Hörðustu bardagar í margar vikur 12. september 2004 00:01 Einhverjir hörðustu götubardagar í margar vikur hafa geisað síðasta sólarhringinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Óöld ríkir þar og svo virðist sem enginn hafi stjórn á ástandinu. Tveir mánuðir eru síðan heimastjórn Íraka tók við völdum í landinu en hvorki heimastjórnin né bandaríski herinn virðast þó hafa stjórn á ástandinu. Síðasta sólarhringinn hafa tæplega þrjátíu látið lífið og yfir hundrað særst í Bagdad í ýmis konar skærum og bardögum á víð og dreif um borgina. Eitthvert alvarlegasta atvikið átti sér stað eftir að írakskir uppreisnarmenn sprengdu bandarískan brynbíl í loft upp. Fjórir bandarískir hermenn voru fluttir á brott með minniháttar meiðsl en Bandaríkjaher lét ekki þar við sitja heldur sendi árásarþyrlu til að eyðileggja brynbílinn alveg og koma þannig í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust yfir vopn úr honum. Í millitíðinni hafði hins vegar mikill mannfjöldi safnast saman við bílinn til að fagna, bæði uppreisnarmenn og ungir drengir sem höfðu ekki tíma til að koma sér í burtu áður en bandaríska þyrlan gerði árás. Tvö börn létu lífið auk fréttamanns hjá arabísku sjónvarpsstöðinni Al Arabiyya. Hann var að undirbúa frétt þegar sprengjubrot hæfði hann. Hann féll á jörðina með ópum og sagðist vera að deyja. Sjónvarpsstöðin sýndi myndirnar skömmu síðar. Írakskur öfgahópur sem heldur tveimur ítölskum konum í haldi í Bagdad hefur hótað að lífláta þær innan sólarhrings verði ítalskir hermenn í Írak ekki kallaðir heim. Ríkisstjórn Ítalíu segist ekki munu ræða við mannræningjana. Konurnar, sem báðar eru 29 ára gamlar, unnu hjá ítölskum hjálparsamtökum. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Einhverjir hörðustu götubardagar í margar vikur hafa geisað síðasta sólarhringinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Óöld ríkir þar og svo virðist sem enginn hafi stjórn á ástandinu. Tveir mánuðir eru síðan heimastjórn Íraka tók við völdum í landinu en hvorki heimastjórnin né bandaríski herinn virðast þó hafa stjórn á ástandinu. Síðasta sólarhringinn hafa tæplega þrjátíu látið lífið og yfir hundrað særst í Bagdad í ýmis konar skærum og bardögum á víð og dreif um borgina. Eitthvert alvarlegasta atvikið átti sér stað eftir að írakskir uppreisnarmenn sprengdu bandarískan brynbíl í loft upp. Fjórir bandarískir hermenn voru fluttir á brott með minniháttar meiðsl en Bandaríkjaher lét ekki þar við sitja heldur sendi árásarþyrlu til að eyðileggja brynbílinn alveg og koma þannig í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust yfir vopn úr honum. Í millitíðinni hafði hins vegar mikill mannfjöldi safnast saman við bílinn til að fagna, bæði uppreisnarmenn og ungir drengir sem höfðu ekki tíma til að koma sér í burtu áður en bandaríska þyrlan gerði árás. Tvö börn létu lífið auk fréttamanns hjá arabísku sjónvarpsstöðinni Al Arabiyya. Hann var að undirbúa frétt þegar sprengjubrot hæfði hann. Hann féll á jörðina með ópum og sagðist vera að deyja. Sjónvarpsstöðin sýndi myndirnar skömmu síðar. Írakskur öfgahópur sem heldur tveimur ítölskum konum í haldi í Bagdad hefur hótað að lífláta þær innan sólarhrings verði ítalskir hermenn í Írak ekki kallaðir heim. Ríkisstjórn Ítalíu segist ekki munu ræða við mannræningjana. Konurnar, sem báðar eru 29 ára gamlar, unnu hjá ítölskum hjálparsamtökum.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent