Kristinn fékk viðvörun 29. september 2004 00:01 Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að Kristinn H.Gunnarsson hafi fengið viðvörun. Hann rekist ekki í Framsóknarflokknum. Þingflokkur framsóknar ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin úr öllum fastanefndum þingsins. Framsóknarmenn segja Kristin lagðan í einelti, athæfi þingflokksins sé refsivert og aðgerðirnar harkalegar. Aðeins sé einn sannleikur í Framsókn. "Kristinn er ekki rekinn úr flokknum. Þetta er viðvörun. Félagar hans í þingflokknum sætta sig ekki við framgöngu hans og telja að hann geti ekki gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann úr öllum fastanefndum þingsins. "Kristinn rekst ekki í flokknum og hefur tapað því sem hann hefur fengið. Hann átti mikil tækifæri innan Framsóknarflokksins, varð formaður þingflokksins og formaður stjórnar Byggðastofnunar, hvort tveggja ráðherraígildi. Þessu hefur hann tapað niður. Þótt hann beri kannski ekki alla ábyrgð á þessu verður hann sjálfur að líta í eigin barm hvernig þetta hefur þróast," segir Guðni. Mikil óánægja er meðal framsóknarmanna víðs vegar um landið um ákvörðun þingflokksins. Sigrún Magnúsdóttir, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur suður, segir að athæfi þingflokksins sé refsivert. "Ég hef aldrei séð jafn gróft einelti sem á sér stað fyrir framan alþjóð að auki," segir hún. "Kristinn hefur verið í andstöðu við flokksforustuna í að minnsta kosti tveimur málum, en ekki er þar með sagt að hann hafi verið í andstöðu við flokksmenn," segir hún. "Í stað Kristins eru komnir tveir unglingar með ábyrgðarmikil störf í þingnefndum. Börnin eru að taka yfir. Þau hlýða þó," segir Sigrún. "Það er aðeins einn sannleikur í Framsókn," segir Sigrún. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir aðgerðir þingflokksins verulega harkalegar og lóð á vogarskálar þeirra sem gagnrýnt hafa Framsóknarflokkinn fyrir að leyfa ekki fleiri en einni skoðun að heyrast. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að Kristinn H.Gunnarsson hafi fengið viðvörun. Hann rekist ekki í Framsóknarflokknum. Þingflokkur framsóknar ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin úr öllum fastanefndum þingsins. Framsóknarmenn segja Kristin lagðan í einelti, athæfi þingflokksins sé refsivert og aðgerðirnar harkalegar. Aðeins sé einn sannleikur í Framsókn. "Kristinn er ekki rekinn úr flokknum. Þetta er viðvörun. Félagar hans í þingflokknum sætta sig ekki við framgöngu hans og telja að hann geti ekki gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann úr öllum fastanefndum þingsins. "Kristinn rekst ekki í flokknum og hefur tapað því sem hann hefur fengið. Hann átti mikil tækifæri innan Framsóknarflokksins, varð formaður þingflokksins og formaður stjórnar Byggðastofnunar, hvort tveggja ráðherraígildi. Þessu hefur hann tapað niður. Þótt hann beri kannski ekki alla ábyrgð á þessu verður hann sjálfur að líta í eigin barm hvernig þetta hefur þróast," segir Guðni. Mikil óánægja er meðal framsóknarmanna víðs vegar um landið um ákvörðun þingflokksins. Sigrún Magnúsdóttir, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur suður, segir að athæfi þingflokksins sé refsivert. "Ég hef aldrei séð jafn gróft einelti sem á sér stað fyrir framan alþjóð að auki," segir hún. "Kristinn hefur verið í andstöðu við flokksforustuna í að minnsta kosti tveimur málum, en ekki er þar með sagt að hann hafi verið í andstöðu við flokksmenn," segir hún. "Í stað Kristins eru komnir tveir unglingar með ábyrgðarmikil störf í þingnefndum. Börnin eru að taka yfir. Þau hlýða þó," segir Sigrún. "Það er aðeins einn sannleikur í Framsókn," segir Sigrún. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir aðgerðir þingflokksins verulega harkalegar og lóð á vogarskálar þeirra sem gagnrýnt hafa Framsóknarflokkinn fyrir að leyfa ekki fleiri en einni skoðun að heyrast.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira