aðeins 40 prósent voru á móti."- Að setja skilyrði í atkvæðagreiðslu:"Aðeins 32 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins voru sammála flokksforystunni, 62 prósent voru andvígir, samkvæmt Gallup könnun."- Kvótakerfið:"Fyrir örfáum dögum kom könnun sem sýndi að aðeins 18 prósent landsmanna styðja óbreytt kvótakerfi. Aðeins 39 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins styðja óbreytt kvótakerfi, 53 prósent vilja breyta því og átta prósent vilja leggja það niður."Hjálmar Árnason segir sorglegt að heyra hvernig Kristinn H. Gunnarsson hagræði sannleikanum og sleppi úr atriðum.MYND/GVA Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ummæli Hjálmars Árnasonar þingflokksformanns í Fréttablaðinu á miðvikudag beri keim af slúðri og rógi. "Tilvísanir hans eru almennar og óskýrar og koma í veg fyrir að hægt sé að bregðast við þeim, að ég geti varið mig eða tekið tillit til gagnrýninnar eigi hún rétt á sér," segir Kristinn. Hjálmar sagði jafnframt í viðtalinu að það væri andrými fyrir ólíkar skoðanir í Framsóknarflokknum en að ástæðan fyrir útilokun Kristins úr þingnefndum væru þær að hann talaði ekki fyrir sjónarmiðum flokksins. "Hjálmar er þarna í mótsögn við sjálfan sig," segir Kristinn. "Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi ekki stutt stjórnarfrumvörp og jafnvel greitt atkvæði gegn þeim. Fylgdi hann vilja þingflokksins eða fylgdi hann sínum vilja? Hann fylgdi sínum vilja," segir Kristinn. "Er Hjálmar hins vegar að gera þá kröfu núna að allir þingmenn Framsóknarflokksins greiði atkvæði samkvæmt vilja meirihluta þingflokksins og ekki bara það, heldur tali fyrir þeim skoðunum, en ekki sínum skoðunum? Hvers konar stalínismi er þetta? Man maðurinn ekki eftir 48. grein stjórnarskrárinnar? Ég fæ það ekki til að ganga upp að það geti bæði verið í lagi að hafa aðra skoðun og greiða atkvæði samkvæmt henni en þurfa líka að fylgja skoðun meirihlutans og tala fyrir henni og greiða atkvæði samkvæmt henni. Annað hvort verður að gilda, hvort tveggja getur ekki gilt," segir Kristinn. Hjálmar hélt því fram í viðtalinu við Fréttablaðið að Kristinn hefði kallað þingmenn "lyddur og druslur". Þessu vísar Kristinn á bug. "Ég veit ekki til þess að ég hafi haft slíkt orðfæri um þingmenn eða yfir höfuð annað fólk. Hann verður þá að tilgreina ummælin þannig að hægt sé að finna þeim stað. Geti hann það ekki falla þau dauð og ómerk hjá honum," segir Kristinn. Talar fyrir meirihluta flokksmanna Kristinn bendir á að Hjálmar hafi sett spurnir við hvort hann berjist undir sömu merkjum og aðrir í Framsóknarflokknum. "Þarna er hann að vísa til yfirlýsinga minna sem eru um málefni. Ég svara því þannig til að þau sjónarmið sem ég hef sett fram í umdeildum málefnum á undanförnu ári hafa öll verið í samræmi við sjónarmið meirihluta stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Það er ekki nein spurning að ég tala fyrir þann hóp. Meiri ástæða er hins vegar til að spyrja: Fyrir hvaða hóp tala þeir sem taka ákvarðanir sem flokksfólk styður ekki?" segir Kristinn. Ég get nefnt nokkur mál: Íraksmálið, fjölmiðlalögin, málskotsréttur forseta, skilyrði í þjóðaratkvæðagreiðslu og kvótakerfið. Í öllum þessum málum njóta mín viðhorf stuðnings meirihluta stuðningsmanna Framsóknarflokksins. Í öllum þessum málum eru viðhorf forystu flokksins, sem Hjálmar Árnason talar fyrir, í minnihluta. Það er hægt að spyrja: Hver heldur uppi fána Framsóknarflokksins í öllum þessum málum? Þeir sem flytja sjónarmið sem meirihlutinn styður eða hinir sem böðlast áfram í krafti valdsins og njóta minnihlutastuðnings. Tók engin mál í gíslingu Þá bendir Kristinn á að Hjálmar haldi því fram að Kristinn hafi tekið mál í gíslingu í efnahags- og viðskiptanefnd. "Það er rangt. Ég hef engin mál tekið í gíslingu," segir Kristinn. Aðspurður segist Kristinn vita um hvaða mál Hjálmar hafi verið að ræða, hið svokallaða áminningarfrumvarp, eða frumvarp um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. "Öll þau mál sem þingflokkurinn lagði áherslu á að fá afgreidd út úr nefnd sem ég sat í voru afgreidd. Ég stóð ekki gegn því. Ég studdi þau ekki öll, ég studdi þau langflest," segir hann. "Um þetta mál og sum önnur var ágreiningur í þingflokknum þegar þau komu fram frá ríkisstjórninni. Í stað þess að leysa ágreininginn áður en málið er lagt fram, þannig að þá standi allir bak við málið, vildu menn fá samþykki þeirra sem gerðu ágreining til þess að fara fram með málið óbreytt gegn því að ágreiningurinn yrði leystur seinna. Ég gerði til dæmis ágreining við málið um réttindi og skyldur og sagðist ekki styðja það eins og það var. Ég vildi vinna að því að finna lausn á því þannig að málinu yrði breytt. Þegar málið var komið í nefnd vildu menn ekki ræða ágreininginn og enginn vilji til að finna lausn á honum. Mér fannst engin ástæða til þess að hleypa málinu áfram fyrr en menn hefðu sest niður og reynt að leysa ágreininginn að sjálfsögðu. Það kallar Hjálmar "að taka mál í gíslingu". Ég segi á móti: Það er að taka skoðanir manna í gíslingu, að stilla þeim upp og neita svo að ræða við þá um að ná samkomulagi um málið. Ég get svo sem sagt það um sjálfan mig að ég er ekki sú lydda og drusla að láta fara þannig með mig," segir Kristinn. Hjálmar Árnason:Hagræðing á sannleikanum"Mér finnst vera sorglegt að heyra hvernig Kristinn H. Gunnarsson hagræðir sannleikanum allverulega, hleypur yfir og sleppir atriðum. Hann veit betur," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. "Meira mun ég ekki tjá mig um þetta en minni á að þetta er ferli sem hófst fyrir sex árum við komu Kristins inn í flokkinn," segir Hjálmar. Mál sem Kristinn segir forystu flokksins á öndverðum meiði við stuðningsmenn:-Íraksmálið:"Gallup könnun leiddi í ljós að 63 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins var á móti stríði og á móti ákvörðun forystu flokksins."- Fjölmiðlalögin:"Allar kannanir sýndu að þær ákvarðanir sem teknar voru nutu ekki stuðnings hjá þjóðinni og meirihluti stuðningsmanna Framsóknarflokksins var andvígur þeim. Kannanir Fréttablaðsins og Gallup sýndu að 36 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins studdu fjölmiðlalögin, 53 prósent voru þeim andsnúin."- Málskotsréttur forseta:"Forysta flokksins var greinilega á móti því að hann yrði nýttur. Ríkisstjórnin véfengdi að forsetinn hefði þá heimild. 51% stuðningsmanna Framsóknarflokksins var sammála því að forseti nýtti þann rétt en aðeins 40 prósent voru á móti."- Að setja skilyrði í atkvæðagreiðslu:"Aðeins 32 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins voru sammála flokksforystunni, 62 prósent voru andvígir, samkvæmt Gallup könnun."- Kvótakerfið:"Fyrir örfáum dögum kom könnun sem sýndi að aðeins 18 prósent landsmanna styðja óbreytt kvótakerfi. Aðeins 39 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins styðja óbreytt kvótakerfi, 53 prósent vilja breyta því og átta prósent vilja leggja það niður."Hjálmar Árnason segir sorglegt að heyra hvernig Kristinn H. Gunnarsson hagræði sannleikanum og sleppi úr atriðum.MYND/GVA
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira