Sölu Símans skotið á frest 13. september 2004 00:01 Engar tímasetningar eru gefnar upp varðandi sölu á Símanum þótt vinna við söluna hafi verið komin á algjört lokastig. Til stóð að auglýsa eftir ráðgjöfum fyrir söluna og koma þannig einkavæðingarferlinu af stað. Skyndileg veðrabrigði virðast hafa orðið í afstöðu til sölunnar og nú er alls óvíst um hvenær hún fari af stað. Sjónarmið um hagstætt verð annars vegar og öflugt dreifikerfi hins vegar takast á. Framsóknarmenn munu ekki samþykkja að Síminn verði seldur nema þeir hafi fullvissu um að aðgangur að dreifikerfum Símans verði tryggður öllum íbúum á landsbyggðinni. Svo virðist sem áherslumunur milli flokkanna um aðferðir við söluna og uppbyggingu fjarskiptanets á landsbyggðinni valdi því að annar og hægari taktur er kominn í málið. Þeir sjálfstæðismenn sem vilja flýta sölunni telja að skilyrði Framsóknarflokksins kunni að flækja málin og tefja. Þeir eru minnugir þess að síðast þegar gerð var tilraun til að selja Símann var beðið of lengi þannig að markaðsaðstæður höfðu versnað þegar loks var haldið af stað og ekki tókst að fá ásættanlegt verð. Þá þykir einsýnt að ströng rekstrarskilyrði og miklar fjárfestingar í óarðbæru dreifikerfi komi til með að minnka verðmæti fyrirtækisins þegar það verður selt. Þetta hugnast sjálfstæðismönnum illa. Davíð Oddsson segir ágreining milli flokkanna hafa verið "kallaðan fram". Ekki sé um raunveruleg átök að ræða. Hann leggur áherslu á að til standi að selja fyrirtækið á þessu kjörtímabili en ríkisstjórnin væri "ekki á neinni hraðferð" í þeim efnum. Þá segir Davíð eðlilegt að Halldór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra á morgun, fái tíma til að móta hlutina. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Engar tímasetningar eru gefnar upp varðandi sölu á Símanum þótt vinna við söluna hafi verið komin á algjört lokastig. Til stóð að auglýsa eftir ráðgjöfum fyrir söluna og koma þannig einkavæðingarferlinu af stað. Skyndileg veðrabrigði virðast hafa orðið í afstöðu til sölunnar og nú er alls óvíst um hvenær hún fari af stað. Sjónarmið um hagstætt verð annars vegar og öflugt dreifikerfi hins vegar takast á. Framsóknarmenn munu ekki samþykkja að Síminn verði seldur nema þeir hafi fullvissu um að aðgangur að dreifikerfum Símans verði tryggður öllum íbúum á landsbyggðinni. Svo virðist sem áherslumunur milli flokkanna um aðferðir við söluna og uppbyggingu fjarskiptanets á landsbyggðinni valdi því að annar og hægari taktur er kominn í málið. Þeir sjálfstæðismenn sem vilja flýta sölunni telja að skilyrði Framsóknarflokksins kunni að flækja málin og tefja. Þeir eru minnugir þess að síðast þegar gerð var tilraun til að selja Símann var beðið of lengi þannig að markaðsaðstæður höfðu versnað þegar loks var haldið af stað og ekki tókst að fá ásættanlegt verð. Þá þykir einsýnt að ströng rekstrarskilyrði og miklar fjárfestingar í óarðbæru dreifikerfi komi til með að minnka verðmæti fyrirtækisins þegar það verður selt. Þetta hugnast sjálfstæðismönnum illa. Davíð Oddsson segir ágreining milli flokkanna hafa verið "kallaðan fram". Ekki sé um raunveruleg átök að ræða. Hann leggur áherslu á að til standi að selja fyrirtækið á þessu kjörtímabili en ríkisstjórnin væri "ekki á neinni hraðferð" í þeim efnum. Þá segir Davíð eðlilegt að Halldór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra á morgun, fái tíma til að móta hlutina.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira