Hestamennska er uppeldisleg íþrótt 8. september 2004 00:01 Nú eru haustnámskeið að hefjast í reiðskólanum Faxabóli í Víðidal þar sem hestamaðurinn Tómas Ragnarsson heldur um taumana ásamt konu sinn Þóru Þrastardóttur. Þar er boðið upp á byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið og einnig eru útreiðahópar fyrir vönustu þátttakendurna. Tómas er aðalkennarinn og hann hefur gott fólk sér til aðstoðar að sögn Þóru. Það eru aðallega börn og unglingar sem sækja námskeið skólans, meira að segja er stubbahópur fyrir 5-6 ára á laugardögum. En svo er líka hægt að panta sérnámskeið fyrir fullorðna. "Konur sem vilja kynnast hestamennskunni taka sig stundum saman og panta námskeið. Það eru mjög skemmtilegir tímar," fullyrðir Þóra. Í Faxabóli ríða krakkarnir á reiðdýnum sem eru að flestu leyti eins og hnakkar nema án virkis. Þóra segir þær algert undratæki og börnin ótrúlega fljót að tileinka sér rétta ásetu og stjórnun þegar þær eru notaðar. "Dýnan er þunn og börnin fá svo góða tilfinningu fyrir hreyfingum hestsins. Hún er líka létt og því eiga börnin auðvelt með að leggja hana á," segir Þóra og tekur fram að einn liður í náminu sé að gera börnin sjálfstæð í vinnubrögðum. "Þetta er heilmikið starf sem þau eru í," segir hún brosandi. En fá þau alltaf að sitja sama hestinn? "Nei, við leggjum mikið upp úr því að þau prófi sem flesta hesta því hver og einn kennir þeim svo mikið. Þau þurfa líka að finna mismun á góðu hrossi og lakara og það er mikilvægt að það sé ekki bara "gamli Gráni í Faxabóli" sem þau geti riðið heldur séu þau með sjálfstraustið í lagi þegar þau komast í tæri við aðra hesta." Auk verklegrar kennslu og útreiðartúra segir Þóra börnin fá bóklega fræðslu um hestinn og heim hans þannig að námið sé fjölbreytt. "Þetta er uppeldislega mjög væn íþrótt," segir hún, "því börnin læra að bera ákveðna ábyrgð og umhyggju fyrir skepnunni." Nám Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Nú eru haustnámskeið að hefjast í reiðskólanum Faxabóli í Víðidal þar sem hestamaðurinn Tómas Ragnarsson heldur um taumana ásamt konu sinn Þóru Þrastardóttur. Þar er boðið upp á byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið og einnig eru útreiðahópar fyrir vönustu þátttakendurna. Tómas er aðalkennarinn og hann hefur gott fólk sér til aðstoðar að sögn Þóru. Það eru aðallega börn og unglingar sem sækja námskeið skólans, meira að segja er stubbahópur fyrir 5-6 ára á laugardögum. En svo er líka hægt að panta sérnámskeið fyrir fullorðna. "Konur sem vilja kynnast hestamennskunni taka sig stundum saman og panta námskeið. Það eru mjög skemmtilegir tímar," fullyrðir Þóra. Í Faxabóli ríða krakkarnir á reiðdýnum sem eru að flestu leyti eins og hnakkar nema án virkis. Þóra segir þær algert undratæki og börnin ótrúlega fljót að tileinka sér rétta ásetu og stjórnun þegar þær eru notaðar. "Dýnan er þunn og börnin fá svo góða tilfinningu fyrir hreyfingum hestsins. Hún er líka létt og því eiga börnin auðvelt með að leggja hana á," segir Þóra og tekur fram að einn liður í náminu sé að gera börnin sjálfstæð í vinnubrögðum. "Þetta er heilmikið starf sem þau eru í," segir hún brosandi. En fá þau alltaf að sitja sama hestinn? "Nei, við leggjum mikið upp úr því að þau prófi sem flesta hesta því hver og einn kennir þeim svo mikið. Þau þurfa líka að finna mismun á góðu hrossi og lakara og það er mikilvægt að það sé ekki bara "gamli Gráni í Faxabóli" sem þau geti riðið heldur séu þau með sjálfstraustið í lagi þegar þau komast í tæri við aðra hesta." Auk verklegrar kennslu og útreiðartúra segir Þóra börnin fá bóklega fræðslu um hestinn og heim hans þannig að námið sé fjölbreytt. "Þetta er uppeldislega mjög væn íþrótt," segir hún, "því börnin læra að bera ákveðna ábyrgð og umhyggju fyrir skepnunni."
Nám Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira