Veður olli usla á suðvesturhorninu 16. september 2004 00:01 Morgunninn var erilsamur hjá lögreglu og björgunarsveitarsveitarmönnum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitað til að slys hafi orðið á fólki en veðrið olli talsverðum usla á suðvesturhorninu þótt vindhraðinn væri hvergi nærri eins mikill og á Suðurlandi. Um klukkan fimm í morgun fékk lögreglan í Reykjavík liðsinni frá björgunarsveitum vegna þess fjölda borgarbúa sem beðið hafði um aðstoð. Tíu björgunarsveitarhópar sinntu um tuttugu verkefnum í morgunsárið og höfðu ekki undan að sinna þeim beiðnum sem streymdu inn. Hemja þurfti báta, flotbryggjur og landganga í suðurbugt Reykjavíkurhafnar og ljóst er að töluvert tjón hlaust af. Sveitirnar heftu einnig fok á vinnupöllum á byggingarsvæðunum í Grafarvogi, Grafarholti og í Skuggahverfinu. Algengt var að þakplötur færu af stað, svalahurðir fykju upp og að eigendur fellihýsa bæðu um aðstoð við að hefta þau. Í Grafarvogi fauk strætisvagnaskýli til og vinnuskúr sömuleiðis en ferð hans endaði úti á götu. Þá þurfti að binda niður húsbíl sem var að liðast í sundur í mestu hviðunum. Veður var einnig afar slæmt á tímabili á Kjalarnesi og þangað var björgunarsveit send til að bjarga því að uppsláttur að húsgafli fyki ekki út í veður og vind. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Morgunninn var erilsamur hjá lögreglu og björgunarsveitarsveitarmönnum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitað til að slys hafi orðið á fólki en veðrið olli talsverðum usla á suðvesturhorninu þótt vindhraðinn væri hvergi nærri eins mikill og á Suðurlandi. Um klukkan fimm í morgun fékk lögreglan í Reykjavík liðsinni frá björgunarsveitum vegna þess fjölda borgarbúa sem beðið hafði um aðstoð. Tíu björgunarsveitarhópar sinntu um tuttugu verkefnum í morgunsárið og höfðu ekki undan að sinna þeim beiðnum sem streymdu inn. Hemja þurfti báta, flotbryggjur og landganga í suðurbugt Reykjavíkurhafnar og ljóst er að töluvert tjón hlaust af. Sveitirnar heftu einnig fok á vinnupöllum á byggingarsvæðunum í Grafarvogi, Grafarholti og í Skuggahverfinu. Algengt var að þakplötur færu af stað, svalahurðir fykju upp og að eigendur fellihýsa bæðu um aðstoð við að hefta þau. Í Grafarvogi fauk strætisvagnaskýli til og vinnuskúr sömuleiðis en ferð hans endaði úti á götu. Þá þurfti að binda niður húsbíl sem var að liðast í sundur í mestu hviðunum. Veður var einnig afar slæmt á tímabili á Kjalarnesi og þangað var björgunarsveit send til að bjarga því að uppsláttur að húsgafli fyki ekki út í veður og vind.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira