Ekki hrædd við að vera áberandi 8. september 2004 00:01 Ég er náttúrlega algjört fatafrík og á mér fullt af uppáhaldsflíkum. Ég verð að nefna fyrstan grænan, tvískiptan kjól sem er ægilega skemmtilegur, með hvítu tjulli undir pilsinu og pífur upp úr blússunni. Hann er bara ekkert eðlilega flottur," segir Marentza Poulsen, smurbrauðsjómfrú. "Þennan kjól hannaði Alda B. Guðjónsdóttir, stílisti og fatahönnuður, á mig árið 2001, fyrir brúðkaup dóttur minnar." Maretza segist vera mikið fyrir sérstök föt og vill helst ekki ganga í fötum eins og aðrir eru í. "Það getur verið erfitt og þess vegna læt ég hiklaust sauma á mig. Áður fyrr hannaði ég og saumaði allt á mig sjálf, en svo fann ég mér saumakonu sem gerir þetta fyrir mig." Það eru engar ýkjur að fatastíll Marentzu sé óvenjulegur og hún segist vera óhemju litaglöð. "Þú sérð mig ekki nema í sterkum litum sem sjást. Mér er alveg sama þó ég veki athygli því ég hef sjálf svo ofboðslega gaman af að horfa á fólk í áberandi fötum. Það er eins og að horfa á skemmtilegt málverk." Maretza er líka með skódellu og á yfir 50 pör af skóm. "Og það sem meira er," segir hún hlæjandi, "þau eru öll í notkun og hvert öðru skemmtilegra og skrýtnara. Ef ég er erlendis veit ég bara ekki fyrr en ég er komin í skóbúðina og farin að máta. En ég hef ekkert gaman af venjulegum skóm. Það er eins með skóna og fötin. þeir draga mig til sín á óútskýranlegan hátt." Maretza verslar mest í útlöndum, ekki síst í Danmörku, þar sem hún leitar uppi búðir sem eru ekki til á Íslandi. "Hér heima versla ég hjá GK þar sem er dönsk hönnun og ítölsk hönnun er líka í miklu uppáhaldi." Maretza rekur Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal, en kaffihúsið er opið frá 15. maí til 15. september. "Það hentar mér svo vel að vinna hér í allri litadýrðinni," segir Maretza, sem rennur nánast saman við litskrúðug blómin í garðinum. "Sumarið hefur verið yndislegt en nú lokum við um miðjan mánuðinn. Það má þó ekki gleyma því að haustið er líka yndisleg árstíð og garðurinn ekki síður fallegur nú en í sumar, svo fólk ætti endilega að drífa sig í kaffi til okkar. Þegar kaffihúsið lokar taka við smurbrauðsnámskeið hjá Marentzu og svo hið margfræga danska jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum." Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Ég er náttúrlega algjört fatafrík og á mér fullt af uppáhaldsflíkum. Ég verð að nefna fyrstan grænan, tvískiptan kjól sem er ægilega skemmtilegur, með hvítu tjulli undir pilsinu og pífur upp úr blússunni. Hann er bara ekkert eðlilega flottur," segir Marentza Poulsen, smurbrauðsjómfrú. "Þennan kjól hannaði Alda B. Guðjónsdóttir, stílisti og fatahönnuður, á mig árið 2001, fyrir brúðkaup dóttur minnar." Maretza segist vera mikið fyrir sérstök föt og vill helst ekki ganga í fötum eins og aðrir eru í. "Það getur verið erfitt og þess vegna læt ég hiklaust sauma á mig. Áður fyrr hannaði ég og saumaði allt á mig sjálf, en svo fann ég mér saumakonu sem gerir þetta fyrir mig." Það eru engar ýkjur að fatastíll Marentzu sé óvenjulegur og hún segist vera óhemju litaglöð. "Þú sérð mig ekki nema í sterkum litum sem sjást. Mér er alveg sama þó ég veki athygli því ég hef sjálf svo ofboðslega gaman af að horfa á fólk í áberandi fötum. Það er eins og að horfa á skemmtilegt málverk." Maretza er líka með skódellu og á yfir 50 pör af skóm. "Og það sem meira er," segir hún hlæjandi, "þau eru öll í notkun og hvert öðru skemmtilegra og skrýtnara. Ef ég er erlendis veit ég bara ekki fyrr en ég er komin í skóbúðina og farin að máta. En ég hef ekkert gaman af venjulegum skóm. Það er eins með skóna og fötin. þeir draga mig til sín á óútskýranlegan hátt." Maretza verslar mest í útlöndum, ekki síst í Danmörku, þar sem hún leitar uppi búðir sem eru ekki til á Íslandi. "Hér heima versla ég hjá GK þar sem er dönsk hönnun og ítölsk hönnun er líka í miklu uppáhaldi." Maretza rekur Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal, en kaffihúsið er opið frá 15. maí til 15. september. "Það hentar mér svo vel að vinna hér í allri litadýrðinni," segir Maretza, sem rennur nánast saman við litskrúðug blómin í garðinum. "Sumarið hefur verið yndislegt en nú lokum við um miðjan mánuðinn. Það má þó ekki gleyma því að haustið er líka yndisleg árstíð og garðurinn ekki síður fallegur nú en í sumar, svo fólk ætti endilega að drífa sig í kaffi til okkar. Þegar kaffihúsið lokar taka við smurbrauðsnámskeið hjá Marentzu og svo hið margfræga danska jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum."
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira