Jón ekki einn um pólitík 29. september 2004 00:01 Skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns og prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík er ekki óvenjuleg ef einungis er borið saman við starfsferil núverandi og fyrrverandi dómara við réttinn. Jón Steinar hefur verið starfandi hæstaréttarlögmaður og rekið eigin stofu, auk þess að gegna stöðu prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Hæstaréttar hafa átta aðrir einstaklingar verið ráðnir dómarar eftir að hafa rekið eigin stofu og tíu gegndu háskólastöðu þegar þeir voru ráðnir, en þó ekki við Háskólann í Reykjavík heldur lagadeild Háskóla Íslands. Margir þeirra sem hafa verið ráðnir dómarar gegndu áður starfi borgardómara, eða sjö manns. Jón Steinar er ekki einn um að hafa haft pólitísk afskipti fyrir ráðningu, en hann hefur átt sæti í stjórnum Heimdallar, FUS og SUS og sat í kjörnefndum Sjálfstæðisflokksins, m.a. sem formaður, frá 1985 til 1995. Hann hefur einnig tjáð sig talsvert opinberlega um stjórnmál og málefni tengd þeim. A.m.k. átta aðrir dómarar hafa haft bein afskipti af pólitík. Gunnar Thoroddsen var stuttlega dómari við réttinn árið 1970, en hann var ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einar Arnórsson, sem var dómari 1932-42, var einnig þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Björn Sveinbjörnsson var varaþingmaður fyrir framsókn þegar hann var skipaður dómari við réttinn árið 1973 og Lárus Jóhannesson hafði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins um árabil áður en hann varð dómari árið 1960. Haraldur Henrysson sem skipaður var dómari árið 1988 átti sér einnig pólitíska fortíð, en hann var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið 1968 og Samtök frjálslyndra og vinstri manna árið 1971, og Þór Vilhjálmsson hafði unnið nokkuð fyrir Sjálfstæðisflokkinn áður en hann fékk dómaraskikkjuna árið 1976. Þá ber að geta þess að Lárus H. Bjarnason hafði verið þingmaður og Kristján Jónsson hafði verið þingmaður og ráðherra í upphafi 19.aldar áður en þeir urðu dómarar í Hæstarétti árið 1919. Núverandi dómarar við Hæstarétt:Árni Kolbeinsson (fæddur 1947)Fyrrum ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneytinu. Skipaður 5. september 2000. Garðar Gíslason (fæddur 1942)Fyrrum borgardómari. Skipaður 23. desember 1991. Guðrún Erlendsdóttir (fædd 1936)Fyrrum dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Skipuð 30. júní 1986. Gunnlaugur Claessen (fæddur 1946)Fyrrum ríkislögmaður. Skipaður 1. september 1994. Hrafn Bragason (fæddur 1938) Fyrrum borgardómari. Skipaður 8. september 1987. Ingibjörg Benediktsdóttir (fædd 1948) Fyrrum héraðsdómari. Skipuð 6. febrúar 2001. Markús Sigurbjörnsson (fæddur 1954) Fyrrum borgarfógeti og prófessor við lagadeild HÍ. Skipaður 24. júní 1994. Ólafur Börkur Þorvaldsson (fæddur 1961) Fyrrum dómstjóri Héraðsdóms Suðurlands. Skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson (fæddur 1947) Fyrrum hæstaréttarlögmaður og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Útnefndur af ráðherra 29.september 2004. Fréttir Hæstiréttur Innlent Stj.mál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanns og prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík er ekki óvenjuleg ef einungis er borið saman við starfsferil núverandi og fyrrverandi dómara við réttinn. Jón Steinar hefur verið starfandi hæstaréttarlögmaður og rekið eigin stofu, auk þess að gegna stöðu prófessors í lögum við Háskólann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Hæstaréttar hafa átta aðrir einstaklingar verið ráðnir dómarar eftir að hafa rekið eigin stofu og tíu gegndu háskólastöðu þegar þeir voru ráðnir, en þó ekki við Háskólann í Reykjavík heldur lagadeild Háskóla Íslands. Margir þeirra sem hafa verið ráðnir dómarar gegndu áður starfi borgardómara, eða sjö manns. Jón Steinar er ekki einn um að hafa haft pólitísk afskipti fyrir ráðningu, en hann hefur átt sæti í stjórnum Heimdallar, FUS og SUS og sat í kjörnefndum Sjálfstæðisflokksins, m.a. sem formaður, frá 1985 til 1995. Hann hefur einnig tjáð sig talsvert opinberlega um stjórnmál og málefni tengd þeim. A.m.k. átta aðrir dómarar hafa haft bein afskipti af pólitík. Gunnar Thoroddsen var stuttlega dómari við réttinn árið 1970, en hann var ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einar Arnórsson, sem var dómari 1932-42, var einnig þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Björn Sveinbjörnsson var varaþingmaður fyrir framsókn þegar hann var skipaður dómari við réttinn árið 1973 og Lárus Jóhannesson hafði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins um árabil áður en hann varð dómari árið 1960. Haraldur Henrysson sem skipaður var dómari árið 1988 átti sér einnig pólitíska fortíð, en hann var varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið 1968 og Samtök frjálslyndra og vinstri manna árið 1971, og Þór Vilhjálmsson hafði unnið nokkuð fyrir Sjálfstæðisflokkinn áður en hann fékk dómaraskikkjuna árið 1976. Þá ber að geta þess að Lárus H. Bjarnason hafði verið þingmaður og Kristján Jónsson hafði verið þingmaður og ráðherra í upphafi 19.aldar áður en þeir urðu dómarar í Hæstarétti árið 1919. Núverandi dómarar við Hæstarétt:Árni Kolbeinsson (fæddur 1947)Fyrrum ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneytinu. Skipaður 5. september 2000. Garðar Gíslason (fæddur 1942)Fyrrum borgardómari. Skipaður 23. desember 1991. Guðrún Erlendsdóttir (fædd 1936)Fyrrum dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Skipuð 30. júní 1986. Gunnlaugur Claessen (fæddur 1946)Fyrrum ríkislögmaður. Skipaður 1. september 1994. Hrafn Bragason (fæddur 1938) Fyrrum borgardómari. Skipaður 8. september 1987. Ingibjörg Benediktsdóttir (fædd 1948) Fyrrum héraðsdómari. Skipuð 6. febrúar 2001. Markús Sigurbjörnsson (fæddur 1954) Fyrrum borgarfógeti og prófessor við lagadeild HÍ. Skipaður 24. júní 1994. Ólafur Börkur Þorvaldsson (fæddur 1961) Fyrrum dómstjóri Héraðsdóms Suðurlands. Skipaður 1. september 2003. Jón Steinar Gunnlaugsson (fæddur 1947) Fyrrum hæstaréttarlögmaður og prófessor við Háskólann í Reykjavík. Útnefndur af ráðherra 29.september 2004.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Stj.mál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira