Bollywood í Kramhúsinu 28. september 2004 00:01 Danska magadansmærin Anna Barner Sarp er stödd hér á landi og ætlar að halda þriggja vikna dansnámskeið í Kramhúsinu sem hefst á þriðjudag. Þar er þó um að ræða miklu meira en bara magadans því Anna blandar saman indverskum dansi, arabískum magadansi og hiphopi svo úr verður hinn vinsæli Bollywood-dans sem fer nú sigurför um heiminn. Anna rekur ættir sínar til sígauna og segist finna vel fyrir sígaunablóðinu sem rennur um æðar hennar. "Ég finn mig sérstaklega vel í sígaunatónlistinni og finnst ég eins og heima hjá mér þegar ég er í Mið-Austurlöndum," segir Anna. Hún er margfaldur meistari í magadansi og hlaut í sumar fyrstu verðlaun í alþjóðlegri magadanskeppni í Berlín. "Það sem ég ætla að kenna í Kramhúsinu er sambland af kathak, sem er klassískur indverskur dans, og bhangra, sem er indverskur þjóðdans. Þá blanda ég í þetta hip hopinu og arabískum magadansi. Bollywood-dansinn er notaður í Bollywood-iðnaðinum, sem er gríðarlega stór og fer stækkandi og er nú þegar orðinn miklu stærri en Hollywood." Anna segir að allar konur geti lært þennan dans, þar sem áherslan er á kvenleikann og daðrið. "Þetta er námskeið fyrir konur á öllum aldri sem vilja vekja enn frekar upp kvenleikann í sér og upplifa í leiðinni eitthvað alveg nýtt og spennandi," segir Anna. Nám Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Danska magadansmærin Anna Barner Sarp er stödd hér á landi og ætlar að halda þriggja vikna dansnámskeið í Kramhúsinu sem hefst á þriðjudag. Þar er þó um að ræða miklu meira en bara magadans því Anna blandar saman indverskum dansi, arabískum magadansi og hiphopi svo úr verður hinn vinsæli Bollywood-dans sem fer nú sigurför um heiminn. Anna rekur ættir sínar til sígauna og segist finna vel fyrir sígaunablóðinu sem rennur um æðar hennar. "Ég finn mig sérstaklega vel í sígaunatónlistinni og finnst ég eins og heima hjá mér þegar ég er í Mið-Austurlöndum," segir Anna. Hún er margfaldur meistari í magadansi og hlaut í sumar fyrstu verðlaun í alþjóðlegri magadanskeppni í Berlín. "Það sem ég ætla að kenna í Kramhúsinu er sambland af kathak, sem er klassískur indverskur dans, og bhangra, sem er indverskur þjóðdans. Þá blanda ég í þetta hip hopinu og arabískum magadansi. Bollywood-dansinn er notaður í Bollywood-iðnaðinum, sem er gríðarlega stór og fer stækkandi og er nú þegar orðinn miklu stærri en Hollywood." Anna segir að allar konur geti lært þennan dans, þar sem áherslan er á kvenleikann og daðrið. "Þetta er námskeið fyrir konur á öllum aldri sem vilja vekja enn frekar upp kvenleikann í sér og upplifa í leiðinni eitthvað alveg nýtt og spennandi," segir Anna.
Nám Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira