Sígaunstemmning og grænt te 28. september 2004 00:01 Í Feng Shui-húsinu á Laugavegi verður efnt til fjölda námskeiða í vetur og nú þegar er búið að skipuleggja dagskrá fram í desember. Meðal þess sem boðið verður upp á eru Feng Shui-námskeið I og II þar sem Rósa Traustadóttir leiðir þátttakendur um töfraheima Feng Shui-fræðanna. Rósa segir alla geta tileinkað sér Feng Shui til betra lífs og það sé mikill misskilningur að fólk þurfi að henda öllu út hjá sér og byrja upp á nýtt. Rósa ætlar líka að vera með námskeið í stjörnuspeki sem byggir á sömu grunnforsendum og Feng Shui. Þá verða í haust fróðleg námskeið um sígaunate og sígaunaspil þar sem Sigrún Vala, eigandi Feng Shui-hússins, og Unnur frá Heilunarsetrinu búa til skemmtilega sígaunastemningu. "Sigrún kynnir Zhena-sígaunateið sem er allra meina bót og ég ætla að kenna fólki að spá í sígaunaspil," segir Unnur. "Spilin eru aldagömul og eru frábrugðin Tarot-spilunum að því leyti að þau taka meira á praktískum hlutum frá degi til dags meðan Tarot-spilin ganga út á innsæi og tilfinningar. Við bregðum að sjálfsögðu á leik á þessum námskeiðum og setjum upp auka eyrnalokka og armbönd og sveipum okkur slæðum í sterkum litum." "Fleira spennandi verður í boði í vetur, meðal annars mun Unnur Guðjónsdóttir kynna næstu Kínaferð sína og verður með ljósmyndasýningu frá Kína. Svo erum við með hugleiðslu í hádeginu nokkrum sinnum í viku sem er öllum opin og á eftir fáum við okkur súpu, brauð og grænt te," segir Sigrún Vala. Nám Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í Feng Shui-húsinu á Laugavegi verður efnt til fjölda námskeiða í vetur og nú þegar er búið að skipuleggja dagskrá fram í desember. Meðal þess sem boðið verður upp á eru Feng Shui-námskeið I og II þar sem Rósa Traustadóttir leiðir þátttakendur um töfraheima Feng Shui-fræðanna. Rósa segir alla geta tileinkað sér Feng Shui til betra lífs og það sé mikill misskilningur að fólk þurfi að henda öllu út hjá sér og byrja upp á nýtt. Rósa ætlar líka að vera með námskeið í stjörnuspeki sem byggir á sömu grunnforsendum og Feng Shui. Þá verða í haust fróðleg námskeið um sígaunate og sígaunaspil þar sem Sigrún Vala, eigandi Feng Shui-hússins, og Unnur frá Heilunarsetrinu búa til skemmtilega sígaunastemningu. "Sigrún kynnir Zhena-sígaunateið sem er allra meina bót og ég ætla að kenna fólki að spá í sígaunaspil," segir Unnur. "Spilin eru aldagömul og eru frábrugðin Tarot-spilunum að því leyti að þau taka meira á praktískum hlutum frá degi til dags meðan Tarot-spilin ganga út á innsæi og tilfinningar. Við bregðum að sjálfsögðu á leik á þessum námskeiðum og setjum upp auka eyrnalokka og armbönd og sveipum okkur slæðum í sterkum litum." "Fleira spennandi verður í boði í vetur, meðal annars mun Unnur Guðjónsdóttir kynna næstu Kínaferð sína og verður með ljósmyndasýningu frá Kína. Svo erum við með hugleiðslu í hádeginu nokkrum sinnum í viku sem er öllum opin og á eftir fáum við okkur súpu, brauð og grænt te," segir Sigrún Vala.
Nám Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira