Spilað eftir eyranu 15. september 2004 00:01 Tónheimar í Fákafeni 9 hafa þá sérstöðu á meðal tónlistarskólanna að þar er nemendum kennt að spila á píanó eftir eyranu. Hann hefur starfað í þrjú ár og er Ástvaldur Traustason skólastjóri. Nemendur geta valið að leika sín uppáhaldslög, hvort sem þau eru eftir Beethoven eða Bítlana, og boðið er upp á ólíka stíla, svo sem djass, blús, popp og dægurlög. Skipt er niður í fjögurra manna hópa eftir aldri, getu og áhugasviði og Ástvaldur lýsir kennslunni nánar. "Hver nemandi hefur rafmagnspíanó og bæði hann og kennarinn setja upp heyrnartól því þannig getur kennarinn hlustað á hvern nemanda fyrir sig og og talað við hann án þess að trufla aðra. Nemandinn lærir að spila á sama hátt og hann lærir að syngja eða tala, það er með því að prófa sig áfram óhræddur við að gera mistök." Hann segir áherslu einnig lagða á spuna og skapandi hugsun við námið. "Við notum aðgengilegar aðferðir við kennsluna og teljum námið alveg kjörið fyrir fólk sem langar að geta spilað sér og öðrum til ánægju og það hentar öllum, ungum og eldri, byrjendum og lengra komnum," fullyrðir hann og tekur sem dæmi að yngsti nemandinn til þessa hafi verið sjö ára og sá elsti áttræður. Víst er að marga dreymir um að geta spilað undir fjöldasöng og haldið uppi skemmtan í góðra vina hópi og þarna virðist vera kominn lykill að því. Að sögn Ástvalds bjóða Tónheimar upp á nám fyrir tónlistar- og tónmenntakennara og margir úr þeirra röðum hafa nýtt sér það. Nánari upplýsingar má finna á vefnum tonheimar.is Nám Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Tónheimar í Fákafeni 9 hafa þá sérstöðu á meðal tónlistarskólanna að þar er nemendum kennt að spila á píanó eftir eyranu. Hann hefur starfað í þrjú ár og er Ástvaldur Traustason skólastjóri. Nemendur geta valið að leika sín uppáhaldslög, hvort sem þau eru eftir Beethoven eða Bítlana, og boðið er upp á ólíka stíla, svo sem djass, blús, popp og dægurlög. Skipt er niður í fjögurra manna hópa eftir aldri, getu og áhugasviði og Ástvaldur lýsir kennslunni nánar. "Hver nemandi hefur rafmagnspíanó og bæði hann og kennarinn setja upp heyrnartól því þannig getur kennarinn hlustað á hvern nemanda fyrir sig og og talað við hann án þess að trufla aðra. Nemandinn lærir að spila á sama hátt og hann lærir að syngja eða tala, það er með því að prófa sig áfram óhræddur við að gera mistök." Hann segir áherslu einnig lagða á spuna og skapandi hugsun við námið. "Við notum aðgengilegar aðferðir við kennsluna og teljum námið alveg kjörið fyrir fólk sem langar að geta spilað sér og öðrum til ánægju og það hentar öllum, ungum og eldri, byrjendum og lengra komnum," fullyrðir hann og tekur sem dæmi að yngsti nemandinn til þessa hafi verið sjö ára og sá elsti áttræður. Víst er að marga dreymir um að geta spilað undir fjöldasöng og haldið uppi skemmtan í góðra vina hópi og þarna virðist vera kominn lykill að því. Að sögn Ástvalds bjóða Tónheimar upp á nám fyrir tónlistar- og tónmenntakennara og margir úr þeirra röðum hafa nýtt sér það. Nánari upplýsingar má finna á vefnum tonheimar.is
Nám Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“