Kanar fengu nóbelsverðlaun
Tveir bandarískir vísindamenn hlutu Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði fyrir rannsóknir á lyktarskyni manna. Richard Axel og Linda B. Buck leituðust við að útskýra hvernig fólk skynjar lykt og hvernig skilaboð um hana berast til heilans. Þau fundu um þúsund gen sem hafa áhrif á fjölda prótína sem skynja lykt. "Þess vegna getum við upplifað angan liljunnar að vori og rifjað upp lyktina síðar," sagði í umsögn dómnefndarinnar.