Braut meginreglu stjórnsýslulaga 30. september 2004 00:01 Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, sem Hæstiréttur taldi annan af hæfustu umsækjendum um dómarastöðu við Hæstarétt, telur að settur dómsmálaráðherra hafi brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög þegar hann skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í gær. Átta af dómurum Hæstaréttar töldu Stefán Má Stefánsson lagaprófessor hæfastan til að gegna stöðu Hæstaréttardómara ásamt Eiríki Tómassyni lagprófessor, af þeim sjö umsækjendum sem sóttu um dómarastöðuna. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra í málinu, gekk gegn því áliti og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í starfið í gær. Stefán Már óskar Jóni velfarnaðar í starfi en hann telur að ekki hafi verið rétt að embættisveitingunni staðið og hann gagnrýnir vinnubrögð ráðherra. Hann segir Hæstarétt lögbundin umsagnaraðila eins og sé í mörgum öðrum löndum og eigi því að hafa um það að segja hver sé skipaður í dóminn. Það tryggir líka sjálfstæði hans gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins. Stefán segir Hæstirétt hafa gert þetta í mjög ítarlegu áliti þar sem tekin eru fyrir níu atriði og þau greind. Rétturinn segi þar að ekkert eitt af þeim atriðum megi leggja til grundvallar heldur verði að gera það að öllum atriðunumn samanlögðum. „Ef horft er á þetta þá hefur ráðherra, sem hefur óvéfengjanlega formlegt vald til að ákveða hæstaréttardómara, brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög eins og málin standa nú,“ segir Stefán. „Það er að segja, þessu lögbundna áliti Hæstaréttar hefur ekki verið hnekkt og því verður alls ekki hnekkt með að benda á að einn sé mjög (svo) hæfari í einu af þessum níu atriðum.“ Stefán Már hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann fari lengra með málið og þá hvert. Lögmaður Hjördísar Hákonardóttur, sem dómarar Hæstaréttar sögðu koma næst Stefán Má og Eiríki að hæfni til að gegna starfinu, hefur lýst því yfir að óskað verði eftir rökstuðningi ráðherra fyrir ákvörðun hans. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, sem Hæstiréttur taldi annan af hæfustu umsækjendum um dómarastöðu við Hæstarétt, telur að settur dómsmálaráðherra hafi brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög þegar hann skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í gær. Átta af dómurum Hæstaréttar töldu Stefán Má Stefánsson lagaprófessor hæfastan til að gegna stöðu Hæstaréttardómara ásamt Eiríki Tómassyni lagprófessor, af þeim sjö umsækjendum sem sóttu um dómarastöðuna. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra í málinu, gekk gegn því áliti og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í starfið í gær. Stefán Már óskar Jóni velfarnaðar í starfi en hann telur að ekki hafi verið rétt að embættisveitingunni staðið og hann gagnrýnir vinnubrögð ráðherra. Hann segir Hæstarétt lögbundin umsagnaraðila eins og sé í mörgum öðrum löndum og eigi því að hafa um það að segja hver sé skipaður í dóminn. Það tryggir líka sjálfstæði hans gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins. Stefán segir Hæstirétt hafa gert þetta í mjög ítarlegu áliti þar sem tekin eru fyrir níu atriði og þau greind. Rétturinn segi þar að ekkert eitt af þeim atriðum megi leggja til grundvallar heldur verði að gera það að öllum atriðunumn samanlögðum. „Ef horft er á þetta þá hefur ráðherra, sem hefur óvéfengjanlega formlegt vald til að ákveða hæstaréttardómara, brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög eins og málin standa nú,“ segir Stefán. „Það er að segja, þessu lögbundna áliti Hæstaréttar hefur ekki verið hnekkt og því verður alls ekki hnekkt með að benda á að einn sé mjög (svo) hæfari í einu af þessum níu atriðum.“ Stefán Már hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann fari lengra með málið og þá hvert. Lögmaður Hjördísar Hákonardóttur, sem dómarar Hæstaréttar sögðu koma næst Stefán Má og Eiríki að hæfni til að gegna starfinu, hefur lýst því yfir að óskað verði eftir rökstuðningi ráðherra fyrir ákvörðun hans.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira