Ísland í hættu vegna listans? 24. september 2004 00:01 Talið er líklegt að írakskir öfgahópar og mannræningjar viti að Ísland er á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu. Þessi listi er víða orðinn mikið viðkvæmnismál og hefur ríkisstjórn Kosta Ríka farið fram á að landið verði fjarlægt af honum. Þá hefur listinn verið tekinn af heimasíðu Hvíta hússins. Ísland er eitt þeirra tæplega fimmtíu ríkja sem studdu innrás Bandaríkjastjórnar í Írak með einum eða öðrum hætti og birtist á svokölluðum lista hinna viljugu þjóða yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Íraksstríðinu. Á heimasíðu Hvíta hússins er sagt frá því að stuðningur bandalagsríkjanna sé mismunandi; allt frá beinni hernaðarlegri þátttöku til stjórnmálalegs stuðnings og aðstoðar við uppbyggingu í Írak. Það er í þessum síðarnefnda anda sem hið herlausa Ísland er á þessum lista enda má á heimasíðunni lesa tilvitnun í þáverandi forsætisráðherra, Davíð Odsson, þess efnis. Bandaríkin gerðu mikið með þennan stuðningsmannalista í upphafi en nú er öldin önnur og í kjölfar þeirrar óaldar sem nú ríkir í Írak fækkar þeim löndum óðfluga sem vilja láta bendla sig við stríðið. Stjórnlagadómstóll í Kosta Ríka komst að þeirri niðurstöðu fyrir skömmu að það væri ekki við hæfi að landið, sem er herlaust líkt og Ísland, væri á þessum stríðslista og krafðist þess að vera tekið út af honum. Ráðamenn í Washington virðast hafa gengið skrefinu lengra því nú er búið að fjarlægja listann í heild sinni af heimasíðu Hvíta hússins. Öfgahópar í Írak hafa haft í hótunum við velflest þau lönd sem eiga hermenn í Írak og mannræningjar virðast nánast ganga skipulega til verks í því að ræna og myrða íbúa frá þessum stuðningslöndum. Í kjölfarið vaknar sú spurning hvort Ísland og Íslendingar séu, vegna veru sinnar á þessum stuðningslista, komnir á skotlista hryðjuverkamanna. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er einn af fáum Íslendingum sem dvalið hafa í Írak en hann var þar á ferð í febrúar á þessu ári. Hann segist varla myndu treysta sér til að fara þangað aftur eins og ástandið er núna. Davíð telur að almennir borgarar viti ekki af veru Íslands á listanum og það kæmi honum reyndar á óvart ef svo væri. Hann segist hins vegar geta ímyndað sér að ráðamenn í arabalöndunum, og jafnvel framámenn öfgamanna í Írak og víðar, hafi listann við höndina. Davíð kveðst vita til þess að fulltrúar Íslands hafi verið spurðir af erlendum ráðamönnum hvers vegna Ísland sé á listanum. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Talið er líklegt að írakskir öfgahópar og mannræningjar viti að Ísland er á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu. Þessi listi er víða orðinn mikið viðkvæmnismál og hefur ríkisstjórn Kosta Ríka farið fram á að landið verði fjarlægt af honum. Þá hefur listinn verið tekinn af heimasíðu Hvíta hússins. Ísland er eitt þeirra tæplega fimmtíu ríkja sem studdu innrás Bandaríkjastjórnar í Írak með einum eða öðrum hætti og birtist á svokölluðum lista hinna viljugu þjóða yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Íraksstríðinu. Á heimasíðu Hvíta hússins er sagt frá því að stuðningur bandalagsríkjanna sé mismunandi; allt frá beinni hernaðarlegri þátttöku til stjórnmálalegs stuðnings og aðstoðar við uppbyggingu í Írak. Það er í þessum síðarnefnda anda sem hið herlausa Ísland er á þessum lista enda má á heimasíðunni lesa tilvitnun í þáverandi forsætisráðherra, Davíð Odsson, þess efnis. Bandaríkin gerðu mikið með þennan stuðningsmannalista í upphafi en nú er öldin önnur og í kjölfar þeirrar óaldar sem nú ríkir í Írak fækkar þeim löndum óðfluga sem vilja láta bendla sig við stríðið. Stjórnlagadómstóll í Kosta Ríka komst að þeirri niðurstöðu fyrir skömmu að það væri ekki við hæfi að landið, sem er herlaust líkt og Ísland, væri á þessum stríðslista og krafðist þess að vera tekið út af honum. Ráðamenn í Washington virðast hafa gengið skrefinu lengra því nú er búið að fjarlægja listann í heild sinni af heimasíðu Hvíta hússins. Öfgahópar í Írak hafa haft í hótunum við velflest þau lönd sem eiga hermenn í Írak og mannræningjar virðast nánast ganga skipulega til verks í því að ræna og myrða íbúa frá þessum stuðningslöndum. Í kjölfarið vaknar sú spurning hvort Ísland og Íslendingar séu, vegna veru sinnar á þessum stuðningslista, komnir á skotlista hryðjuverkamanna. Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er einn af fáum Íslendingum sem dvalið hafa í Írak en hann var þar á ferð í febrúar á þessu ári. Hann segist varla myndu treysta sér til að fara þangað aftur eins og ástandið er núna. Davíð telur að almennir borgarar viti ekki af veru Íslands á listanum og það kæmi honum reyndar á óvart ef svo væri. Hann segist hins vegar geta ímyndað sér að ráðamenn í arabalöndunum, og jafnvel framámenn öfgamanna í Írak og víðar, hafi listann við höndina. Davíð kveðst vita til þess að fulltrúar Íslands hafi verið spurðir af erlendum ráðamönnum hvers vegna Ísland sé á listanum.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira