"Þetta er heimskuleg og vanhugsuð ákvörðun sem skapar ný og erfiðari mál en henni var ætlað að leysa," segir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins. Þingflokkurinn ákvað í gær að reka Kristin úr öllum nefndum og ráðum sem hann hefur setið í á vegum þingflokksins. Níu þingmenn greiddu atkvæði með því að reka Kristin, Jónína Bjartmarz sat hjá og hann greiddi atkvæði á móti. Valgerður Sverrisdóttir var fjarverandi.