Refsing fyrir að segja skoðun sína 29. september 2004 00:01 Þingflokkur Framsóknarflokksins útlokaði í gær Kristin H. Gunnarsson, þingmann flokksins, frá öllum fastanefndum Alþingis. Hann segir þetta vera refsingu fyrir að hafa sagt skoðun sína í viðkvæmum málum en ætlar engu að síður að starfa áfram innan flokksins. Honum er lítt gefið um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknar við Sjálfstæðisflokkinn. Þingflokkur Framsóknarflokksins skipti með sér verkum í gær. Niðurstaðan kom vægast sagt afar mikið á óvart og má líkja við pólitíska sprengingu. Einn þingmanna flokksins, Kristinn H. Gunnarsson, var algerlega settur út í kuldann og situr einn óbreyttra alþingismanna Íslands ekki í einni einustu nefnd á næsta þingi. Allir þingmenn flokksins utan Kristins og Jónínu Bjartmarz samþykktu þessa tilhögun. Aðrir þingmenn Framsóknar sitja í þremur til fjórum fastanefndum og sitja engir alþingismenn í fleiri nefndum en þingmenn Framsóknar. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gaf þær skýringar á brottrekstri Kristins úr fastanefndum Alþingis að þetta væri eins og í hjónabandi þar sem byrja einhverjr hnökrar og ekki er unnið á þeim. Strengir haldi svo áfranm að slitna sem leiði til samstarfsörðugleika. Hann segir trúnaðinn, traustið og vináttuna hverfa og að lokum sé ástin horfin og í tilviki Kristins hafi því miður verið komið að þeim tímapunkti. Hjálmar segir að menn hafi reynt eins og hægt var að slíðra sverðin og hann segir að sérstaklega vel hafi verið tekið á móti Kristni þegar hann gekk til liðs við Framsókn á sínum tíma. Samskiptin hafi hins vegar þróast með þeim hætti að liðsheildin treysti honum ekki lengur að fara með sitt umboð Hjálmar segir að þetta séu ekki skilaboð til manna um að þeir skuli sitja á sannfæringu sinni, gangi hún í blóra við skoðun flokksforystunnar, en venjan sé sú að flokkurinn sé lið. Menn hafi oft ólíkar skoðanir en reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Kristinn H. Gunnarsson segir að þessi ákvörðun félaga sinna hafi komið honum afar mikið á óvart. Enginn hafi gert honum viðvart eða varað hann við því sem beið hans á fundinum í gærkvöld. Þá segir hann engan samflokksmanna sinna hafa gert nokkrar athugasemdir við nefndastörf hans. Öðru nær. Kristinn segir þetta viðbrögð við sjálfstæði sínu í tveimur málum: fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Kristinn segist þrátt fyrir þetta ekki hafa hugleitt að leita hófanna annars staðar. Hann segir að afstaða sín í mörgum umdeildum og mikilvægum málum endurspegli vilja flokksmanna Framsóknar mun skýrar en stefna flokksins í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst spurningin um trúnað og traust vera hvort það sé nægilegt traust á milli forystu flokksins og kjósenda hans, þegar forystan tekur ítrekað ákvarðanir sem ganga gegn vilja stuðningsmanna Framsóknarflokksins,“ segir Kristinn. Hann segir þessa uppákomu fela í sér skýr skilaboð til annarra Framsóknarmanna sem sitji á þingi eða hyggi á pólitískan frama innan flokksins. Þau séu að fylgja forystunni, ellegar hafa verra af. Kristinn ætlar áfram að styðja ríkisstjórnina en hann segir hluta vanda forystu Framsóknar felast í langvinnu stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, sem honum er lítt að skapi. Sjálfstæðismenn hafi allt aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hefur gefið sig út fyrir að standa fyrir. Hins vegar dragi hver dám af sínum sessunaut og eftir níu ára samstarf sjái kjósendur ákaflega lítinn mun á forystu þessarra tveggja flokka. Hægt er að hlusta á fréttina með viðtölum við Hjálmar og Kristin úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þingflokkur Framsóknarflokksins útlokaði í gær Kristin H. Gunnarsson, þingmann flokksins, frá öllum fastanefndum Alþingis. Hann segir þetta vera refsingu fyrir að hafa sagt skoðun sína í viðkvæmum málum en ætlar engu að síður að starfa áfram innan flokksins. Honum er lítt gefið um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknar við Sjálfstæðisflokkinn. Þingflokkur Framsóknarflokksins skipti með sér verkum í gær. Niðurstaðan kom vægast sagt afar mikið á óvart og má líkja við pólitíska sprengingu. Einn þingmanna flokksins, Kristinn H. Gunnarsson, var algerlega settur út í kuldann og situr einn óbreyttra alþingismanna Íslands ekki í einni einustu nefnd á næsta þingi. Allir þingmenn flokksins utan Kristins og Jónínu Bjartmarz samþykktu þessa tilhögun. Aðrir þingmenn Framsóknar sitja í þremur til fjórum fastanefndum og sitja engir alþingismenn í fleiri nefndum en þingmenn Framsóknar. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, gaf þær skýringar á brottrekstri Kristins úr fastanefndum Alþingis að þetta væri eins og í hjónabandi þar sem byrja einhverjr hnökrar og ekki er unnið á þeim. Strengir haldi svo áfranm að slitna sem leiði til samstarfsörðugleika. Hann segir trúnaðinn, traustið og vináttuna hverfa og að lokum sé ástin horfin og í tilviki Kristins hafi því miður verið komið að þeim tímapunkti. Hjálmar segir að menn hafi reynt eins og hægt var að slíðra sverðin og hann segir að sérstaklega vel hafi verið tekið á móti Kristni þegar hann gekk til liðs við Framsókn á sínum tíma. Samskiptin hafi hins vegar þróast með þeim hætti að liðsheildin treysti honum ekki lengur að fara með sitt umboð Hjálmar segir að þetta séu ekki skilaboð til manna um að þeir skuli sitja á sannfæringu sinni, gangi hún í blóra við skoðun flokksforystunnar, en venjan sé sú að flokkurinn sé lið. Menn hafi oft ólíkar skoðanir en reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Kristinn H. Gunnarsson segir að þessi ákvörðun félaga sinna hafi komið honum afar mikið á óvart. Enginn hafi gert honum viðvart eða varað hann við því sem beið hans á fundinum í gærkvöld. Þá segir hann engan samflokksmanna sinna hafa gert nokkrar athugasemdir við nefndastörf hans. Öðru nær. Kristinn segir þetta viðbrögð við sjálfstæði sínu í tveimur málum: fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Kristinn segist þrátt fyrir þetta ekki hafa hugleitt að leita hófanna annars staðar. Hann segir að afstaða sín í mörgum umdeildum og mikilvægum málum endurspegli vilja flokksmanna Framsóknar mun skýrar en stefna flokksins í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst spurningin um trúnað og traust vera hvort það sé nægilegt traust á milli forystu flokksins og kjósenda hans, þegar forystan tekur ítrekað ákvarðanir sem ganga gegn vilja stuðningsmanna Framsóknarflokksins,“ segir Kristinn. Hann segir þessa uppákomu fela í sér skýr skilaboð til annarra Framsóknarmanna sem sitji á þingi eða hyggi á pólitískan frama innan flokksins. Þau séu að fylgja forystunni, ellegar hafa verra af. Kristinn ætlar áfram að styðja ríkisstjórnina en hann segir hluta vanda forystu Framsóknar felast í langvinnu stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, sem honum er lítt að skapi. Sjálfstæðismenn hafi allt aðrar áherslur en Framsóknarflokkurinn hefur gefið sig út fyrir að standa fyrir. Hins vegar dragi hver dám af sínum sessunaut og eftir níu ára samstarf sjái kjósendur ákaflega lítinn mun á forystu þessarra tveggja flokka. Hægt er að hlusta á fréttina með viðtölum við Hjálmar og Kristin úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira