Nánast ódrepandi jakki 2. september 2004 00:01 Ég á einn jakka sem er uppáhaldsflíkin mín. Þetta er Sherlock Holmes-jakki og frekar stuttur jakkafatajakki. Þetta er brúnleitur, köflóttur ullarjakki með ekta Sherlock Holmes-kraga og stórum brúnum tölum," segir Valur Freyr Einarsson, leikari. "Jakkann keypti ég árið 2000 þegar ég var búsettur í London. Þar voru svokallaðar "Healthy Aid"-búðir sem voru góðgerðarbúðir til að hjálpa öldruðum. Ég held að jakkinn hafi örugglega ekki kostað meira en eitt pund sem eru um 130 krónur. Ég hef notað þennan jakka stanslaust síðan og alltaf einhvern hluta af vetri. Hann dugir mér vel þar sem þetta er ekta breskur jakki þannig að hann er vel frágenginn og nánast ódrepandi. Það má segja að þetta hafi verið algjör kjarakaup," segir Valur sem aldrei hefur þurft að láta gera við jakkann. "Ég hef farið með hann í hreinsun af og til en það sér ekkert á honum." Valur er ekki mikill snyrtipinni af eigin sögn en jakkinn hefur nú oft bjargað því. "Ég reyni að vera snyrtilegur oftast en er ekki þekktur fyri það. Ég hef samt fengið margar athugasemdir á þennan jakka vegna þess að hann er dálítið smart. Ég held að fólk haldi að hann sé dýrari en hann í raun er en ég hef aldrei kjaftað frá því - fyrr en núna. Þessi jakki lifir af og hann er svoleiðis að sonur minn fer að nota hann í hippamenningunni þegar hún lifnar aftur við," segir Valur sem er í óðaönn að æfa splunkunýtt leikrit. "Við byrjuðum æfingar á Hinum útvalda á afmælisdeginum mínum 16. ágúst. Ég sem sagt hélt uppá afmælisdaginn minn á fyrstu æfingunni. Það var reyndar of heitt til að vera í Sherlock Holmes-jakkanum í tilefni dagsins en við stefnum á að frumsýna leikritið þann 16. september. Þetta er ekta gauraleikrit fyrir tíu til fimmtán ára gaura. Það eru samt auðvitað allir velkomnir." Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Ég á einn jakka sem er uppáhaldsflíkin mín. Þetta er Sherlock Holmes-jakki og frekar stuttur jakkafatajakki. Þetta er brúnleitur, köflóttur ullarjakki með ekta Sherlock Holmes-kraga og stórum brúnum tölum," segir Valur Freyr Einarsson, leikari. "Jakkann keypti ég árið 2000 þegar ég var búsettur í London. Þar voru svokallaðar "Healthy Aid"-búðir sem voru góðgerðarbúðir til að hjálpa öldruðum. Ég held að jakkinn hafi örugglega ekki kostað meira en eitt pund sem eru um 130 krónur. Ég hef notað þennan jakka stanslaust síðan og alltaf einhvern hluta af vetri. Hann dugir mér vel þar sem þetta er ekta breskur jakki þannig að hann er vel frágenginn og nánast ódrepandi. Það má segja að þetta hafi verið algjör kjarakaup," segir Valur sem aldrei hefur þurft að láta gera við jakkann. "Ég hef farið með hann í hreinsun af og til en það sér ekkert á honum." Valur er ekki mikill snyrtipinni af eigin sögn en jakkinn hefur nú oft bjargað því. "Ég reyni að vera snyrtilegur oftast en er ekki þekktur fyri það. Ég hef samt fengið margar athugasemdir á þennan jakka vegna þess að hann er dálítið smart. Ég held að fólk haldi að hann sé dýrari en hann í raun er en ég hef aldrei kjaftað frá því - fyrr en núna. Þessi jakki lifir af og hann er svoleiðis að sonur minn fer að nota hann í hippamenningunni þegar hún lifnar aftur við," segir Valur sem er í óðaönn að æfa splunkunýtt leikrit. "Við byrjuðum æfingar á Hinum útvalda á afmælisdeginum mínum 16. ágúst. Ég sem sagt hélt uppá afmælisdaginn minn á fyrstu æfingunni. Það var reyndar of heitt til að vera í Sherlock Holmes-jakkanum í tilefni dagsins en við stefnum á að frumsýna leikritið þann 16. september. Þetta er ekta gauraleikrit fyrir tíu til fimmtán ára gaura. Það eru samt auðvitað allir velkomnir."
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira